Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. júní 2023 16:31 Lýðflokkurinn er með pálmann í höndunum eftir sveitarstjórnar- og héraðskosningar á Spáni í lok maí og heldur vígreifur út í kosningabaráttuna fyrir þingkosningarnar þ. 23. júlí. Frá vinstri: Marga Prohens, forseti Lýðflokksins á Balear-eyjum, þar sem flokkurinn batt enda á stjórnartíð sósíalista, Isabel Diaz Ayuso, forseti Madrid, þar sem flokkurinn hefur hreinan meirihluta og Alberto Núñez Feijóo, formaður Lýðflokksins. Carlos Lujan/Getty Images Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Sósíalistar biðu afhroð í sveitarstjórnar- og héraðskosningum Sósíalistar biðu algert afhroð í sveitarstjórnar- og héraðskosningunum sem haldnar voru á Spáni um síðustu helgi. Að sama skapi unnu hægri flokkarnir tveir stórsigur. Svo stóran að þeir tala sjálfir um hægri flóðbylgju í landinu. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, beið ekki boðanna heldur boðaði strax til þingkosninga á mánudagsmorgni. Og þar með hófst kosningabarátta sem, miðað við fyrstu dagana, verður upp á líf og dauða. Talsverðar líkur á að öfgahægriflokkur komist í ríkisstjórn Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að vinstri stjórnin falli og að við taki ríkisstjórn hægri flokkanna. Annars vegar hins borgaralega Lýðflokks, Partido Popular og hins vegar VOX, sem er öfgahægriflokkur sem 30% Spánverja skilgreina sem fasistaflokk. Flokkurinn hefur boðað að komist hann til valda verði ýmis lög sem auka jafnrétti kynjanna, réttindi hinsegin fólk og heimili þungunarrof, afnumin. Lýðflokksmönnum þykir mörgum hverjum óþægileg tilhugsun að þurfa að leita eftir samstarfi þeirra við myndun meirihluta en það kann að verða nauðsynlegt fari kosningarnar eins og kannanir núna sýna. Þeir draga því lappirnar núna við myndun meirihluta í hinum ýmsu héruðum Spánar þar sem þessir flokkar þurfa að vinna saman, til að mynda hægri meirihluta og segja að ekkert liggi á. Hræðsluáróður á báða bóga Sánchez notfærir sér þessa grýlu í sínum málflutningi og varar þjóðina við því að kjósi hún yfir sig hægri flokkana sé hún um leið að kjósa yfir sig ríkisstjórn í anda Trump, Bolsonaro og annarra popúlista sem komist hafa til valda á síðustu árum. Hægri flokkarnir róa á önnur mið, segja að hér í landi sé efnahagurinn í rúst. Það sé Sánchez og sundruðum vinstri flokkum að kenna, sem ekki geti komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut. Fyrstu skoðanakannanir benda óneitanlega til þess að meirihluti Spánverja sé á sömu skoðun. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hvern annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Sósíalistar biðu afhroð í sveitarstjórnar- og héraðskosningum Sósíalistar biðu algert afhroð í sveitarstjórnar- og héraðskosningunum sem haldnar voru á Spáni um síðustu helgi. Að sama skapi unnu hægri flokkarnir tveir stórsigur. Svo stóran að þeir tala sjálfir um hægri flóðbylgju í landinu. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, beið ekki boðanna heldur boðaði strax til þingkosninga á mánudagsmorgni. Og þar með hófst kosningabarátta sem, miðað við fyrstu dagana, verður upp á líf og dauða. Talsverðar líkur á að öfgahægriflokkur komist í ríkisstjórn Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að vinstri stjórnin falli og að við taki ríkisstjórn hægri flokkanna. Annars vegar hins borgaralega Lýðflokks, Partido Popular og hins vegar VOX, sem er öfgahægriflokkur sem 30% Spánverja skilgreina sem fasistaflokk. Flokkurinn hefur boðað að komist hann til valda verði ýmis lög sem auka jafnrétti kynjanna, réttindi hinsegin fólk og heimili þungunarrof, afnumin. Lýðflokksmönnum þykir mörgum hverjum óþægileg tilhugsun að þurfa að leita eftir samstarfi þeirra við myndun meirihluta en það kann að verða nauðsynlegt fari kosningarnar eins og kannanir núna sýna. Þeir draga því lappirnar núna við myndun meirihluta í hinum ýmsu héruðum Spánar þar sem þessir flokkar þurfa að vinna saman, til að mynda hægri meirihluta og segja að ekkert liggi á. Hræðsluáróður á báða bóga Sánchez notfærir sér þessa grýlu í sínum málflutningi og varar þjóðina við því að kjósi hún yfir sig hægri flokkana sé hún um leið að kjósa yfir sig ríkisstjórn í anda Trump, Bolsonaro og annarra popúlista sem komist hafa til valda á síðustu árum. Hægri flokkarnir róa á önnur mið, segja að hér í landi sé efnahagurinn í rúst. Það sé Sánchez og sundruðum vinstri flokkum að kenna, sem ekki geti komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut. Fyrstu skoðanakannanir benda óneitanlega til þess að meirihluti Spánverja sé á sömu skoðun.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hvern annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira