Lokun rækjuvinnslunnar högg af stærri gerðinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2023 15:40 Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar. Vísir/Sigurjón Sveitarstjóri Strandabyggðar segir lokun rækjuvinnslunnar Hólmadrangs á Hólmavík högg af stærri gerðinni. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp. „En við erum vön ýmsu hér á Hólmavík og Strandabyggð og munum reyna að vinna úr þessari stöðu eins og hægt er með fulltrúum eigenda. En núna snýst þetta núna um að huga að starfsfólki og þeirra framtíð. Það er vert að þakka því starfsfólki fyrir góða vinnu og mikla hollustu í þeirra starfi,“ segir Þorgeir Pálsson sveitastjóri. Greint var frá lokuninni í tilkynningu frá Samherja en vinnslan var rekin af Snæfelli, dótturfélagi þess. Snæfell tók yfir rekstur rækjuvinnslunnar árið 2019 og kemur fram að rekstur Hólmadrangs hafi frá þeim tíma verið erfiður. Nam tap síðasta árs 205 milljónum samkvæmt ársreikningi en skortur á frystigeymslum og flutningskostnaður eru sögð hafa haft áhrif á reksturinn. Spurður hvort lokunin hafi verið viðbúin segir Þorgeir: „Nei, í rauninni ekki. Hitt er annað mál að markaðir hafa verið erfiðir, við sjáum það bara á vinnsludögum. En nei, ég átti ekki von á þessu, þó það séu auðvitað sveiflur í öllum rekstri,“ segir hann. Ekkert sé uppi á borði með nýtingu húss rækjuvinnslunnar í náinni framtíð. „Við erum bara að melta þessar fréttir núna,“ segir Þorgeir sem kveðst þó bjartsýnn á framhaldið. Að hans sögn lítur sumarið á Hólmavík lítur einnig mjög vel út. „Við gerum ráð fyrir verulegri traffík á tjaldsvæði sem tekur við fullt af fólki. Hér er alls konar afþreying og veitingahús, hvalaskoðun og svo framvegis. Þannig við búumst bara við mjög massívu sumri,“ segir Þorgeir að lokum. Strandabyggð Vinnumarkaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tuttugu missa vinnuna þegar rækjuvinnsla Hólmadrangs verður stöðvuð Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, hefur ákveðið að stöðva rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík um næstu mánaðarmót. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp. 14. júní 2023 14:05 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„En við erum vön ýmsu hér á Hólmavík og Strandabyggð og munum reyna að vinna úr þessari stöðu eins og hægt er með fulltrúum eigenda. En núna snýst þetta núna um að huga að starfsfólki og þeirra framtíð. Það er vert að þakka því starfsfólki fyrir góða vinnu og mikla hollustu í þeirra starfi,“ segir Þorgeir Pálsson sveitastjóri. Greint var frá lokuninni í tilkynningu frá Samherja en vinnslan var rekin af Snæfelli, dótturfélagi þess. Snæfell tók yfir rekstur rækjuvinnslunnar árið 2019 og kemur fram að rekstur Hólmadrangs hafi frá þeim tíma verið erfiður. Nam tap síðasta árs 205 milljónum samkvæmt ársreikningi en skortur á frystigeymslum og flutningskostnaður eru sögð hafa haft áhrif á reksturinn. Spurður hvort lokunin hafi verið viðbúin segir Þorgeir: „Nei, í rauninni ekki. Hitt er annað mál að markaðir hafa verið erfiðir, við sjáum það bara á vinnsludögum. En nei, ég átti ekki von á þessu, þó það séu auðvitað sveiflur í öllum rekstri,“ segir hann. Ekkert sé uppi á borði með nýtingu húss rækjuvinnslunnar í náinni framtíð. „Við erum bara að melta þessar fréttir núna,“ segir Þorgeir sem kveðst þó bjartsýnn á framhaldið. Að hans sögn lítur sumarið á Hólmavík lítur einnig mjög vel út. „Við gerum ráð fyrir verulegri traffík á tjaldsvæði sem tekur við fullt af fólki. Hér er alls konar afþreying og veitingahús, hvalaskoðun og svo framvegis. Þannig við búumst bara við mjög massívu sumri,“ segir Þorgeir að lokum.
Strandabyggð Vinnumarkaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tuttugu missa vinnuna þegar rækjuvinnsla Hólmadrangs verður stöðvuð Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, hefur ákveðið að stöðva rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík um næstu mánaðarmót. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp. 14. júní 2023 14:05 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Tuttugu missa vinnuna þegar rækjuvinnsla Hólmadrangs verður stöðvuð Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, hefur ákveðið að stöðva rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík um næstu mánaðarmót. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp. 14. júní 2023 14:05