Fótbolti

Ríkis­sjóðurinn sem á New­cast­le kaupir liðið hans Ron­aldo og þrjú önnur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ronaldo og félagar hafa fengið nýjan eiganda.
Ronaldo og félagar hafa fengið nýjan eiganda. Mohammed Saad/Getty Images

PIF, opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu, hefur fest kaup á fjórum stærstu liðum landsins. Á þetta að stuðla að því að fá stærstu nöfn knattspyrnunnar til Sádi-Arabíu.

PIF á sem stendur 80 prósent í enska knattspyrnufélaginu Newcastle United. Endaði það í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og mun leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Nú hefur PIF fest kaup á Al-Ittihad, Al-Nassr og Al-Hilal. Um er að ræða þau þrjú lið sem enduðu í efstu þremur sætum deildarinnar á nýafstöðnu tímabili og svo Al-Hilal sem er eitt frægasta lið landsins.

Cristiano Ronaldo spilar fyrir Al-Nassr og talið er að Karim Benzema, fyrrverandi framherji Real Madríd, sé á leið til Al-Ittihad. Einnig hefur Lionel Messi verið orðaður við Al-Hilal.

Íþróttablaðamaðurinn Colin Millar líkir kaupunum við golfmótaröðina LIV sem hefur skapað mikinn usla í golfheiminum undanfarna mánuði.

Talið er að kaup PIF á liðunum fjórum, sem og líkurnar á að stórstjörnur gangi til liðs við félögin, muni auka auglýsingatekjur hennar til muna sem og markaðsvirði félaganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×