Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Helena Rós Sturludóttir skrifar 30. maí 2023 21:00 Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. Prýðifélagið Skjöldur, íbúasamtök Skerjafjarðar, afhentu umhverfisráðherra í dag ályktun samtakanna þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum í Skerjafirði er mótmælt. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. Samráðsleysið algjört Formaður félagsins segir mótmæli íbúa tvíþætt. „Við erum að berjast fyrir því að það verði hætt við þessi áform að byggja á þessu svæði. vegna þess að þetta er mengaðasta svæðið á höfuðborgarsvæðinu og svo er það náttúran sem er til staðar sem á að fara eyðileggja,“ segir Eggert Hjartarson formaður félagsins. Íbúar Skerjafjarðar fjölmenntu á íbúafund í Öskju í síðustu viku þar sem fyrirhuguð íbúa byggð var rædd. Þeir segjast ósáttir við samráðsleysi og litla upplýsingagjöf borgarinnar. „Það virðist bara vera búið að ákveða þetta og við höfum ekki fengið að hafa neitt um það að segja,“ segir Eggert. Stöðva þurfi áformin Umhverfisráðherra tekur undir áhyggjur íbúa og hyggst skoða málið þrátt fyrir að það liggi hjá borginni. Ósnortin strandlengja sé fáséð á höfuðborgarsvæðinu og lítið um græn svæði. „Það hefur verið af hálfu borgaryfirvalda mikill ágangur á grænu svæðin sem ég held að sé einsdæmi á heimsvísu. Þær borgir sem við berum okkur saman við þær leggja sig í líma við að viðhalda grænum svæðum og auðvitað er það markmið allra þjóða sem við berum okkur saman við að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni,“ segir Guðlaugur Þór Gunnlaugsson umhverfisráðherra. Hann segir yfirgnæfandi rök fyrir því að fara ekki í framkvæmdirnar. „Og ég bendi á það að skaðinn er þannig að ef að menn fara í þessar aðgerðir þá verður ekki aftur snúið og þetta er óafturkræft,“ segir hann jafnframt. Reykjavík Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Tengdar fréttir Rödd íbúa sé algjörlega hunsuð Íbúasamtök Skerjafjarðar boðuðu til fundar í kvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. 24. maí 2023 21:36 Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða. 19. nóvember 2022 14:31 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Prýðifélagið Skjöldur, íbúasamtök Skerjafjarðar, afhentu umhverfisráðherra í dag ályktun samtakanna þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum í Skerjafirði er mótmælt. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. Samráðsleysið algjört Formaður félagsins segir mótmæli íbúa tvíþætt. „Við erum að berjast fyrir því að það verði hætt við þessi áform að byggja á þessu svæði. vegna þess að þetta er mengaðasta svæðið á höfuðborgarsvæðinu og svo er það náttúran sem er til staðar sem á að fara eyðileggja,“ segir Eggert Hjartarson formaður félagsins. Íbúar Skerjafjarðar fjölmenntu á íbúafund í Öskju í síðustu viku þar sem fyrirhuguð íbúa byggð var rædd. Þeir segjast ósáttir við samráðsleysi og litla upplýsingagjöf borgarinnar. „Það virðist bara vera búið að ákveða þetta og við höfum ekki fengið að hafa neitt um það að segja,“ segir Eggert. Stöðva þurfi áformin Umhverfisráðherra tekur undir áhyggjur íbúa og hyggst skoða málið þrátt fyrir að það liggi hjá borginni. Ósnortin strandlengja sé fáséð á höfuðborgarsvæðinu og lítið um græn svæði. „Það hefur verið af hálfu borgaryfirvalda mikill ágangur á grænu svæðin sem ég held að sé einsdæmi á heimsvísu. Þær borgir sem við berum okkur saman við þær leggja sig í líma við að viðhalda grænum svæðum og auðvitað er það markmið allra þjóða sem við berum okkur saman við að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni,“ segir Guðlaugur Þór Gunnlaugsson umhverfisráðherra. Hann segir yfirgnæfandi rök fyrir því að fara ekki í framkvæmdirnar. „Og ég bendi á það að skaðinn er þannig að ef að menn fara í þessar aðgerðir þá verður ekki aftur snúið og þetta er óafturkræft,“ segir hann jafnframt.
Reykjavík Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Tengdar fréttir Rödd íbúa sé algjörlega hunsuð Íbúasamtök Skerjafjarðar boðuðu til fundar í kvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. 24. maí 2023 21:36 Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða. 19. nóvember 2022 14:31 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Rödd íbúa sé algjörlega hunsuð Íbúasamtök Skerjafjarðar boðuðu til fundar í kvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. 24. maí 2023 21:36
Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða. 19. nóvember 2022 14:31