Fjögur börn fundust eftir fjörutíu daga í frumskóginum Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. júní 2023 08:43 Hermenn kólumbíska hersins stilla sér upp fyrir mynd með börnunum eftir að þau fundust heil á húfi í regnskóginum. AP Fjögur börn sem hafa vafrað allslaus í Amazon-regnkóginum í Kólumbíu undanfarna fjörutíu daga eftir flugslys fundust heil á húfi í gær. Börnin eru systkini en þau enduðu í skóginum þegar Cessna-flugvél sem þau ferðuðust með fórst í skóginum 1. maí. Fljótlega eftir flugslysið fundust lík af móður barnanna, ættingja þeirra og flugmanni flugvélarinnar. Síðan þá hafa fjölmennar leitaraðgerðir staðið yfir. Börnin eru af hinum innfædda Huitoto-ættbálk og eru á nokkuð breiðu aldursbili, eitt þeirra er ellefu mánaða ungabarn en hin eru fjögurra, níu og þrettán ára gömul. Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, fagnaði björgun barnanna á Twitter í gær en hann var þá nýkominn frá Kúbu þar sem hann skrifaði undir vopnahlé milli Kólumbíu og marxísk-leníníska skæruliðahersins ELN. ¡Una alegría para todo el país! Aparecieron con vida los 4 niños que estaban perdidos hace 40 días en la selva colombiana. pic.twitter.com/cvADdLbCpm— Gustavo Petro (@petrogustavo) June 9, 2023 Petro getur andað léttar eftir að hafa ranglega greint frá því 18. maí að börnin væru fundin. Börnin voru hífð upp í þyrlu kólumbíska flughersins þar sem það var ógerlegt að lenda í þéttum skóginum. Þau voru síðan flutt til San Jose del Guaviare, þorps á jaðri regnskógarins, og þaðan á spítala í Bogotá. Ekki hefur enn verið greint frá því hvernig þeim tókst að lifa af svo lengi ein í skóginum. Petro sagði börnin veikburða og að þau hefðu verið flutt á spítala. Þá vonaðist hann til að geta hitt þau á sunnudag og sagði að saga þeirra muni lifa í sögubókunum. Þyrla hersins tekur af stað frá herstöð í Calamar í Kólumbíu.AP/Fernando Vergara Fullorðna fólkið látið en börnin hvergi sjáanleg Slysið átti sér stað að morgni 1. maí þegar einhreyfla Cessna-flugvél, sem var á leið frá þorpinu Araracuara til San Jose del Guaviare, með sex farþegum og flugmanni sendi út neyðarkall vegna vélarbilunar. Skömmu síðar hvarf flugvélin af ratsjám og hófst þá leit að vélinni og mögulegum eftirlifendum slyssins. Tveimur vikum eftir slysið, þann 16. maí, fann leitarhópur flugvélina í þéttvöxnum hluta regnskógarins og þá fundust lík þriggja fullorðinna. Börnin voru hins vegar hvergi sjáanleg. Hermaður stendur fyrir framan flugvélahræ Cessna-vélarinnar sem hrapaði í Amazon-regnskóginum.AP Amman talaði til þeirra á meðan herinn leitaði Kólumbíski herinn hóf þá leit og var 150 hermönnum flogið á svæðið með leitarhunda. Tugir sjálfboðaliða frá innfæddum ættbálkum hjálpuðu einnig við leitina. Á meðan á leitinni stóð var matarboxum og vatnsflöskum kastað niður úr flugvélum í von um að börnin gætu lifað á þeim. Einnig var einblöðungum í þúsundatali varpað úr flugvélum með leiðbeiningum til barnanna um að halda kyrru fyrir á einum stað til að auðvelda björgun þeirra. Þá notuðu björgunarsveitirnar hátalara til að spila skilaboð fyrir börnin frá ömmu þeirra um að halda kyrru fyrir. Ekki er vitað hvar nákvæmlega börnin fundust en leitarhópur höfðu