Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2023 15:33 Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði. stjórnarráðið Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í morgun. Innrás Rússa var til umræðu og ræddi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þá ákvörðun sína að leggja niður starfsemina í sendiráði Íslands í Moskvu sem tilkynnt var um í liðinni viku. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að árlegur sumarfundur í samstarfi ráðherrana hafi farið fram hér á landi þar sem Ísland er í formennsku norrænnar samvinnu í ár, þar á meðal í utanríkispólitísku samstarfi Norðurlanda. „Þótt Ísland sé eina ríki Norðurlanda sem ákveðið hefur að leggja niður starfsemina í sendiráði sínu í Moskvu hafa öll Norðurlöndin gripið til aðgerða gagnvart rússneskum diplómötum í höfuðborgum sínum,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu. „Hér eftir sem hingað til er gagnlegt að ræða hvernig hin norrænu ríkin nálgast samskiptin við Rússland en ekki síður var gott að finna þann stuðning sem ríkir um samstarf Norðurlanda við þessar aðstæður, til dæmis á sviði borgaraþjónustu en samkvæmt Helsingforssamningnum veita Norðurlöndin gagnkvæma aðstoð í borgaraþjónustumálum,“ segir hún ennfremur. Ráðherrarnir heimsóttu útsýnispallinn á Bolafjalli. Á einu máli um stuðning við konur í Afganistan Til umræðu var áróður og upplýsingaóreiða Rússlands utan Vesturlanda og hvernig megi koma í veg fyrir hana. Samskiptin við Kína voru einnig til umræðu. Ráðherrarnir ræddu þá ástandið í Afganistan en frá því að talibanar náðu völdum þar á ný fyrir tæpum tveimur árum hafa þeir hert tökin og þrengt að réttindum borgara í landinu, sérstaklega kvenna og stúlkna. „Þrátt fyrir að ástand mannúðarmála sé óvíða verra en í Afganistan hefur gengið mjög erfiðlega að afla framlaga til lífsbjargandi aðstoðar þar. Til að bæta gráu ofan á svart er hjálpar- og mannúðarsamtökum gert nánast ómögulegt að starfa í landinu, nú síðast með banni talibana við þátttöku kvenna í starfi slíkra samtaka. Við ráðherrarnir vorum á einu máli að Norðurlöndin yrðu að nota rödd sína og áhrif til að styðja við konur og stúlkur í Afganistan. Hvað sem okkur kann að finnast um ömurleg stjórnvöld í landinu má fólkið þar ekki gleymast,“ segir Þórdís Kolbrún Nothing like our Nordic friendship With @Haavisto @thordiskolbrun @larsloekke on Iceland for meeting of Nordic FM. But we miss you @AHuitfeldt pic.twitter.com/VmhwyOW6B5— Tobias Billström (@TobiasBillstrom) June 12, 2023 Alþingi Utanríkismál Afganistan Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norðurlandaráð Norðurslóðir Tengdar fréttir Staðarráðnum starfsmönnum og leigunni sagt upp Fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu verður sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá er gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað verði sagt upp. 13. júní 2023 07:54 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að árlegur sumarfundur í samstarfi ráðherrana hafi farið fram hér á landi þar sem Ísland er í formennsku norrænnar samvinnu í ár, þar á meðal í utanríkispólitísku samstarfi Norðurlanda. „Þótt Ísland sé eina ríki Norðurlanda sem ákveðið hefur að leggja niður starfsemina í sendiráði sínu í Moskvu hafa öll Norðurlöndin gripið til aðgerða gagnvart rússneskum diplómötum í höfuðborgum sínum,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu. „Hér eftir sem hingað til er gagnlegt að ræða hvernig hin norrænu ríkin nálgast samskiptin við Rússland en ekki síður var gott að finna þann stuðning sem ríkir um samstarf Norðurlanda við þessar aðstæður, til dæmis á sviði borgaraþjónustu en samkvæmt Helsingforssamningnum veita Norðurlöndin gagnkvæma aðstoð í borgaraþjónustumálum,“ segir hún ennfremur. Ráðherrarnir heimsóttu útsýnispallinn á Bolafjalli. Á einu máli um stuðning við konur í Afganistan Til umræðu var áróður og upplýsingaóreiða Rússlands utan Vesturlanda og hvernig megi koma í veg fyrir hana. Samskiptin við Kína voru einnig til umræðu. Ráðherrarnir ræddu þá ástandið í Afganistan en frá því að talibanar náðu völdum þar á ný fyrir tæpum tveimur árum hafa þeir hert tökin og þrengt að réttindum borgara í landinu, sérstaklega kvenna og stúlkna. „Þrátt fyrir að ástand mannúðarmála sé óvíða verra en í Afganistan hefur gengið mjög erfiðlega að afla framlaga til lífsbjargandi aðstoðar þar. Til að bæta gráu ofan á svart er hjálpar- og mannúðarsamtökum gert nánast ómögulegt að starfa í landinu, nú síðast með banni talibana við þátttöku kvenna í starfi slíkra samtaka. Við ráðherrarnir vorum á einu máli að Norðurlöndin yrðu að nota rödd sína og áhrif til að styðja við konur og stúlkur í Afganistan. Hvað sem okkur kann að finnast um ömurleg stjórnvöld í landinu má fólkið þar ekki gleymast,“ segir Þórdís Kolbrún Nothing like our Nordic friendship With @Haavisto @thordiskolbrun @larsloekke on Iceland for meeting of Nordic FM. But we miss you @AHuitfeldt pic.twitter.com/VmhwyOW6B5— Tobias Billström (@TobiasBillstrom) June 12, 2023
Alþingi Utanríkismál Afganistan Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norðurlandaráð Norðurslóðir Tengdar fréttir Staðarráðnum starfsmönnum og leigunni sagt upp Fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu verður sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá er gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað verði sagt upp. 13. júní 2023 07:54 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Staðarráðnum starfsmönnum og leigunni sagt upp Fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu verður sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá er gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað verði sagt upp. 13. júní 2023 07:54
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?