„Hættir að haltra og farnir að labba“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. maí 2023 22:26 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var eðlilega sáttur með sigurinn. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik sigraði Val 1-0 á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Ég er bara gríðarlega sáttur, mér fannst þetta mjög öflug frammistaða og mér fannst við stjórna þessum leik eiginlega frá upphafi til enda. Vissulega vorum við ekkert vaðandi í færum, þetta var frekar lokaður leikur þannig lagað en mér fannst við hafa stjórn á þessu og ég er bara virkilega ánægður“ Eftir erfiða byrjun á mótinu og tvö töp í fyrstu þremur leikjunum hefur Breiðablik nú unnið sína síðustu sex leiki. „Að byggja á KA leiknum inn í þennan leik og við byggjum svo áfram á þessari frammistöðu, þá finnst mér við vera hættir að haltra og farnir að labba allavega“ Breiðablik spilaði góðan varnarleik og tókst að halda markinu hreinu gegn Val sem hafði fyrir þennan leik skorað flest mörk allra liða í deildinni. Óskar sagði fyrir leik að það væri mikilvægt að brjóta niður spil Valsmanna upp kantinn en það var ekki það eina sem skilaði sigrinum í dag. „Lykillinn var að vera aggressívir á bæði kantspilið og síðan auðvitað þessi gæði sem eru inni á miðjunni [hjá Val]. Þetta eru rosalega góðir fótboltamenn, Aron og Kiddi, það er ekkert grín að eiga við þetta Valslið en vissulega er mikilvægt að Birkir og Sigurður Egill séu ekki með flugbraut upp kantinn og nái ekki að tengjast Adami og Orra.“ Breiðablik mættu einbeittir til leiks, virkuðu hættulegir strax frá fyrstu mínútu og stjórnuðu leiknum þrátt fyrir að skapa sér ekki mörg hættuleg færi. „Þegar við töpuðum boltanum þá vorum við mjög fljótir að skipta yfir í varnarhugarfar sem gerði það að verkum að við vorum sárasjaldan opnir, vorum mjög þéttir.“ Breiðablik fer með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Víkings. Óskar segir varasamt að rýna of mikið í töfluna þegar svo lítið er búið af mótinu. „Það eru 18 leikir eftir, fullt af stigum í pottinum. Við erum á ágætis róli núna og gæði Valsmanna eru gríðarleg, síðan eiga önnur lið eftir að fara á skrið... Mér finnst þessi deild vera betri en áður, liðin eru jafnari síðan ég byrjaði að þjálfa, fleiri lið sem þora að spila fótbolta og mér finnst það frábært. Það er rosalega margt sem á eftir að gerast og við erum að ná taktinum, höltruðum framan af móti, erum farnir að labba óstuddir ekki með staf og vonandi verðum við farnir að hlaupa áður en við vitum.“ Breiðablik vonast til að byggja ofan á þessu góða gengi þegar liðið mætir Keflavík í 9. umferð deildarinnar. Leikurinn fer fram á HS Orku vellinum í Keflavík, næsta mánudag klukkan 19:15. Besta deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-0 | Blikar upp í annað sæti eftir sigur í stórleiknum Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. 25. maí 2023 21:55 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega sáttur, mér fannst þetta mjög öflug frammistaða og mér fannst við stjórna þessum leik eiginlega frá upphafi til enda. Vissulega vorum við ekkert vaðandi í færum, þetta var frekar lokaður leikur þannig lagað en mér fannst við hafa stjórn á þessu og ég er bara virkilega ánægður“ Eftir erfiða byrjun á mótinu og tvö töp í fyrstu þremur leikjunum hefur Breiðablik nú unnið sína síðustu sex leiki. „Að byggja á KA leiknum inn í þennan leik og við byggjum svo áfram á þessari frammistöðu, þá finnst mér við vera hættir að haltra og farnir að labba allavega“ Breiðablik spilaði góðan varnarleik og tókst að halda markinu hreinu gegn Val sem hafði fyrir þennan leik skorað flest mörk allra liða í deildinni. Óskar sagði fyrir leik að það væri mikilvægt að brjóta niður spil Valsmanna upp kantinn en það var ekki það eina sem skilaði sigrinum í dag. „Lykillinn var að vera aggressívir á bæði kantspilið og síðan auðvitað þessi gæði sem eru inni á miðjunni [hjá Val]. Þetta eru rosalega góðir fótboltamenn, Aron og Kiddi, það er ekkert grín að eiga við þetta Valslið en vissulega er mikilvægt að Birkir og Sigurður Egill séu ekki með flugbraut upp kantinn og nái ekki að tengjast Adami og Orra.“ Breiðablik mættu einbeittir til leiks, virkuðu hættulegir strax frá fyrstu mínútu og stjórnuðu leiknum þrátt fyrir að skapa sér ekki mörg hættuleg færi. „Þegar við töpuðum boltanum þá vorum við mjög fljótir að skipta yfir í varnarhugarfar sem gerði það að verkum að við vorum sárasjaldan opnir, vorum mjög þéttir.“ Breiðablik fer með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Víkings. Óskar segir varasamt að rýna of mikið í töfluna þegar svo lítið er búið af mótinu. „Það eru 18 leikir eftir, fullt af stigum í pottinum. Við erum á ágætis róli núna og gæði Valsmanna eru gríðarleg, síðan eiga önnur lið eftir að fara á skrið... Mér finnst þessi deild vera betri en áður, liðin eru jafnari síðan ég byrjaði að þjálfa, fleiri lið sem þora að spila fótbolta og mér finnst það frábært. Það er rosalega margt sem á eftir að gerast og við erum að ná taktinum, höltruðum framan af móti, erum farnir að labba óstuddir ekki með staf og vonandi verðum við farnir að hlaupa áður en við vitum.“ Breiðablik vonast til að byggja ofan á þessu góða gengi þegar liðið mætir Keflavík í 9. umferð deildarinnar. Leikurinn fer fram á HS Orku vellinum í Keflavík, næsta mánudag klukkan 19:15.
Besta deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-0 | Blikar upp í annað sæti eftir sigur í stórleiknum Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. 25. maí 2023 21:55 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-0 | Blikar upp í annað sæti eftir sigur í stórleiknum Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. 25. maí 2023 21:55