Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Helena Rós Sturludóttir skrifar 30. maí 2023 21:00 Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. Prýðifélagið Skjöldur, íbúasamtök Skerjafjarðar, afhentu umhverfisráðherra í dag ályktun samtakanna þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum í Skerjafirði er mótmælt. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. Samráðsleysið algjört Formaður félagsins segir mótmæli íbúa tvíþætt. „Við erum að berjast fyrir því að það verði hætt við þessi áform að byggja á þessu svæði. vegna þess að þetta er mengaðasta svæðið á höfuðborgarsvæðinu og svo er það náttúran sem er til staðar sem á að fara eyðileggja,“ segir Eggert Hjartarson formaður félagsins. Íbúar Skerjafjarðar fjölmenntu á íbúafund í Öskju í síðustu viku þar sem fyrirhuguð íbúa byggð var rædd. Þeir segjast ósáttir við samráðsleysi og litla upplýsingagjöf borgarinnar. „Það virðist bara vera búið að ákveða þetta og við höfum ekki fengið að hafa neitt um það að segja,“ segir Eggert. Stöðva þurfi áformin Umhverfisráðherra tekur undir áhyggjur íbúa og hyggst skoða málið þrátt fyrir að það liggi hjá borginni. Ósnortin strandlengja sé fáséð á höfuðborgarsvæðinu og lítið um græn svæði. „Það hefur verið af hálfu borgaryfirvalda mikill ágangur á grænu svæðin sem ég held að sé einsdæmi á heimsvísu. Þær borgir sem við berum okkur saman við þær leggja sig í líma við að viðhalda grænum svæðum og auðvitað er það markmið allra þjóða sem við berum okkur saman við að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni,“ segir Guðlaugur Þór Gunnlaugsson umhverfisráðherra. Hann segir yfirgnæfandi rök fyrir því að fara ekki í framkvæmdirnar. „Og ég bendi á það að skaðinn er þannig að ef að menn fara í þessar aðgerðir þá verður ekki aftur snúið og þetta er óafturkræft,“ segir hann jafnframt. Reykjavík Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Tengdar fréttir Rödd íbúa sé algjörlega hunsuð Íbúasamtök Skerjafjarðar boðuðu til fundar í kvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. 24. maí 2023 21:36 Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða. 19. nóvember 2022 14:31 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Prýðifélagið Skjöldur, íbúasamtök Skerjafjarðar, afhentu umhverfisráðherra í dag ályktun samtakanna þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum í Skerjafirði er mótmælt. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. Samráðsleysið algjört Formaður félagsins segir mótmæli íbúa tvíþætt. „Við erum að berjast fyrir því að það verði hætt við þessi áform að byggja á þessu svæði. vegna þess að þetta er mengaðasta svæðið á höfuðborgarsvæðinu og svo er það náttúran sem er til staðar sem á að fara eyðileggja,“ segir Eggert Hjartarson formaður félagsins. Íbúar Skerjafjarðar fjölmenntu á íbúafund í Öskju í síðustu viku þar sem fyrirhuguð íbúa byggð var rædd. Þeir segjast ósáttir við samráðsleysi og litla upplýsingagjöf borgarinnar. „Það virðist bara vera búið að ákveða þetta og við höfum ekki fengið að hafa neitt um það að segja,“ segir Eggert. Stöðva þurfi áformin Umhverfisráðherra tekur undir áhyggjur íbúa og hyggst skoða málið þrátt fyrir að það liggi hjá borginni. Ósnortin strandlengja sé fáséð á höfuðborgarsvæðinu og lítið um græn svæði. „Það hefur verið af hálfu borgaryfirvalda mikill ágangur á grænu svæðin sem ég held að sé einsdæmi á heimsvísu. Þær borgir sem við berum okkur saman við þær leggja sig í líma við að viðhalda grænum svæðum og auðvitað er það markmið allra þjóða sem við berum okkur saman við að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni,“ segir Guðlaugur Þór Gunnlaugsson umhverfisráðherra. Hann segir yfirgnæfandi rök fyrir því að fara ekki í framkvæmdirnar. „Og ég bendi á það að skaðinn er þannig að ef að menn fara í þessar aðgerðir þá verður ekki aftur snúið og þetta er óafturkræft,“ segir hann jafnframt.
Reykjavík Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Tengdar fréttir Rödd íbúa sé algjörlega hunsuð Íbúasamtök Skerjafjarðar boðuðu til fundar í kvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. 24. maí 2023 21:36 Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða. 19. nóvember 2022 14:31 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Rödd íbúa sé algjörlega hunsuð Íbúasamtök Skerjafjarðar boðuðu til fundar í kvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. 24. maí 2023 21:36
Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða. 19. nóvember 2022 14:31