„Við verðum að ná í úrslit og förum auðvitað í leikinn til að vinna hann“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 11:01 Alfreð Finnbogason vill búa til fleiri góðar sumarminningar á Íslandi Getty/Laszlo Szirtesi Framherjinn Alfreð Finnbogason, leikmaður Lyngby og íslenska landsliðsins, er vel stemmdur fyrir komandi landsliðsverkefni í undankeppni EM. Hann segir alltaf gaman að koma heim til Íslands á sumrin og segir að liðið stefni á sigur í dag. „Þetta er spennandi gluggi, alltaf gaman að koma heim á sumrin. Það er gott veður og við eigum mjög góða reynslu af þessum júníleikjum og góðar minningar. Það er stefnan klárlega að búa til nýjar flottar minningar af sumarleikjum á Laugardalsvelli.“ Það er þegar orðið uppselt á seinni leik Íslands í þessum glugga, gegn Portúgal 20. júní, en enn eru um 2000 óseldir miðar á leikinn gegn Slóvakíu í dag. Alfreð tók undir að stuðningurinn úr stúkunni væri mikilvægur en það væri undir liðinu komið að trekkja fólk á völlinn „Ekki spurning. Við viljum náttúrulega búa til þannig stemmingu í kringum liðið að það fari að verða aftur uppselt á hvern einasta leik. Það er líka bara undir okkur komið að fara að vinna leiki og sýna að við séum lið sem fólk vill horfa á.“ Klippa: Alfreð um komandi landsleiki „Við getum ekkert kvartað yfir því að það sé ekki orðið uppselt en vonandi verður uppselt því við þurfum á stuðningnum að halda. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Slóvakíu þar sem línur geta skýrst aðeins í riðlinum. Við vitum að við þurfum að vinna heimaleikina okkar, allavega fjóra af fimm í þessari undankeppni ef við ætlum að eiga séns að fara áfram.“ Ísland er með þrjú stig í J-riðli eftir fyrstu tvo leikina, og þarf að bæta sigrum í sarpinn ef liðið ætlar ekki að missa af lestinni. Alfreð sagði að liðið ætli að sækja til sigurs í dag. „Við verðum að ná í úrslit og förum auðvitað í leikinn til að vinna hann. Jafntefli, þá erum við alveg ennþá á lífi, en þá er þetta ekki komið í okkar hendur. En ef við vinnum þá erum við bara komnir á par við hin liðin og stýrum okkar eigin leið í þessum riðli og það er það sem við viljum gera.“ EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Sjá meira
„Þetta er spennandi gluggi, alltaf gaman að koma heim á sumrin. Það er gott veður og við eigum mjög góða reynslu af þessum júníleikjum og góðar minningar. Það er stefnan klárlega að búa til nýjar flottar minningar af sumarleikjum á Laugardalsvelli.“ Það er þegar orðið uppselt á seinni leik Íslands í þessum glugga, gegn Portúgal 20. júní, en enn eru um 2000 óseldir miðar á leikinn gegn Slóvakíu í dag. Alfreð tók undir að stuðningurinn úr stúkunni væri mikilvægur en það væri undir liðinu komið að trekkja fólk á völlinn „Ekki spurning. Við viljum náttúrulega búa til þannig stemmingu í kringum liðið að það fari að verða aftur uppselt á hvern einasta leik. Það er líka bara undir okkur komið að fara að vinna leiki og sýna að við séum lið sem fólk vill horfa á.“ Klippa: Alfreð um komandi landsleiki „Við getum ekkert kvartað yfir því að það sé ekki orðið uppselt en vonandi verður uppselt því við þurfum á stuðningnum að halda. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Slóvakíu þar sem línur geta skýrst aðeins í riðlinum. Við vitum að við þurfum að vinna heimaleikina okkar, allavega fjóra af fimm í þessari undankeppni ef við ætlum að eiga séns að fara áfram.“ Ísland er með þrjú stig í J-riðli eftir fyrstu tvo leikina, og þarf að bæta sigrum í sarpinn ef liðið ætlar ekki að missa af lestinni. Alfreð sagði að liðið ætli að sækja til sigurs í dag. „Við verðum að ná í úrslit og förum auðvitað í leikinn til að vinna hann. Jafntefli, þá erum við alveg ennþá á lífi, en þá er þetta ekki komið í okkar hendur. En ef við vinnum þá erum við bara komnir á par við hin liðin og stýrum okkar eigin leið í þessum riðli og það er það sem við viljum gera.“
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Sjá meira