„Þessi staðsetning kemur ekki til greina“ Máni Snær Þorláksson skrifar 30. maí 2023 12:11 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir að það komi ekki til greina að byggja endurvinnslustöð við Kópavogskirkjugarð. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Kópavogs segir það ekki koma til greina að endurvinnslustöð Sorpu verði byggð á landi Kópavogskirkjugarðs. Þörf sé á þarfa- og valkostagreiningu til að finna nýja staðsetningu endurvinnslustöðvar fyrir Kópavog og Garðabæ. „Þetta mál kom okkur, sem og fleirum, svolítið eins og þruma úr heiðskýru lofti ef svo má segja,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, í Bítinu á Bylgjunni. Ásdís segir Sorpu hafa sett af stað starfshóp með það hlutverk að finna nýja staðsetningu fyrir endurvinnslustöð. Fyrir liggur að stöð Sorpu við Dalveg mun víkja í september á næsta ári. Í skýrslu starfshópsins hafi svo komið fram að einhugur væri um að reisa nýja endurvinnslustöð á landi Kópavogskirkjugarðar. „Það kom okkur hins vegar svolítið í opna skjöldu vegna þess að fulltrúar okkar í Kópavogsbæ voru búnir að segja að þessi staðsetning kæmi ekki til greina. Þá var því líka haldið fram í skýrslunni að það hefði verið óformlegt samráð við forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðsins en þeir voru svolítið undrandi þegar þeir lásu fréttir þess efnis.“ Útilokar þessa staðsetningu Ásdís segir að hún hafi verið á móti hugmyndinni um þessa staðsetningu frá upphafi. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þessi staðsetning er aldrei að fara að ganga,“ segir hún. „Við í meirihlutanum höfum verið mjög skýr með það að við teljum að þessi staðsetning sé ekki heppileg og við sjáum það líka út frá viðbrögðum bæjarbúa sem og Kópavogskirkjugarðarins, forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðarins hafa líka sagt að þessi staðsetning komi ekki til greina.“ Þannig hún kemur ekki til greina, þetta verður ekki þarna? „Nei, ekki eins og sakir standa. Við höfum í raun bara verið mjög skýr með að það þurfi að huga að annarri staðsetningu.“ Þú segir ekki eins og sakir standa, þú útilokar það ekki alveg eða? „Jú ég get alveg sagt það hér og nú að þessi staðsetning kemur ekki til greina. Við tókum það fyrir í bæjarráði þar sem við bókuðum líka það að við teljum þessi vinnubrögð vera verulega ámælisverð. Við þurfum auðvitað að vanda til verka og það þarf að fara í ítarlega og góða þarfa- og valkostagreiningu.“ Ekki með staðsetningu í huga Ásdís segist ekki vera með neina ákveðna staðsetningu fyrir endurvinnslustöðina í huga. „Við höfum bara verið að skoða þetta. Við erum í góðu samtali við nágranna okkar í Garðabæ og höfum verið að ræða þetta okkar á milli. En nú vænti ég bara þess að við þurfum að skoða þetta heildstætt.“ Hafa þurfi í huga að endurvinnslustöð sem þessi sé afskaplega óheppileg í miðri íbúabyggð. „Því það skapast mjög mikil umferð, einkum þungaflutningabílar, og þá höfum við séð til dæmis á Dalvegi að það hefur verið talsverð slysahætta.“ Ásdís segir að ákall hafi verið frá íbúum sem búa í grennd við endurvinnslustöðina á Dalvegi að þarna verði annars konar þjónusta. Nefnir hún sem dæmi veitingastaði, kaffihús og svo framvegis. Kópavogur Kirkjugarðar Sorpa Bítið Skipulag Tengdar fréttir Kópavogsbúar bálreiðir vegna hugmynda um endurvinnslu við kirkjugarð Hugmyndir um að byggja nýja endurvinnslustöð við kirkjugarð í Kópavogi hefur kallað fram mikla reiði og mótmæli sem birtast á netinu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hefur séð ástæðu til að stíga fram og vekja athygli á því að þau í meirihluta bæjarstjórnar telji aðra staði heppilegri. 19. maí 2023 15:32 Mest lesið Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Innlent Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Erlent Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Innlent Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Erlent Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Innlent Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Innlent Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Innlent Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Innlent Auglýsa eftir upplýsingum um 28 ára gamalt morðmál Erlent Albert mætir fyrir dóm á fimmtudag Innlent Fleiri fréttir Nú er of seint að fara í parísarhjólið Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta Albert mætir fyrir dóm á fimmtudag Bein útsending: Nýr forseti og biskup við setningu Alþingis Viðbúinn átökum á Alþingi í vetur Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Halla og Guðrún í nýjum hlutverkum og aðhald í ríkisrekstri Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Fyrsta Airbus-þotan komin í liti Icelandair Þrettán nýjar heimildir ráðherra Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlagafrumvarpinu Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Óvissustig og viðvaranir enn í gildi 661 barn á biðlista eftir plássi í leikskólum Reykjavíkurborgar Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Flýta göngum til að forða fé af fjöllum Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Segja að ekkert muni breytast nema fólkið sýni samstöðu „Við sáum átta metra ofan í jörðina“ Minni munur á launum verkafólks og háskólagenginna Sláandi myndir frá Grindavík, óveður og úrræðagóðar flugfreyjur Vöruflutningavél festist á brautinni Sjá meira
