Erlent

Átta leik­skóla­börn stungin með hníf í Annecy

Atli Ísleifsson skrifar
Úr almenningsgarðinum Jardins de l'Europeí Annecy.
Úr almenningsgarðinum Jardins de l'Europeí Annecy. Getty

Átta börn særðust í stunguárás í frönsku borginni Annecy í austurhluta landsins í morgun. Þrjú barnanna eru sögð vera í lífshættu. 

Franska blaðið Le Dauphine greinir frá því að mikill viðbúnaður lögreglu og hermanna sé á staðnum.

Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklandi, segir í tísti að fjöldi barna hafi særst í hnífaárás á torgi í Annecy. Þá segir hann að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn vegna skjótra viðbragða lögreglu.

Í frönskum fjölmiðlum kemur fram að árásarmaðurinn hafi verið sýrlenskur hælisleitandi, 45 ára að aldri.

Fram kemur að börnin hafi verið hluti af hóp frá leikskólanum Quai Jules-Philippe sem hafi verið staddur í Jardins de l'Europe þar sem árásin var gerðklukkan 9:45 að staðartíma, um 7:45 að íslenskum tíma.

Börnin eru sögð vera um þriggja ára að aldri.

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×