Innlent

Láta aftur reyna á lög­mæti upp­greiðslu­gjalda ÍL-sjóðs

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
ÍL-sjóður varð til við uppskiptingu Íbúðalánasjóðs.
ÍL-sjóður varð til við uppskiptingu Íbúðalánasjóðs. Vísir/Hanna

Þrettán mál hafa verið þingfest fyrir Héraðsdómir Reykjavíkur þar sem menn hyggjast láta reyna á uppgreiðslugjald lána Íbúðalánasjóðs (ÍL-sjóðs). Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða rúm 12 prósent af eftirstöðum láns í uppgreiðslugjald.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Þar er rakið hvernig umrædd gjaldtaka hefur áður verið dæmd ólögmæt í héraðsdómi en þeirri ákvörðun snúið af Hæstarétti. Þá er bent á að fjárhagslegir hagsmunir ríkisins vegna málsins séu töluverðir.

Þórir Skarphéðinsson, annar tveggja lögmanna sem fara með málin, segir að nú eigi að láta á það reyna hvort ákvæði Íbúðalánasjóðs um uppgreiðslugjöld hafi verið lögmæt en þrátt fyrir að lög hafi verið sett árið 2013 þar sem meðal annars var kveðið á um að uppgreiðslugjöld mættu að hámarki vera eitt prósent af eftirstöðvum láns hefði fólk verið látið borga margfalt meira.

Hann nefndir sem dæmi hjón sem tóku yfir lán árið 2014 og greiddu 12,6 prósent í uppgreiðslugjald.

Þá segir Þórir fyrirætlanir fjármálaráðherra að leggja ÍL-sjóð niður vekja spurningar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×