Innlent

Mikið viðbragð eftir að ekið var utan í götuvita

Árni Sæberg skrifar
Slysið varð á Höfða.
Slysið varð á Höfða. Aðsend

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli vegna umferðarslyss á ellefta tímanum í kvöld. Þegar slökkviliðsmenn og sjúkraflutningarmenn bar að vettvangi reyndist aðeins hafa verið ekið laust á götuvita.

Þetta  Davíð Friðjónsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

„Við sendum náttúrulega viðbragð en þetta reyndist ekki neitt neitt. Bara smá nudd utan í götuvita,“ segir hann.

Hann segir að engin slys hafi orðið á fólki og enginn fluttur á spítala.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×