Reuters greinir frá. Slysið átti sér stað í gær þegar eldur kviknaði í olíubíl sem var á ferð á vegi undir brúnni. Mikill hiti myndaðist sem varð til þess að brúin hrundi.
Upptök eldsvoðans hafa ekki verið staðfest. Lík fannst í dag í björgunaraðgerðum við rústirnar.
Greint var frá því að uppbygging nýrrar brúar kæmi til með að taka nokkra mánuði og að talsverð truflun á samgöngum verði á svæðinu meðan á framkvæmdunum stendur.
I-95 liggur frá Miami-ríki til landamæra Bandaríkjanna við Kanada í Maine-ríki. 160 þúsund bifvélar keyra veginn dag hvern.
JUST IN: Section of I-95 in Philadelphia collapses after tanker truck underneath it catches fire pic.twitter.com/k07yM3Gv8H
— BNO News (@BNONews) June 11, 2023