Sterling, sem hefur verið fastagestur á sjónvarpsskjáum Breta, verður sárt saknað af mörgum en hann var kvaddur í beinni útsendingu á Sky Sports í gær í lok Soccer Saturday og höfðu kollegar hans á Sky Sports sett saman myndband honum til heiðurs með klippum af mögnuðum ferli hans í sjónvarpi.
Myndbandið er afar skemmtilegt og þá mun það án efa vekja athygli hjá þeim Íslendingum sem kunna að horfa á myndbandið.
Undir því má nefnilega heyra kunnuglega tóna frá hljómsveitinni Sigur rós því lagið Hoppípolla hljómar undir myndbandinu.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:
25 years of Jeff Stelling comes to an end.
— Football Daily (@footballdaily) May 28, 2023
A legend leaves. pic.twitter.com/pAPlOHFGPr