Fótbolti

Tuchel vill selja Mané og Sané

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sadio Mané gæti verið á förum frá Bayern München.
Sadio Mané gæti verið á förum frá Bayern München. getty/Stefan Matzke

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, ætlar að hrista verulega upp í leikmannahópi Þýskalandsmeistaranna í sumar.

Samkvæmt Bild vill Tuchel selja sjö leikmenn frá Bayern. Á sölulistanum er meðal annars Sadio Mané sem Bayern keypti frá Liverpool í fyrra.

Tveir aðrir kantmenn eru á sölulistanum; Serge Gnabry og Leroy Sané sem eru samherjar í þýska landsliðinu. Tuchel vill einnig selja Bouna Sarr, Alexander Nubel, Marcel Sabitzer og Benjamin Pavard.

Bayern greiddi Liverpool 35 milljónir punda fyrir Mané síðasta sumar. Senegalinn skoraði tólf mörk í 38 leikjum í öllum keppnum fyrir Bæjara á nýafstöðnu tímabili.

Hann kom sér líka í fréttirnar fyrir að kýla Sané í andlitið eftir að Bayern tapaði fyrir Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Hann var í kjölfarið sektaður og settur í bann af Bayern.

Bayern varð þýskur meistari ellefta árið í röð um þarsíðustu helgi. Á ýmsu gekk hins vegar hjá félaginu í vetur. Julian Nagelsmann var rekinn sem stjóri liðsins í vor og Tuchel ráðinn í hans stað. Korteri eftir að tímabilinu lauk voru svo Olivier Kahn og Hasan Salihamidzic reknir frá Bayern. Kahn var framkvæmdastjóri félagsins og Sali­hamidzic yfirmaður knattspyrnumála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×