verið að leita í fjögurra og hálfs kílómetra radíus frá staðnum þar sem flugvélin fannst. Eftir því sem gekk á leitina fundu hermennirnir vísbendingar sem bentu til þess að börnin væru enn á lífi, fótspor, barnapela, bleyjur og hálfétna ávexti. „Frumskógurinn bjargaði þeim“ Eftir að leit að börnunum hafði staðið yfir í nokkra daga fór af stað orðrómur um að vitað væri hvar börnin væru niðurkomin. Forsetinn skrifaði þá á Twitter að börnin væru fundin en var fljótur að eyða færslunni. Hann bar fyrir sig að hann hefði fengið rangar upplýsingar frá undirmönnum sínum. Hermenn kólumbíska hersins sinna börnunum sem voru illa á sig komin eftir 40 daga og 40 nætur í skóginum.AP Á föstudag, eftir að búið var að finna börnin, sagði forsetinn að hann hefði um tíma haldið að börnunum hefði verið bjargað af einum af hirðingjaættbálkunum sem ferðast um afskekkta hluta skógarins og eiga í litlum samskiptum við yfirvöld. Petro sagði að það hefði verið einn af leitarhundum hersins sem hefði komist á spor barnanna. Fulltrúar hersins segja að af því að börnin eru af Huitoto-ættbálkingum þá hafi elsta barnið í hópnum haft þekkingu á því hvernig eigi að lifa af í regnskóginum. „Frumskógurinn bjargaði þeim,“ sagði Petro. „Þau eru börn frumskógarins og nú eru þau líka börn Kólumbíu.“ Fréttir af flugi Kólumbía Tengdar fréttir Fjögur börn lifðu af flugslys og tvær vikur í óbyggðum Yfirvöld í Kólumbíu hafa fundið fjögur börn sem voru týnd í Amazon-frumskóginum í sextán daga eftir flugslys. Móðir barnanna lést í slysinu sem og bæði flugmaður og aðstoðarflugmaður vélarinnar. 18. maí 2023 15:16 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Börnin eru systkini en þau enduðu í skóginum þegar Cessna-flugvél sem þau ferðuðust með fórst í skóginum 1. maí. Fljótlega eftir flugslysið fundust lík af móður barnanna, ættingja þeirra og flugmanni flugvélarinnar. Síðan þá hafa fjölmennar leitaraðgerðir staðið yfir. Börnin eru af hinum innfædda Huitoto-ættbálk og eru á nokkuð breiðu aldursbili, eitt þeirra er ellefu mánaða ungabarn en hin eru fjögurra, níu og þrettán ára gömul. Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, fagnaði björgun barnanna á Twitter í gær en hann var þá nýkominn frá Kúbu þar sem hann skrifaði undir vopnahlé milli Kólumbíu og marxísk-leníníska skæruliðahersins ELN. ¡Una alegría para todo el país! Aparecieron con vida los 4 niños que estaban perdidos hace 40 días en la selva colombiana. pic.twitter.com/cvADdLbCpm— Gustavo Petro (@petrogustavo) June 9, 2023 Petro getur andað léttar eftir að hafa ranglega greint frá því 18. maí að börnin væru fundin. Börnin voru hífð upp í þyrlu kólumbíska flughersins þar sem það var ógerlegt að lenda í þéttum skóginum. Þau voru síðan flutt til San Jose del Guaviare, þorps á jaðri regnskógarins, og þaðan á spítala í Bogotá. Ekki hefur enn verið greint frá því hvernig þeim tókst að lifa af svo lengi ein í skóginum. Petro sagði börnin veikburða og að þau hefðu verið flutt á spítala. Þá vonaðist hann til að geta hitt þau á sunnudag og sagði að saga þeirra muni lifa í sögubókunum. Þyrla hersins tekur af stað frá herstöð í Calamar í Kólumbíu.AP/Fernando Vergara Fullorðna fólkið látið en börnin hvergi sjáanleg Slysið átti sér stað að morgni 1. maí þegar einhreyfla Cessna-flugvél, sem var á leið frá þorpinu Araracuara til San Jose del Guaviare, með sex farþegum og flugmanni sendi út neyðarkall vegna vélarbilunar. Skömmu síðar hvarf flugvélin af ratsjám og hófst þá leit að vélinni og mögulegum eftirlifendum slyssins. Tveimur vikum eftir slysið, þann 16. maí, fann leitarhópur flugvélina í þéttvöxnum hluta regnskógarins og þá fundust lík þriggja fullorðinna. Börnin voru hins vegar hvergi sjáanleg. Hermaður stendur fyrir framan flugvélahræ Cessna-vélarinnar sem hrapaði í Amazon-regnskóginum.AP Amman talaði til þeirra á meðan herinn leitaði Kólumbíski herinn hóf þá leit og var 150 hermönnum flogið á svæðið með leitarhunda. Tugir sjálfboðaliða frá innfæddum ættbálkum hjálpuðu einnig við leitina. Á meðan á leitinni stóð var matarboxum og vatnsflöskum kastað niður úr flugvélum í von um að börnin gætu lifað á þeim. Einnig var einblöðungum í þúsundatali varpað úr flugvélum með leiðbeiningum til barnanna um að halda kyrru fyrir á einum stað til að auðvelda björgun þeirra. Þá notuðu björgunarsveitirnar hátalara til að spila skilaboð fyrir börnin frá ömmu þeirra um að halda kyrru fyrir. Ekki er vitað hvar nákvæmlega börnin fundust en leitarhópur höfðu verið að leita í fjögurra og hálfs kílómetra radíus frá staðnum þar sem flugvélin fannst. Eftir því sem gekk á leitina fundu hermennirnir vísbendingar sem bentu til þess að börnin væru enn á lífi, fótspor, barnapela, bleyjur og hálfétna ávexti. „Frumskógurinn bjargaði þeim“ Eftir að leit að börnunum hafði staðið yfir í nokkra daga fór af stað orðrómur um að vitað væri hvar börnin væru niðurkomin. Forsetinn skrifaði þá á Twitter að börnin væru fundin en var fljótur að eyða færslunni. Hann bar fyrir sig að hann hefði fengið rangar upplýsingar frá undirmönnum sínum. Hermenn kólumbíska hersins sinna börnunum sem voru illa á sig komin eftir 40 daga og 40 nætur í skóginum.AP Á föstudag, eftir að búið var að finna börnin, sagði forsetinn að hann hefði um tíma haldið að börnunum hefði verið bjargað af einum af hirðingjaættbálkunum sem ferðast um afskekkta hluta skógarins og eiga í litlum samskiptum við yfirvöld. Petro sagði að það hefði verið einn af leitarhundum hersins sem hefði komist á spor barnanna. Fulltrúar hersins segja að af því að börnin eru af Huitoto-ættbálkingum þá hafi elsta barnið í hópnum haft þekkingu á því hvernig eigi að lifa af í regnskóginum. „Frumskógurinn bjargaði þeim,“ sagði Petro. „Þau eru börn frumskógarins og nú eru þau líka börn Kólumbíu.“
Fréttir af flugi Kólumbía Tengdar fréttir Fjögur börn lifðu af flugslys og tvær vikur í óbyggðum Yfirvöld í Kólumbíu hafa fundið fjögur börn sem voru týnd í Amazon-frumskóginum í sextán daga eftir flugslys. Móðir barnanna lést í slysinu sem og bæði flugmaður og aðstoðarflugmaður vélarinnar. 18. maí 2023 15:16 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Fjögur börn lifðu af flugslys og tvær vikur í óbyggðum Yfirvöld í Kólumbíu hafa fundið fjögur börn sem voru týnd í Amazon-frumskóginum í sextán daga eftir flugslys. Móðir barnanna lést í slysinu sem og bæði flugmaður og aðstoðarflugmaður vélarinnar. 18. maí 2023 15:16