Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2021 20:15 Barcelona ætlar sér að ráðast í endurbætur á Camp Nou. vísir/getty Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. Félagið stefnir á að taka völlinn í gegn á næstu árum, en Camp Nou er stærsti knattspyrnuleikvangur Evrópu og tekur rúmlega 99 þúsund manns í sæti. Kosning meðal stuðningsmanna Barcelona fór fram rafrænt í fyrsta skipti í sögu félagsins og voru tæplega 43 þúsund atkvæði sem studdu hugmyndirnar. Rétt rúmlega fimm þúsund kusu gegn framkvæmdunum og þá voru 875 sem voru óákveðin. Kosningaþátttaka var tæplega 45 prósent. Meðlimir viðruðu þó áhyggjur sínar af fjárhagsstöðu félagsins, en skuldir Barcelona nema um einum og hálfum milljarði evra eins og staðan er í dag. Verkefnið verður fjármagnað með lánum frá þriðja aðila og mun endurbættur Camp Nou geta tekið allt að 105 þúsund manns í sæti. Barcelona members have given the green light to a €1.5 billion revamp of the Camp Nou stadium 😱 pic.twitter.com/BQxrWVkBaU— ESPN FC (@ESPNFC) December 20, 2021 Félagið getur nú hafist handa við framkvæmdirnar og er áætlað að þeim ljúki árið 2025. Barcelona þarf því að öllum líkindum að leika á hálf lokuðum Camp Nou á næsta tímabili, og tímabilið þar á eftir þarf liðið líklega að finna sér annan völl til að spila heimaleiki sína á. Þar hefur Montjuic-völlurinn þar sem opnunarhátíð Ólympíuleikanna 1992 fór fram verið nefndur til sögunnar. Joan Laporta, forseti Barcelona, segir framkvæmdirnar nauðsynlegar ætli Barcelona sér að halda í við önnur stórlið Evrópu sem flest öll spila á nýjum, eða nýuppgerðum leikvöngum. Hann segir einnig að verkefnið muni á endanum borga fyrir sig sjálft, þar sem endurbættur völlur muni skila sér í hærri tekjum og þá sé félagið einni í viðræðum um að selja nafn vallarins til hæstbjóðanda. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Sjá meira
Félagið stefnir á að taka völlinn í gegn á næstu árum, en Camp Nou er stærsti knattspyrnuleikvangur Evrópu og tekur rúmlega 99 þúsund manns í sæti. Kosning meðal stuðningsmanna Barcelona fór fram rafrænt í fyrsta skipti í sögu félagsins og voru tæplega 43 þúsund atkvæði sem studdu hugmyndirnar. Rétt rúmlega fimm þúsund kusu gegn framkvæmdunum og þá voru 875 sem voru óákveðin. Kosningaþátttaka var tæplega 45 prósent. Meðlimir viðruðu þó áhyggjur sínar af fjárhagsstöðu félagsins, en skuldir Barcelona nema um einum og hálfum milljarði evra eins og staðan er í dag. Verkefnið verður fjármagnað með lánum frá þriðja aðila og mun endurbættur Camp Nou geta tekið allt að 105 þúsund manns í sæti. Barcelona members have given the green light to a €1.5 billion revamp of the Camp Nou stadium 😱 pic.twitter.com/BQxrWVkBaU— ESPN FC (@ESPNFC) December 20, 2021 Félagið getur nú hafist handa við framkvæmdirnar og er áætlað að þeim ljúki árið 2025. Barcelona þarf því að öllum líkindum að leika á hálf lokuðum Camp Nou á næsta tímabili, og tímabilið þar á eftir þarf liðið líklega að finna sér annan völl til að spila heimaleiki sína á. Þar hefur Montjuic-völlurinn þar sem opnunarhátíð Ólympíuleikanna 1992 fór fram verið nefndur til sögunnar. Joan Laporta, forseti Barcelona, segir framkvæmdirnar nauðsynlegar ætli Barcelona sér að halda í við önnur stórlið Evrópu sem flest öll spila á nýjum, eða nýuppgerðum leikvöngum. Hann segir einnig að verkefnið muni á endanum borga fyrir sig sjálft, þar sem endurbættur völlur muni skila sér í hærri tekjum og þá sé félagið einni í viðræðum um að selja nafn vallarins til hæstbjóðanda.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Sjá meira