Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-3 | Blikar sóttu þrjú stig yfir heiðina Kári Mímisson skrifar 31. maí 2023 21:34 VÍSIR/VILHELM Lið Breiðabliks fór með sigrinum upp í tólf stig og í annað sæti deildarinnar. Selfoss situr hins vegar eftir leikinn á botninum og þó svo að JÁVERK völlurinn sé iðagrænn þó hljóta að glóa ansi mörg rauð ljós hjá þjálfarateimi Selfoss. Leikurinn var varla hafinn þegar fyrsta mark leiksins var komið. Þar var að verkum Hafrún Rakel Halldórsdóttir. Agla María Albertsdóttir komst þá aftur fyrir vörn Breiðabliks og reyndi fyrirgjöf sem vörn Selfoss náði að komast inn í. Boltinn endaði hins vegar aftur hjá Öglu og í þetta skiptið fann hún Hafrúnu sem var algjörlega ein og óvölduð á teignum og kom gestunum yfir. Aðeins örfáum mínútum síðar skoruðu gestirnir sitt annað mark eftir vel útfærða hornspyrnu. Agla María gerði sig líklega til að spyrna háum bolta á fjærstöngina þar sem leikmenn Breiðabliks virtust vera líklegar að mæta. Andrea Rut Bjarnadóttir lúrði hins vegar fyrir utan og hlaup hennar inn í teiginn á nærstöngina hárrétt tímasett. Virkilega gott mark og Breiðablik komið 2-0 yfir eftir rétt rúmlega tíu mínútna leik. Breiðablik stýrði leiknum áfram og Selfyssingar áttu afskaplega erfitt með að skapa sér einhver alvöru færi. Það var svo á 36. mínútu sem Blikar skoruðu þriðja markið og það aftur eftir hornspyrnu. Agla spyrnti boltanum inn á teiginn þar sem Áslaug Dóra reyndi að skalla frá en skallaði beint í hausinn á Barbáru Sól og þaðan í markið. Afskaplega óheppilegt mark. Staðan í hálfleik 3-0 fyrir gestina sem virtust vera algjörlega með leikinn í sínum höndum. Síðar hálfleikurinn var heldur rólegri þar sem leikmenn Breiðabliks höfðu greinilega stigið af bensíngjöfinni. Selfoss náði loksins að leika boltanum aðeins á milli sín en án þess þó að skapa einhver alvöru færi. Katrín Ágústsdóttir kom inn á sem varamaður og sýndi ágætis takta á köflum. Hún komst næst því að skora fyrir Selfoss þegar skot hennar fór í neðanverða þverslána en því miður fyrir hana og liðsfélaga hennar þá rataði boltinn ekki inn fyrir línuna og lokatölur hér á Selfossi því 3-0 fyrir Breiðablik. Afhverju vann Breiðablik? Liðið gekk frá leiknum í fyrri hálfleik og sigldi svo þessum þremur stigum þægilega. Ekki annað hægt að segja en að Breiðablik hafi verið betra liðið á öllum sviðum hér í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Breiðablik spilað frábæran fyrri hálfleik þar sem Agla María lét ljós sitt skína. Hún lagði upp fyrstu tvö mörkin og átti hornspyrnuna sem leidd til marks númer þrjú. Vörn Blika átti svo ekki í neinum vandræðum með sóknarleik Selfoss. Vallarstjórinn hér á Selfossi hefur greinilega líka verið að vinna gott starf en þetta er sennilega besti grasvöllur landsins um þessar mundir. Hvað gekk illa? Selfoss gat ekki skapað sér nein opin færi í þessum leik. Liðið er í vandræðum og hefur ekki beint verið að ógna marki andstæðingana í upphafi móts. Hvað gerist næst? Selfoss fer í Kaplakrika til að leika við FH í næstu umferð, sannkallaður botnslagur en þetta eru liðin í neðstu tveimur sætunum. Leikurinn hefst klukkan 19:15 þriðjudaginn 6. júní. Breiðablik tekur á móti Stjörnunni í