Enski boltinn

Kvöddu goð­sögnina með ís­lenskri tón­list

Aron Guðmundsson skrifar
Jeff Sterling hefur stýrt sínum síðasta þætti af Soccer Saturday á Sky Sports
Jeff Sterling hefur stýrt sínum síðasta þætti af Soccer Saturday á Sky Sports Vísir/Skjáskot

Jeff Sterling, sem stýrt hafði marka­þættinum Soccer Satur­day í 25 ár, lét af störfum í gær er hann hafði um­sjón með síðasta þætti sínum á Sky Sports í tengslum við loka­um­ferð ensku úr­vals­deildarinnar.

Sterling, sem hefur verið fasta­gestur á sjón­varps­skjáum Breta, verður sárt saknað af mörgum en hann var kvaddur í beinni út­sendingu á Sky Sports í gær í lok Soccer Satur­day og höfðu kollegar hans á Sky Sports sett saman mynd­band honum til heiðurs með klippum af mögnuðum ferli hans í sjón­varpi.

Mynd­bandið er afar skemmti­legt og þá mun það án efa vekja at­hygli hjá þeim Ís­lendingum sem kunna að horfa á mynd­bandið.

Undir því má nefni­lega heyra kunnug­lega tóna frá hljóm­sveitinni Sigur rós því lagið Hoppípolla hljómar undir mynd­bandinu.

Mynd­bandið má sjá hér fyrir neðan:
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.