Markmið stjórnvalda og virkjana-framkvæmdir fylgjast ekki að Heimir Már Pétursson skrifar 16. júní 2023 11:44 Hvammsvirkjun yrði fyrsta virkjunin í Þjórsá í byggð. Landsvirkjun Eini virkjanakosturinn sem Landsvirkjun var komin með á framkvæmdastig er í algerri óvissu eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í gær. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir stjórnvöld hafa brugðist í orkumálum. Allt of margar hindranir væru í kerfinu. Orkustofnun veitti Landsvirkjun leyfi fyrir Hvammsvirkjun hinn 7. desember í fyrra til að virkja allt að 95 megavött í Þjórsá, á landi Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Síðar nefnda sveitarfélagið, þar sem deilur höfðu verið mestar um virkjanaáformin, samþykkti virkjunina fyrir sitt leyti á fundi í fyrrakvöld en taka átti málið fyrir í Rangárþingi ytra á föstudag í næstu viku. Landsvirkjun hafði fyrirhugað að hefja undirbúningsframkvæmdir í næsta mánuði og eiginlegar virkjanaframkvæmdir í apríl á næsta ári. Það kom því mörgum á óvart þegar Úrskurðarnefnd umhverfis- og orkumála felldi úrskurðinn úr gildi seinni partinn í gær. Úrskurðurinn byggir á kærum nokkurra félaga, samtaka og einstaklinga, aðallega veiðifélaga og landeigenda en Landvernd var einnig meðal kærenda. Kærurnar bárust allar seint á síðasta ári og í byrjun þessa árs. Sigríður Mogensen hagfræðingur. Sigríður Mogensen sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir úrskurðinn grafalvarlegan. „Hann er auðvitað fyrst og fremst vonbrigði. Í ljósi þess að við þurfum á meiri grænni orku að halda á Íslandi. Stjórnvöld eru auðvitað með mjög skýr og háleit markmið til að mynda um orkuskipti. Við þurfum á orku að halda fyrir framtíðaruppbyggingu í atvinnulífi og svo framvegis,“ segir Sigríður. Það tók Orkustofnun 19 mánuði að afgreiða umsókn Landsvirkjunar um virkjanaleyfi. Umsóknin stendur enn þrátt fyrir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar en það gæti tekið langan tíma að uppfylla þau skilyrði sem nefndin setur og á þessari stundu óvíst hvort það er yfirleitt hægt. Sigríður segir að tvöfalda þurfi raforkuframleiðslu á Íslandi á næstu tíu til tuttugu árum. Hverslags tafir væru ekki góðar fyrir samfélagið og hagkerfið allt. Stjórnvöldum hafi ekki auðnast að búa til umgjörð þannig að markmiðum þeirra í loftslagsmálum og um orkuskipti verði náð. „Þá má segja að stjórnvöld hafi að vissu leyti brugðist. Því miður ekki tekist að búa til umgjörð til að liðka fyrir þessum markmiðum.“ Það væri vísbending um að allt of margar hindranir væru í kerfi orkuöflunar í landinu. „Það þarf auðvitað að liðka fyrir orkuuppbyggingu á Íslandi. Það þarf að gera það vegna loftslagsmarkmiða stjórnvalda. En líka til að halda áfram að byggja hér upp öflugt samfélag,“ segir Sigríður Mogensen. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir fulltrúa Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar hafa fundað með fulltrúum umhverfis-, loftslags-, og auðlindaráðuneytis um málið strax í morgun. Málið væri í algjörum forgangi hjá stofnununum. Verið væri að greina þær tillögur sem komi fram í úrskurðinum og leiðirnar fram á við. „Í úrskurðinum koma fram ákveðin nýmæli sem skipta máli fyrir leyfisveitingar," segir Halla Hrund. Efnahagsmál Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Orkustofnun veitti Landsvirkjun leyfi fyrir Hvammsvirkjun hinn 7. desember í fyrra til að virkja allt að 95 megavött í Þjórsá, á landi Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Síðar nefnda sveitarfélagið, þar sem deilur höfðu verið mestar um virkjanaáformin, samþykkti virkjunina fyrir sitt leyti á fundi í fyrrakvöld en taka átti málið fyrir í Rangárþingi ytra á föstudag í næstu viku. Landsvirkjun hafði fyrirhugað að hefja undirbúningsframkvæmdir í næsta mánuði og eiginlegar virkjanaframkvæmdir í apríl á næsta ári. Það kom því mörgum á óvart þegar Úrskurðarnefnd umhverfis- og orkumála felldi úrskurðinn úr gildi seinni partinn í gær. Úrskurðurinn byggir á kærum nokkurra félaga, samtaka og einstaklinga, aðallega veiðifélaga og landeigenda en Landvernd var einnig meðal kærenda. Kærurnar bárust allar seint á síðasta ári og í byrjun þessa árs. Sigríður Mogensen hagfræðingur. Sigríður Mogensen sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir úrskurðinn grafalvarlegan. „Hann er auðvitað fyrst og fremst vonbrigði. Í ljósi þess að við þurfum á meiri grænni orku að halda á Íslandi. Stjórnvöld eru auðvitað með mjög skýr og háleit markmið til að mynda um orkuskipti. Við þurfum á orku að halda fyrir framtíðaruppbyggingu í atvinnulífi og svo framvegis,“ segir Sigríður. Það tók Orkustofnun 19 mánuði að afgreiða umsókn Landsvirkjunar um virkjanaleyfi. Umsóknin stendur enn þrátt fyrir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar en það gæti tekið langan tíma að uppfylla þau skilyrði sem nefndin setur og á þessari stundu óvíst hvort það er yfirleitt hægt. Sigríður segir að tvöfalda þurfi raforkuframleiðslu á Íslandi á næstu tíu til tuttugu árum. Hverslags tafir væru ekki góðar fyrir samfélagið og hagkerfið allt. Stjórnvöldum hafi ekki auðnast að búa til umgjörð þannig að markmiðum þeirra í loftslagsmálum og um orkuskipti verði náð. „Þá má segja að stjórnvöld hafi að vissu leyti brugðist. Því miður ekki tekist að búa til umgjörð til að liðka fyrir þessum markmiðum.“ Það væri vísbending um að allt of margar hindranir væru í kerfi orkuöflunar í landinu. „Það þarf auðvitað að liðka fyrir orkuuppbyggingu á Íslandi. Það þarf að gera það vegna loftslagsmarkmiða stjórnvalda. En líka til að halda áfram að byggja hér upp öflugt samfélag,“ segir Sigríður Mogensen. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir fulltrúa Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar hafa fundað með fulltrúum umhverfis-, loftslags-, og auðlindaráðuneytis um málið strax í morgun. Málið væri í algjörum forgangi hjá stofnununum. Verið væri að greina þær tillögur sem komi fram í úrskurðinum og leiðirnar fram á við. „Í úrskurðinum koma fram ákveðin nýmæli sem skipta máli fyrir leyfisveitingar," segir Halla Hrund.
Efnahagsmál Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55
Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10
Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35