Allra augu á boðuðum ráðherrakapal: „Ég hef ekki hugmynd um það“ Árni Sæberg skrifar 9. júní 2023 21:31 Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekkert um það hvenær hún verður dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa hugmynd um það hvenær hún tekur við embætti dómsmálaráðherra, sem henni var lofað í kjölfar myndunar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Tiltölulega átakalitlu vorþingi lauk í dag, sem þó náði að afgreiða fjölda mála. Nú þegar þingið fer í sumarleyfi beinist athyglin að ráðherrakapal Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Við myndun ríkisstjórnarinnar var það ákveðið að Jón Gunnarsson myndi gegna embætti dómsmálaráðherra fyrstu átján mánuði kjörtímabilsins en Guðrún Hafsteinsdóttir myndi svo taka við af honum. Þar með yrði Guðrún eini ráðherra Sjálfstæðisflokksins úr suðurkjördæmi. Nú þegar átján mánuðir og tólf dagar eru frá því að önnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum, situr Jón Gunnarsson sem fastast í stól dómsmálaráðherra. Veist þú eitthvað hvenær það gæti gerst? Bjarni sagði að það mundi gerast á næstu dögum. „Nei, ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Guðrún. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2: Hún segist þó ekki efast um það að hún fá dómsmálaráðuneytið á endanum, enda hafi aldrei verið talað um neitt annað. Hún geti þó gengið í hvaða verkefni sem er og treysti sér til þess. Sveitungar orðnir óþreyjufullir Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur skorað á formann flokksins, Bjarna Benediktsson, að „efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra“. Ég verð að lýsa þakklæti yfir félögum mínum í kjördæminu. Ég vissi nú ekki af því að þetta stæði til en það lýsir auðvitað óþreyju fólks og Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi eftir þessu loforði, að það verði staðið við það,“ segir Guðrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Tiltölulega átakalitlu vorþingi lauk í dag, sem þó náði að afgreiða fjölda mála. Nú þegar þingið fer í sumarleyfi beinist athyglin að ráðherrakapal Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Við myndun ríkisstjórnarinnar var það ákveðið að Jón Gunnarsson myndi gegna embætti dómsmálaráðherra fyrstu átján mánuði kjörtímabilsins en Guðrún Hafsteinsdóttir myndi svo taka við af honum. Þar með yrði Guðrún eini ráðherra Sjálfstæðisflokksins úr suðurkjördæmi. Nú þegar átján mánuðir og tólf dagar eru frá því að önnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum, situr Jón Gunnarsson sem fastast í stól dómsmálaráðherra. Veist þú eitthvað hvenær það gæti gerst? Bjarni sagði að það mundi gerast á næstu dögum. „Nei, ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Guðrún. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2: Hún segist þó ekki efast um það að hún fá dómsmálaráðuneytið á endanum, enda hafi aldrei verið talað um neitt annað. Hún geti þó gengið í hvaða verkefni sem er og treysti sér til þess. Sveitungar orðnir óþreyjufullir Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur skorað á formann flokksins, Bjarna Benediktsson, að „efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra“. Ég verð að lýsa þakklæti yfir félögum mínum í kjördæminu. Ég vissi nú ekki af því að þetta stæði til en það lýsir auðvitað óþreyju fólks og Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi eftir þessu loforði, að það verði staðið við það,“ segir Guðrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira