Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. júní 2023 19:34 Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. Samningafundi fulltrúa BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs á öðrum tímanum í nótt eftir að fundað hafði verið í um 13 klukkustundir. Í dag hófust því áframhaldandi og stigvaxandi verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB. Fjöldi fólks varð fyrir vonbrigðum í dag þegar það ætlaði að bregða sér í sund en kom að lokuðum dyrum.Vísir/Sigurjón Verkfallsverðir stóðu vaktina við Lágafellslaug í Mosfellsbæ þegar fréttastofu bar að garði og varð vitni að fjölmörgum sem höfðu hugsað sér að skella sér í ræktina eða sund en komu að læstum dyrum. „Við eigum ekki að þurfa að standa hér. Það á bara að semja,“ segir Ólöf Ásta Karlsdóttir, yfirvaktstjóri í Lágafellslaug. „Að þurfa að loka þessu mannvirki er bara lýðheilsumál og bara fáránlegt að það skuli ekki vera búið að semja.“ Ólöf Ásta Karlsdóttir, yfirvaktstjóri í Lágafellslaug segir hljóðið í fólki þungt. Vísir/Sigurjón Það var líka lokað í leikskólanum við hliðina á sundlauginni en þar komu foreldrar einnig að læstum dyrum. „Ég misskildi póstinn,“ sagði Kristín Lilja Jónsdóttir sem var mætt með tveggja ára dóttur sína á leikskólann. Ég hélt að það væri opið eftir klukkan tólf en það er lokað í allan dag. Kristín segir áhrif verkfallsins hafa mjög mikil áhrif á sínu heimili og segist ekki vita hvernig eigi að leysa flækjuna næstu daga. „Við erum bæði í fullu starfi og eigum að vinna frá átta til fjögur en við verðum að vera heima. Við verðum bara að reyna taka einn dag i einu.“ Annað barnið mætir fyrir hádegi og hitt eftir hádegi Í Kópavogi er einnig uppi flókin staða hjá fjölmörgum foreldrum og þau Joaquin Páll Palomares og Vera Panitch eru gott dæmi um það. 4 ára tvíburarnir þeirra, Gabríel Þór og Klara Sól, eru á sömu deild í leikskólanum en fá ekki að mæta á sama tíma. Gabríel Þór, fjögurra ára, fékk að mæta í leikskólann eftir hádegi en þá þurfti tvíburasystir hans, Klara Sól að fara heim. Vísir/Arnar „Það er búið að skipta deildinni upp í tvo hópa og það er farið eftir stafrófsröð sem þýðir að þau eru í sitthvorum hópnum,” útskýrir Joaquin Páll. „Þannig eitt barnið er í skólanum fyrir hádegi og hitt barnið bíður heima. Og svo er skipt eftir hádegi. Þá fer hitt barnið í leikskólann og hitt barnið er heima.” Hjónin lýsa síðustu vikum sem óvissuástandi. „Við fáum eiginlega engar fréttir fyrr en á laugardegi eða sunnudegi um hvernig vikan mun líta út. Svo veit maður ekkert hvernig þetta mun þróast. Við þurfum alltaf bara að taka einn dag í einu og sjá til hver verður heima, og hvort einhver geti passað.“ Það var tómlegt um að líta í fjölmörgum leikskólum landsins í dag. Verkfallsaðgerðir félagsfólks BSRB ná til 70 leikskóla. Vísir/Arnar Börn og uppeldi Leikskólar Mosfellsbær Kópavogur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir 36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. 5. júní 2023 12:35 Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Samningafundi fulltrúa BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs á öðrum tímanum í nótt eftir að fundað hafði verið í um 13 klukkustundir. Í dag hófust því áframhaldandi og stigvaxandi verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB. Fjöldi fólks varð fyrir vonbrigðum í dag þegar það ætlaði að bregða sér í sund en kom að lokuðum dyrum.Vísir/Sigurjón Verkfallsverðir stóðu vaktina við Lágafellslaug í Mosfellsbæ þegar fréttastofu bar að garði og varð vitni að fjölmörgum sem höfðu hugsað sér að skella sér í ræktina eða sund en komu að læstum dyrum. „Við eigum ekki að þurfa að standa hér. Það á bara að semja,“ segir Ólöf Ásta Karlsdóttir, yfirvaktstjóri í Lágafellslaug. „Að þurfa að loka þessu mannvirki er bara lýðheilsumál og bara fáránlegt að það skuli ekki vera búið að semja.“ Ólöf Ásta Karlsdóttir, yfirvaktstjóri í Lágafellslaug segir hljóðið í fólki þungt. Vísir/Sigurjón Það var líka lokað í leikskólanum við hliðina á sundlauginni en þar komu foreldrar einnig að læstum dyrum. „Ég misskildi póstinn,“ sagði Kristín Lilja Jónsdóttir sem var mætt með tveggja ára dóttur sína á leikskólann. Ég hélt að það væri opið eftir klukkan tólf en það er lokað í allan dag. Kristín segir áhrif verkfallsins hafa mjög mikil áhrif á sínu heimili og segist ekki vita hvernig eigi að leysa flækjuna næstu daga. „Við erum bæði í fullu starfi og eigum að vinna frá átta til fjögur en við verðum að vera heima. Við verðum bara að reyna taka einn dag i einu.“ Annað barnið mætir fyrir hádegi og hitt eftir hádegi Í Kópavogi er einnig uppi flókin staða hjá fjölmörgum foreldrum og þau Joaquin Páll Palomares og Vera Panitch eru gott dæmi um það. 4 ára tvíburarnir þeirra, Gabríel Þór og Klara Sól, eru á sömu deild í leikskólanum en fá ekki að mæta á sama tíma. Gabríel Þór, fjögurra ára, fékk að mæta í leikskólann eftir hádegi en þá þurfti tvíburasystir hans, Klara Sól að fara heim. Vísir/Arnar „Það er búið að skipta deildinni upp í tvo hópa og það er farið eftir stafrófsröð sem þýðir að þau eru í sitthvorum hópnum,” útskýrir Joaquin Páll. „Þannig eitt barnið er í skólanum fyrir hádegi og hitt barnið bíður heima. Og svo er skipt eftir hádegi. Þá fer hitt barnið í leikskólann og hitt barnið er heima.” Hjónin lýsa síðustu vikum sem óvissuástandi. „Við fáum eiginlega engar fréttir fyrr en á laugardegi eða sunnudegi um hvernig vikan mun líta út. Svo veit maður ekkert hvernig þetta mun þróast. Við þurfum alltaf bara að taka einn dag í einu og sjá til hver verður heima, og hvort einhver geti passað.“ Það var tómlegt um að líta í fjölmörgum leikskólum landsins í dag. Verkfallsaðgerðir félagsfólks BSRB ná til 70 leikskóla. Vísir/Arnar
Börn og uppeldi Leikskólar Mosfellsbær Kópavogur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir 36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. 5. júní 2023 12:35 Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. 5. júní 2023 12:35
Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00
Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38