Erlent

Þrír látnir eftir að bát hvolfdi í stormviðri

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Maggiore vatn er vinsæll ferðamannastaður.
Maggiore vatn er vinsæll ferðamannastaður. Getty

Þrír hafa verið úrskurðaðir látnir og eins er enn saknað eftir að bát hvolfdi í skyndilegu stormviðri á Maggiore-vatni á Ítalíu í gær. Nítján hefur verið bjargað.

Tuttugu og þrír ferðamenn og tveir starfsmenn voru um borð í bátnum sem var í leigu ferðamanna sem héldu þar afmælisveislu. Mörgum þeirra nítján sem var bjargað tókst að synda í land.

Héraðsstjóri í Lombardi-héraði segir að slysið hafi orðið vegna mikils hvassviðris. Ítalska veðurstofan hefur gefið út veðurviðvaranir á svæðinu síðustu daga.

Maggiore-vatn, sem liggur suður af Alpafjöllum, er það næst stærsta á Ítalíu og er afar vinsæll ferðamannastaður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.