Bellingham orðinn leikmaður Real Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2023 10:30 Orðinn leikmaður Real Madríd. Richard Heathcote/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Jude Bellingham er orðinn leikmaður Real Madríd. Gæti hann orðið dýrasti Englendingur sögunnar. Spænska stórveldið hefur fest kaup á enska ungstirninu fyrir 88,5 milljónir punda [15,5 milljarða íslenskra króna]. Vitað var að Bellingham væri á förum frá Borussia Dortmund í sumar og undanfarið hefur allt bent til þess að Real Madríd yrði fyrir valinu. Það hefur nú verið staðfest en á samfélagsmiðlum félagsins má sjá tilvitnun í lagið Hey Jude með Bítlunum áður en Bellingham er boðinn velkominn. Take a sad song and make it better. — Real Madrid C.F. (@realmadriden) June 14, 2023 Heildarverð leikmannsins gæti endað í 115 milljónum punda [20 milljörðum íslenskra króna] fari svo að Bellingham uppfylli öll árangurstengd ákvæði í samningi sínum við Real. Það myndi gera hann að dýrasti Englendingi sögunnar og næstdýrasta leikmanni Real frá upphafi á eftir Eden Hazard. Bellingham, sem verður tvítugur síðar í mánuðinum, skrifaði undir sex ára samning á Santiago Bernabéu í Madríd. Hann er fastamaður í enska A-landsliðinu, hefur spilað 24 leiki og skorað eitt mark. @BellinghamJude #HeyJude pic.twitter.com/Fm1Pw3brEs— Real Madrid C.F. (@realmadriden) June 14, 2023 Hann verður sjötti karlmaðurinn frá Englandi til að spila fyrir Real. Hinir fimm eru Lauri Cunningham [1979-84], Steve McManaman [1999-2003], David Beckham [2003-07], Michael Owen [2004-05] og Jonathan Woodgate [2004-07]. Þrátt fyrir ungan aldur verður Spánn þriðja landið sem Bellingham spilar í. Ferill hans hófst hjá Birmingham City í ensku B-deildinni. Þaðan lá leiðin til þýska stórliðsins Borussia Dortmund sumarið 2020 og nú til stórveldisins í Madríd. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Spænska stórveldið hefur fest kaup á enska ungstirninu fyrir 88,5 milljónir punda [15,5 milljarða íslenskra króna]. Vitað var að Bellingham væri á förum frá Borussia Dortmund í sumar og undanfarið hefur allt bent til þess að Real Madríd yrði fyrir valinu. Það hefur nú verið staðfest en á samfélagsmiðlum félagsins má sjá tilvitnun í lagið Hey Jude með Bítlunum áður en Bellingham er boðinn velkominn. Take a sad song and make it better. — Real Madrid C.F. (@realmadriden) June 14, 2023 Heildarverð leikmannsins gæti endað í 115 milljónum punda [20 milljörðum íslenskra króna] fari svo að Bellingham uppfylli öll árangurstengd ákvæði í samningi sínum við Real. Það myndi gera hann að dýrasti Englendingi sögunnar og næstdýrasta leikmanni Real frá upphafi á eftir Eden Hazard. Bellingham, sem verður tvítugur síðar í mánuðinum, skrifaði undir sex ára samning á Santiago Bernabéu í Madríd. Hann er fastamaður í enska A-landsliðinu, hefur spilað 24 leiki og skorað eitt mark. @BellinghamJude #HeyJude pic.twitter.com/Fm1Pw3brEs— Real Madrid C.F. (@realmadriden) June 14, 2023 Hann verður sjötti karlmaðurinn frá Englandi til að spila fyrir Real. Hinir fimm eru Lauri Cunningham [1979-84], Steve McManaman [1999-2003], David Beckham [2003-07], Michael Owen [2004-05] og Jonathan Woodgate [2004-07]. Þrátt fyrir ungan aldur verður Spánn þriðja landið sem Bellingham spilar í. Ferill hans hófst hjá Birmingham City í ensku B-deildinni. Þaðan lá leiðin til þýska stórliðsins Borussia Dortmund sumarið 2020 og nú til stórveldisins í Madríd. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira