Bellingham orðinn leikmaður Real Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2023 10:30 Orðinn leikmaður Real Madríd. Richard Heathcote/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Jude Bellingham er orðinn leikmaður Real Madríd. Gæti hann orðið dýrasti Englendingur sögunnar. Spænska stórveldið hefur fest kaup á enska ungstirninu fyrir 88,5 milljónir punda [15,5 milljarða íslenskra króna]. Vitað var að Bellingham væri á förum frá Borussia Dortmund í sumar og undanfarið hefur allt bent til þess að Real Madríd yrði fyrir valinu. Það hefur nú verið staðfest en á samfélagsmiðlum félagsins má sjá tilvitnun í lagið Hey Jude með Bítlunum áður en Bellingham er boðinn velkominn. Take a sad song and make it better. — Real Madrid C.F. (@realmadriden) June 14, 2023 Heildarverð leikmannsins gæti endað í 115 milljónum punda [20 milljörðum íslenskra króna] fari svo að Bellingham uppfylli öll árangurstengd ákvæði í samningi sínum við Real. Það myndi gera hann að dýrasti Englendingi sögunnar og næstdýrasta leikmanni Real frá upphafi á eftir Eden Hazard. Bellingham, sem verður tvítugur síðar í mánuðinum, skrifaði undir sex ára samning á Santiago Bernabéu í Madríd. Hann er fastamaður í enska A-landsliðinu, hefur spilað 24 leiki og skorað eitt mark. @BellinghamJude #HeyJude pic.twitter.com/Fm1Pw3brEs— Real Madrid C.F. (@realmadriden) June 14, 2023 Hann verður sjötti karlmaðurinn frá Englandi til að spila fyrir Real. Hinir fimm eru Lauri Cunningham [1979-84], Steve McManaman [1999-2003], David Beckham [2003-07], Michael Owen [2004-05] og Jonathan Woodgate [2004-07]. Þrátt fyrir ungan aldur verður Spánn þriðja landið sem Bellingham spilar í. Ferill hans hófst hjá Birmingham City í ensku B-deildinni. Þaðan lá leiðin til þýska stórliðsins Borussia Dortmund sumarið 2020 og nú til stórveldisins í Madríd. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Sjá meira
Spænska stórveldið hefur fest kaup á enska ungstirninu fyrir 88,5 milljónir punda [15,5 milljarða íslenskra króna]. Vitað var að Bellingham væri á förum frá Borussia Dortmund í sumar og undanfarið hefur allt bent til þess að Real Madríd yrði fyrir valinu. Það hefur nú verið staðfest en á samfélagsmiðlum félagsins má sjá tilvitnun í lagið Hey Jude með Bítlunum áður en Bellingham er boðinn velkominn. Take a sad song and make it better. — Real Madrid C.F. (@realmadriden) June 14, 2023 Heildarverð leikmannsins gæti endað í 115 milljónum punda [20 milljörðum íslenskra króna] fari svo að Bellingham uppfylli öll árangurstengd ákvæði í samningi sínum við Real. Það myndi gera hann að dýrasti Englendingi sögunnar og næstdýrasta leikmanni Real frá upphafi á eftir Eden Hazard. Bellingham, sem verður tvítugur síðar í mánuðinum, skrifaði undir sex ára samning á Santiago Bernabéu í Madríd. Hann er fastamaður í enska A-landsliðinu, hefur spilað 24 leiki og skorað eitt mark. @BellinghamJude #HeyJude pic.twitter.com/Fm1Pw3brEs— Real Madrid C.F. (@realmadriden) June 14, 2023 Hann verður sjötti karlmaðurinn frá Englandi til að spila fyrir Real. Hinir fimm eru Lauri Cunningham [1979-84], Steve McManaman [1999-2003], David Beckham [2003-07], Michael Owen [2004-05] og Jonathan Woodgate [2004-07]. Þrátt fyrir ungan aldur verður Spánn þriðja landið sem Bellingham spilar í. Ferill hans hófst hjá Birmingham City í ensku B-deildinni. Þaðan lá leiðin til þýska stórliðsins Borussia Dortmund sumarið 2020 og nú til stórveldisins í Madríd. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Sjá meira