Spyr út í veru vopnaðra erlendra lögregluþjóna hér á landi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. maí 2023 15:22 Gríðarlegur viðbúnaður var í miðborginni vegna leiðtogafundarins. Umboðsmaður spyr nú út í veru erlendra vopnaðra lögregluþjóna hér á landi. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá dómsmálaráðherra um veru vopnaðra og einkennisklæddra erlendra lögreglumanna, sem voru hér á landi í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins. Leiðtogafundur Evrópuráðsins, sem fór fram um miðjan maí, fór framhjá fæstum. Aðallega vegna mikils viðbúnaðar lögreglu í miðborginni. Leyniskytturbyrgi var komið fyrir á Hörpu og fjölmargir vopnaðir lögreglumenn voru á vaktinni, þar á meðal erlendir. Þá var stóraukið myndavélaeftirlit í borginni og ekki stendur til að myndavélarnar verði fjarlægðar. Á vef umboðsmanns segir að umboðsmaður hafi aflað sér frekari upplýsingar um fyrirkomulagið frá ríkislögreglustjóra. Það sé hins vegar tilefni til ákveðinna spurninga um hvernig ríkislögreglustjóri nýtir heimild sína til þess að taka á móti erlendum lögreglumönnum og fela þeim lögregluvald hér á landi. Vísað er til ákvæða stjórnarskrár og minnt á að forseti og önnur stjórnvöld fari með lögregluvald. Skorður séu á því að hvaða marki hægt sé að kveða á um framsal stjórnarskrábundinna valdheimilda til erlendra aðila, þótt í framkvæmd hafi verið litið svo á að slíkt sé ekki útilokað að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.Vísir/Arnar „Þegar litið sé til þessa og markmiða lagaheimildar ríkislögreglustjóra sé ekki hægt að leggja til grundvallar að hann hafi ótakmarkaða heimild að þessu leyti,“ seigr í bréfi umboðsmanns. Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, er af þessu tilefni spurður hvort hann hafi skoðað að setja nánari reglur um það hvenær og í hvaða tilgangi ríkislögreglustjóra sé heimilt að fela erlendum lögregluþjónum lögregluvald hér á landi. Einnig hvort ráðherra telji orðalag heimildarinnar of víðtækt þar sem ekki er hægt að útiloka að erlendum lögreglumönnum séu falin hvers kyns störf hér á landi, þar á meðal að krefjast samskipta við almenning. Loks spyr umboðsmaður hvort gengið hafi verið út frá því að erlendu lögreglumennirnigr hafi borið sömu lagaskyldur og íslenskir og hvort gengið hafi verið út frá því að þeir féllu undir starfssvið nefndar um eftirlit með lögreglu. Umboðsmaður Alþingis Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Skotvopn Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira
Leiðtogafundur Evrópuráðsins, sem fór fram um miðjan maí, fór framhjá fæstum. Aðallega vegna mikils viðbúnaðar lögreglu í miðborginni. Leyniskytturbyrgi var komið fyrir á Hörpu og fjölmargir vopnaðir lögreglumenn voru á vaktinni, þar á meðal erlendir. Þá var stóraukið myndavélaeftirlit í borginni og ekki stendur til að myndavélarnar verði fjarlægðar. Á vef umboðsmanns segir að umboðsmaður hafi aflað sér frekari upplýsingar um fyrirkomulagið frá ríkislögreglustjóra. Það sé hins vegar tilefni til ákveðinna spurninga um hvernig ríkislögreglustjóri nýtir heimild sína til þess að taka á móti erlendum lögreglumönnum og fela þeim lögregluvald hér á landi. Vísað er til ákvæða stjórnarskrár og minnt á að forseti og önnur stjórnvöld fari með lögregluvald. Skorður séu á því að hvaða marki hægt sé að kveða á um framsal stjórnarskrábundinna valdheimilda til erlendra aðila, þótt í framkvæmd hafi verið litið svo á að slíkt sé ekki útilokað að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.Vísir/Arnar „Þegar litið sé til þessa og markmiða lagaheimildar ríkislögreglustjóra sé ekki hægt að leggja til grundvallar að hann hafi ótakmarkaða heimild að þessu leyti,“ seigr í bréfi umboðsmanns. Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, er af þessu tilefni spurður hvort hann hafi skoðað að setja nánari reglur um það hvenær og í hvaða tilgangi ríkislögreglustjóra sé heimilt að fela erlendum lögregluþjónum lögregluvald hér á landi. Einnig hvort ráðherra telji orðalag heimildarinnar of víðtækt þar sem ekki er hægt að útiloka að erlendum lögreglumönnum séu falin hvers kyns störf hér á landi, þar á meðal að krefjast samskipta við almenning. Loks spyr umboðsmaður hvort gengið hafi verið út frá því að erlendu lögreglumennirnigr hafi borið sömu lagaskyldur og íslenskir og hvort gengið hafi verið út frá því að þeir féllu undir starfssvið nefndar um eftirlit með lögreglu.
Umboðsmaður Alþingis Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Skotvopn Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira