Fótbolti

Goð­sögnum sagt upp störfum hjá Bayern: Tryggðu sér titilinn í dag

Aron Guðmundsson skrifar
Hasan Salihamidzic og Oliver Kahn starfa ekki lengur hjá Bayern Munchen
Hasan Salihamidzic og Oliver Kahn starfa ekki lengur hjá Bayern Munchen Vísir/Getty

Bayern Munchen tryggði sér í dag Þýska­land­smeistara­titilinn í knatt­spyrnu eftir ó­trú­lega at­burða­rás í leikjum dagsins í Þýska­landi. Hins vegar var ekki langt um liðið frá titil­fögnuðinum þegar að yfir­lýsing barst frá Bæjara­landi.

Þjónustu goð­sagna fé­lagsins, þeim Oli­ver Kahn sem sinnti hlut­verki fram­kvæmda­stjóra þess og Hasan Sali­hamidzic yfir­manni knatt­spyrnu­mála, er ekki lengur óskað.

Þetta kom fram í yfir­lýsingu frá Bayern Munchen að­eins nokkrum klukku­stundum eftir að liðið hafði tryggt sér Þýska­land­smeistaratitilinn.

Jan-Christian Dreesen mun taka yfir hlut­verk Kahn sem fram­kvæmda­stjóri fé­lagsins en leit að eftir­manni Sali­hamidzic stendur nú yfir.

Það hefur mikið gengið á hjá Bayern Munchen á yfir­standandi tíma­bili. Knatt­spyrnu­stjóranum Juli­an Nagels­mann var fyrr á tíma­bilinu sagt upp störfum og tók Thomas Tuchel við stjórnar­taumunum.

Bayern lenti hins vegar í basli með úr­slit í þýsku úr­vals­deildinni og hafði ekki ör­lögin í sínum eigin höndum fyrir loka­um­ferð deildarinnar í dag.

Dort­mund, sem hafði ör­lögin í sínum höndum, mis­tókst hins vegar að gera sér mat út því. Liðið gerði 2-2 jafn­tefli við Mainz á heima­velli og Bayern Munchen greip gæsina, vann 2-1 sigur á úti­velli gegn Köln og tryggði sér um leið efsta sæti þýsku úr­vals­deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×