stórleik 7. Umferðar miðvikudaginn 7. júní og hefst leikurinn klukkan 18:00. Ásmundur: Lítur út fyrir að vera hásinaslit, því miður Ásmundur Arnarsson og Kristófer Sigurgeirsson í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Ásmundur Arnarsson var að vonum mjög ánægður með sannfærandi sigur Breiðabliks og stigin þrjú. Breiðablik var spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og sagði Ásmundur að liðið hafi lagt grunninn að sigrinum þar. „Með góðri frammistöðu í fyrri hálfleik komum við okkur í mjög góða stöðu. Mér fannst fyrri hálfleikurinn hreinlega vera frábær hjá okkur. Fullt af frábærum spilköflum, fullt af möguleikum og þrjú góð mörk. Við töluðum það að róa leikinn aðeins niður hér í seinni hálfleik, okkur lá ekkert á og kannski bíða færist hvort við gætum bætt í.“ „Mér fannst seinni hálfleikurinn vera svona fagmannlega leikinn. Þó að það hafi ekki verið eins mikið í gangi og við ekki náð að skapa eins mikið þá var þetta bara fagmannleg frammistaða í seinni hálfleik. Ég er ánægður með liðið mitt í dag.“ Sagði Ásmundur við Vísi strax að leik loknum. Annað mark Breiðabliks í kvöld var eftir afskaplega vel útfærða hornspyrnu. Ásmundur segir að þetta sé ekki beint af æfingasvæðinu og hrósar leikskilningi þeirra Öglu Maríu og Andrea Rut fyrir markið. „Þetta var meira leiklestur þeirra út frá aðstæðum á staðnum verð ég að viðurkenna. Þetta var algjörlega geggjað mark og vel lesið.“ Miðjumaðurinn knái, Karítas Tómasdóttir fór sárþjáð út af í dag. Veistu eitthvað hver staðan á henni er? „Það lítur út fyrir að vera hásinaslit því miður. Það er mikið högg fyrir okkur.“ Besta deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik
Lið Breiðabliks fór með sigrinum upp í tólf stig og í annað sæti deildarinnar. Selfoss situr hins vegar eftir leikinn á botninum og þó svo að JÁVERK völlurinn sé iðagrænn þó hljóta að glóa ansi mörg rauð ljós hjá þjálfarateimi Selfoss. Leikurinn var varla hafinn þegar fyrsta mark leiksins var komið. Þar var að verkum Hafrún Rakel Halldórsdóttir. Agla María Albertsdóttir komst þá aftur fyrir vörn Breiðabliks og reyndi fyrirgjöf sem vörn Selfoss náði að komast inn í. Boltinn endaði hins vegar aftur hjá Öglu og í þetta skiptið fann hún Hafrúnu sem var algjörlega ein og óvölduð á teignum og kom gestunum yfir. Aðeins örfáum mínútum síðar skoruðu gestirnir sitt annað mark eftir vel útfærða hornspyrnu. Agla María gerði sig líklega til að spyrna háum bolta á fjærstöngina þar sem leikmenn Breiðabliks virtust vera líklegar að mæta. Andrea Rut Bjarnadóttir lúrði hins vegar fyrir utan og hlaup hennar inn í teiginn á nærstöngina hárrétt tímasett. Virkilega gott mark og Breiðablik komið 2-0 yfir eftir rétt rúmlega tíu mínútna leik. Breiðablik stýrði leiknum áfram og Selfyssingar áttu afskaplega erfitt með að skapa sér einhver alvöru færi. Það var svo á 36. mínútu sem Blikar skoruðu þriðja markið og það aftur eftir hornspyrnu. Agla spyrnti boltanum inn á teiginn þar sem Áslaug Dóra reyndi að skalla frá en skallaði beint í hausinn á Barbáru Sól og þaðan í markið. Afskaplega óheppilegt mark. Staðan í hálfleik 3-0 fyrir gestina sem virtust vera algjörlega með leikinn í sínum höndum. Síðar hálfleikurinn var