Evrópukeppnin í Ironman þríþrautinni fór fram í Hamborg í dag.Getty/Alexander Koerner
Einn lést og einn slasaðist alvarlega þegar reiðhjól keppanda og mótorhjól myndatökumanns skullu saman í Ironman Evrópukeppninni í Hamborg í Þýskalandi í dag.
Maðurinn sem lést ók mótorhjóli meðfram keppendum og myndaði þá fyrir útsendingu þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ARD. Samkvæmt Reuters klessti hann á keppanda sem varð til þess að báðir köstuðust í jörðina.
Keppandinn, sem er 26 ára, var fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka en tökumaðurinn er sagður hafa látist á vettvangi, sjötugur að aldri. Lögreglan í Hamborg lokaði brautinni á meðan slökkvilið var að verki.
Karl III Bretakonungur mun funda með helstu leiðtogum Þýskalands og ávarpa þýska þingið í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem konungur til erlends ríkis sem hefst í dag.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlát sextíu og fimm ára gamals hjólreiðamanns megi líklega rekja til hjálmleysis. Maðurinn féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti snemma morguns í janúar síðastliðnum og lést á sjúkrahúsi degi síðar.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.