Bólusetja endur í haust Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. maí 2023 16:12 80 milljón franskar endur fá sprautu í haust. Getty Franska landbúnaðarráðuneytið hefur tilkynnt að bólusetningartilraunir við fuglaflensu á öndum hafi gefið viðunandi árangur. Stefnt er að því að bólusetja aliendur í haust. Fuglaflensa hefur geisað í Evrópu í nærri tvö ár og Frakkland er það land sem hefur farið verst út úr henni. Samkvæmt fréttastofunni Reuters eru það einkum endur sem hafa smitast og drepist í landinu, sérstaklega í suðvestur hluta landsins. Það var franska heilbrigðiseftirlitið ANSES sem sá um að prófa bóluefnið og hafa nú 80 milljón skammtar verið pantaðir. Hér á Íslandi hefur fuglaflensa fundist í ýmsum villtum tegundum, svo sem súlum, kjóum, skúmum, fálkum og örnum. Víða í Evrópu og Norður Ameríku hefur flensan hins vegar komist inn í alifuglabú og valdið miklum skaða. Á undanförnum átján mánuðum hefur þurft að aflífa 200 milljón fugla vegna fuglaflensunnar. Óttast smit í mannfólk Þrátt fyrir þennan mikla skaða hafa yfirvöld ríkja verið smeyk við að bólusetja fuglana. Einkum vegna ýmissa viðskiptatakmarkana sem það hefur í för með sér með afurðirnar. Frakkar eru hins vegar ekki einir um að vera að prófa bóluefni. Hollendingar hafa prófað þau í varphænum og Ítalir í kalkúnum. Virðist sem svo að óttinn við útbreiðslu fuglaflensunnar og hugsanleg smit yfir í mannfólk sé orðinn yfirsterkari óttanum um viðskiptatakmarkanir. Samkvæmt frönsku rannsókninni virtist bóluefnið virka vel til þess að stemma stigu við smiti í ali öndum. En frönsk yfirvöld höfðu krafist þess að tvö fyrirtæki, Ceva Animal Health og Boehringher Ingelheim, þróuðu bóluefni gegn fuglaflensu. „Þessar niðurstöður veita okkur næga vissu til að byrja á bólusetningarherferð strax haustið 2023,“ segir í yfirlýsingu landbúnaðarráðuneytisins. Frakkland Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Fuglaflensa hefur geisað í Evrópu í nærri tvö ár og Frakkland er það land sem hefur farið verst út úr henni. Samkvæmt fréttastofunni Reuters eru það einkum endur sem hafa smitast og drepist í landinu, sérstaklega í suðvestur hluta landsins. Það var franska heilbrigðiseftirlitið ANSES sem sá um að prófa bóluefnið og hafa nú 80 milljón skammtar verið pantaðir. Hér á Íslandi hefur fuglaflensa fundist í ýmsum villtum tegundum, svo sem súlum, kjóum, skúmum, fálkum og örnum. Víða í Evrópu og Norður Ameríku hefur flensan hins vegar komist inn í alifuglabú og valdið miklum skaða. Á undanförnum átján mánuðum hefur þurft að aflífa 200 milljón fugla vegna fuglaflensunnar. Óttast smit í mannfólk Þrátt fyrir þennan mikla skaða hafa yfirvöld ríkja verið smeyk við að bólusetja fuglana. Einkum vegna ýmissa viðskiptatakmarkana sem það hefur í för með sér með afurðirnar. Frakkar eru hins vegar ekki einir um að vera að prófa bóluefni. Hollendingar hafa prófað þau í varphænum og Ítalir í kalkúnum. Virðist sem svo að óttinn við útbreiðslu fuglaflensunnar og hugsanleg smit yfir í mannfólk sé orðinn yfirsterkari óttanum um viðskiptatakmarkanir. Samkvæmt frönsku rannsókninni virtist bóluefnið virka vel til þess að stemma stigu við smiti í ali öndum. En frönsk yfirvöld höfðu krafist þess að tvö fyrirtæki, Ceva Animal Health og Boehringher Ingelheim, þróuðu bóluefni gegn fuglaflensu. „Þessar niðurstöður veita okkur næga vissu til að byrja á bólusetningarherferð strax haustið 2023,“ segir í yfirlýsingu landbúnaðarráðuneytisins.
Frakkland Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00
Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29