„Þetta mál kom okkur, sem og fleirum, svolítið eins og þruma úr heiðskýru lofti ef svo má segja,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, í Bítinu á Bylgjunni. Ásdís segir Sorpu hafa sett af stað starfshóp með það hlutverk að finna nýja staðsetningu fyrir endurvinnslustöð. Fyrir liggur að stöð Sorpu við Dalveg mun víkja í september á næsta ári. Í skýrslu starfshópsins hafi svo komið fram að einhugur væri um að reisa nýja endurvinnslustöð á landi Kópavogskirkjugarðar. „Það kom okkur hins vegar svolítið í opna skjöldu vegna þess að fulltrúar okkar í Kópavogsbæ voru búnir að segja að þessi staðsetning kæmi ekki til greina. Þá var því líka haldið fram í skýrslunni að það hefði verið óformlegt samráð við forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðsins en þeir voru svolítið undrandi þegar þeir lásu fréttir þess efnis.“ Útilokar þessa staðsetningu Ásdís segir að hún hafi verið á móti hugmyndinni um þessa staðsetningu frá upphafi. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þessi staðsetning er aldrei að fara að ganga,“ segir hún. „Við í meirihlutanum höfum verið mjög skýr með það að við teljum að þessi staðsetning sé ekki heppileg og við sjáum það líka út frá viðbrögðum bæjarbúa sem og Kópavogskirkjugarðarins, forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðarins hafa líka sagt að þessi staðsetning komi ekki til greina.“ Þannig hún kemur ekki til greina, þetta verður ekki þarna? „Nei, ekki eins og sakir standa. Við höfum í raun bara verið mjög skýr með að það þurfi að huga að annarri staðsetningu.“ Þú segir ekki eins og sakir standa, þú útilokar það ekki alveg eða? „Jú ég get alveg sagt það hér og nú að þessi staðsetning kemur ekki til greina. Við tókum það fyrir í bæjarráði þar sem við bókuðum líka það að við teljum þessi vinnubrögð vera verulega ámælisverð. Við þurfum auðvitað að vanda til verka og það þarf að fara í ítarlega og góða þarfa- og valkostagreiningu.“ Ekki með staðsetningu í huga Ásdís segist ekki vera með neina ákveðna staðsetningu fyrir endurvinnslustöðina í huga. „Við höfum bara verið að skoða þetta. Við erum í góðu samtali við nágranna okkar í Garðabæ og höfum verið að ræða þetta okkar á milli. En nú vænti ég bara þess að við þurfum að skoða þetta heildstætt.“ Hafa þurfi í huga að endurvinnslustöð sem þessi sé afskaplega óheppileg í miðri íbúabyggð. „Því það skapast mjög mikil umferð, einkum þungaflutningabílar, og þá höfum við séð til dæmis á Dalvegi að það hefur verið talsverð slysahætta.“ Ásdís segir að ákall hafi verið frá íbúum sem búa í grennd við endurvinnslustöðina á Dalvegi að þarna verði annars konar þjónusta. Nefnir hún sem dæmi veitingastaði, kaffihús og svo framvegis.
Kópavogur Kirkjugarðar Sorpa Bítið Skipulag Tengdar fréttir Kópavogsbúar bálreiðir vegna hugmynda um endurvinnslu við kirkjugarð Hugmyndir um að byggja nýja endurvinnslustöð við kirkjugarð í Kópavogi hefur kallað fram mikla reiði og mótmæli sem birtast á netinu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hefur séð ástæðu til að stíga fram og vekja athygli á því að þau í meirihluta bæjarstjórnar telji aðra staði heppilegri. 19. maí 2023 15:32 Mest lesið Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Innlent Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Erlent Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Innlent Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Erlent Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Innlent Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Innlent Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Innlent Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Innlent Auglýsa eftir upplýsingum um 28 ára gamalt morðmál Erlent Albert mætir fyrir dóm á fimmtudag Innlent Fleiri fréttir Nú er of seint að fara í parísarhjólið Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta Albert mætir fyrir dóm á fimmtudag Bein útsending: Nýr forseti og biskup við setningu Alþingis Viðbúinn átökum á Alþingi í vetur Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Halla og Guðrún í nýjum hlutverkum og aðhald í ríkisrekstri Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Fyrsta Airbus-þotan komin í liti Icelandair Þrettán nýjar heimildir ráðherra Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlagafrumvarpinu Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Óvissustig og viðvaranir enn í gildi 661 barn á biðlista eftir plássi í leikskólum Reykjavíkurborgar Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Flýta göngum til að forða fé af fjöllum Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Segja að ekkert muni breytast nema fólkið sýni samstöðu „Við sáum átta metra ofan í jörðina“ Minni munur á launum verkafólks og háskólagenginna Sláandi myndir frá Grindavík, óveður og úrræðagóðar flugfreyjur Vöruflutningavél festist á brautinni Sjá meira
Kópavogsbúar bálreiðir vegna hugmynda um endurvinnslu við kirkjugarð Hugmyndir um að byggja nýja endurvinnslustöð við kirkjugarð í Kópavogi hefur kallað fram mikla reiði og mótmæli sem birtast á netinu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hefur séð ástæðu til að stíga fram og vekja athygli á því að þau í meirihluta bæjarstjórnar telji aðra staði heppilegri. 19. maí 2023 15:32