heldur rólegri þar sem leikmenn Breiðabliks höfðu greinilega stigið af bensíngjöfinni. Selfoss náði loksins að leika boltanum aðeins á milli sín en án þess þó að skapa einhver alvöru færi. Katrín Ágústsdóttir kom inn á sem varamaður og sýndi ágætis takta á köflum. Hún komst næst því að skora fyrir Selfoss þegar skot hennar fór í neðanverða þverslána en því miður fyrir hana og liðsfélaga hennar þá rataði boltinn ekki inn fyrir línuna og lokatölur hér á Selfossi því 3-0 fyrir Breiðablik. Afhverju vann Breiðablik? Liðið gekk frá leiknum í fyrri hálfleik og sigldi svo þessum þremur stigum þægilega. Ekki annað hægt að segja en að Breiðablik hafi verið betra liðið á öllum sviðum hér í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Breiðablik spilað frábæran fyrri hálfleik þar sem Agla María lét ljós sitt skína. Hún lagði upp fyrstu tvö mörkin og átti hornspyrnuna sem leidd til marks númer þrjú. Vörn Blika átti svo ekki í neinum vandræðum með sóknarleik Selfoss. Vallarstjórinn hér á Selfossi hefur greinilega líka verið að vinna gott starf en þetta er sennilega besti grasvöllur landsins um þessar mundir. Hvað gekk illa? Selfoss gat ekki skapað sér nein opin færi í þessum leik. Liðið er í vandræðum og hefur ekki beint verið að ógna marki andstæðingana í upphafi móts. Hvað gerist næst? Selfoss fer í Kaplakrika til að leika við FH í næstu umferð, sannkallaður botnslagur en þetta eru liðin í neðstu tveimur sætunum. Leikurinn hefst klukkan 19:15 þriðjudaginn 6. júní. Breiðablik tekur á móti Stjörnunni í stórleik 7. Umferðar miðvikudaginn 7. júní og hefst leikurinn klukkan 18:00. Ásmundur: Lítur út fyrir að vera hásinaslit, því miður Ásmundur Arnarsson og Kristófer Sigurgeirsson í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Ásmundur Arnarsson var að vonum mjög ánægður með sannfærandi sigur Breiðabliks og stigin þrjú. Breiðablik var spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og sagði Ásmundur að liðið hafi lagt grunninn að sigrinum þar. „Með góðri frammistöðu í fyrri hálfleik komum við okkur í mjög góða stöðu. Mér fannst fyrri hálfleikurinn hreinlega vera frábær hjá okkur. Fullt af frábærum spilköflum, fullt af möguleikum og þrjú góð mörk. Við töluðum það að róa leikinn aðeins niður hér í seinni hálfleik, okkur lá ekkert á og kannski bíða færist hvort við gætum bætt í.“ „Mér fannst seinni hálfleikurinn vera svona fagmannlega leikinn. Þó að það hafi ekki verið eins mikið í gangi og við ekki náð að skapa eins mikið þá var þetta bara fagmannleg frammistaða í seinni hálfleik. Ég er ánægður með liðið mitt í dag.“ Sagði Ásmundur við Vísi strax að leik loknum. Annað mark Breiðabliks í kvöld var eftir afskaplega vel útfærða hornspyrnu. Ásmundur segir að þetta sé ekki beint af æfingasvæðinu og hrósar leikskilningi þeirra Öglu Maríu og Andrea Rut fyrir markið. „Þetta var meira leiklestur þeirra út frá aðstæðum á staðnum verð ég að viðurkenna. Þetta var algjörlega geggjað mark og vel lesið.“ Miðjumaðurinn knái, Karítas Tómasdóttir fór sárþjáð út af í dag. Veistu eitthvað hver staðan á henni er? „Það lítur út fyrir að vera hásinaslit því miður. Það er mikið högg fyrir okkur.“
Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum