Fáir úti á götu og heimsendabragur yfir borginni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2023 20:59 Nanna segir að ástandið hafi verið sérstaklega slæmt á miðvikudaginn. stöð 2 Íslendingur sem staddur er í New York segir heimsendabrag yfir borginni. Fáir eru á ferli og varla sést til sólar vegna þykks reykmakkar sem hefur legið yfir austurhluta Bandaríkjanna síðustu daga. Borgin sem aldrei sefur hefur legið í hálfgerðum dvala síðustu daga en appelsínugul slikja hefur hulið borgina þar sem þykkur reykmökkur hefur legið yfir austurhluta Bandaríkjanna vegna gróðurelda í Kanada og ástandið verið verulega slæmt í New York. „Maður sá ekki sólina“ Nanna Guðrún Sigurðardóttir, starfsmaður Fréttastofunnar er stödd í borginni þar sem hún sækir tónlistarhátíð sem fram fer um helgina. Hún segir mengunina hafa verið rosalega, sérstaklega á miðvikudaginn þegar loftmengun mældist hættuleg og langt yfir heilsuverndarmörkum. „Það var bara allt gult úti, fátt á götunum og pínu heimsendafílingur yfir borginni. Maður sá ekki sólina og ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ég hef komið nokkrum sinnum til New York þannig þetta var sérstakt að upplifa þetta.“ Andþyngsli og mengunarlykt Fólki hefur verið ráðið frá því að vera úti eins og kostur er og hvatt til að bera grímur. Flugi og íþróttaleikjum hefur verið frestað og um tíma var tvísýnt hvort af tónlistarhátíðinni yrði. Nanna segir að þegar mengunin hafi verið sem mest hafi hún fundið fyrir andþyngslum eftir nokkra klukkustunda útiveru og ertingu í augum og hálsi. Þá hafi mengunarlykt legið yfir borginni. Töluverð umfjöllun hafi verið um ástandið í bandarískum fjölmiðlum og mengunin á allra vörum. „Við erum búin að vera með kveikt á sjónvarpinu og allir að fjalla um þetta. Þetta var svo gult og klikkað.“ Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Íslendingar erlendis Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Borgin sem aldrei sefur hefur legið í hálfgerðum dvala síðustu daga en appelsínugul slikja hefur hulið borgina þar sem þykkur reykmökkur hefur legið yfir austurhluta Bandaríkjanna vegna gróðurelda í Kanada og ástandið verið verulega slæmt í New York. „Maður sá ekki sólina“ Nanna Guðrún Sigurðardóttir, starfsmaður Fréttastofunnar er stödd í borginni þar sem hún sækir tónlistarhátíð sem fram fer um helgina. Hún segir mengunina hafa verið rosalega, sérstaklega á miðvikudaginn þegar loftmengun mældist hættuleg og langt yfir heilsuverndarmörkum. „Það var bara allt gult úti, fátt á götunum og pínu heimsendafílingur yfir borginni. Maður sá ekki sólina og ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ég hef komið nokkrum sinnum til New York þannig þetta var sérstakt að upplifa þetta.“ Andþyngsli og mengunarlykt Fólki hefur verið ráðið frá því að vera úti eins og kostur er og hvatt til að bera grímur. Flugi og íþróttaleikjum hefur verið frestað og um tíma var tvísýnt hvort af tónlistarhátíðinni yrði. Nanna segir að þegar mengunin hafi verið sem mest hafi hún fundið fyrir andþyngslum eftir nokkra klukkustunda útiveru og ertingu í augum og hálsi. Þá hafi mengunarlykt legið yfir borginni. Töluverð umfjöllun hafi verið um ástandið í bandarískum fjölmiðlum og mengunin á allra vörum. „Við erum búin að vera með kveikt á sjónvarpinu og allir að fjalla um þetta. Þetta var svo gult og klikkað.“
Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Íslendingar erlendis Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira