„Bara á Íslandi væri bróðir þess sem þú braust á í gæslunni að passa þig“ Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2023 10:33 Karl Friðleifur Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið þegar korter var til leiksloka, og Víkingar 2-0 yfir gegn HK. Þeir lönduðu þó sigri og juku forskot sitt á toppi Bestu deildarinnar. Stöð 2 Sport Rauða spjaldið á Karl Friðleif, leikaraskapur Eyþórs Arons og olnbogaskot Nikolaj Hansen voru til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport eftir mikil læti í Kórnum, í 2-1 sigri Víkinga gegn HK í Bestu deildinni í fótbolta. Víkingar unnu leikinn þrátt fyrir að vera manni færri síðasta korterið eftir að Karl Friðleifur Gunnarsson var rekinn af velli fyrir brot á Eyþóri Aroni Wöhler. Eyþór hafði skömmu áður fengið gult spjald eftir furðuleg viðskipti við Gunnar Vatnhamar þar sem Eyþór kastaði sér niður í gervigrasið. Sérfræðingarnir í Stúkunni byrjuðu á að skorað rauða spjaldið sem Karl Friðleifur fékk en dómari leiksins virtist fyrst ætla að gefa gult spjald. Alla umræðuna og atvikin má sjá í klippunni hér að neðan. Klippa: Stúkan: Lætin í Kórnum „Dómarinn virðist hafa gott sjónarhorn. Virðist sjá þetta alveg „clean“. Ég held að hann hafi endað á réttri ákvörðun. Ég skil ekki hvað Karl Friðleifur er að gera. Hann í rauninni sest á rassinn, fer reyndar ekki á neitt ofboðslegum hraða inn í þetta, en hann fer niður með báðar lappir beinar, aðra uppi, og samkvæmt bókinni þá held ég að þetta sé bara rétt ákvörðun,“ sagði Baldur Sigurðsson. Guðmundur Benediktsson, stjórnandi þáttarins, benti svo á skemmtilega staðreynd þegar hann sýndi mynd af gæslumanninum sem „gætti“ Karls Friðleifs utan vallar eftir rauða spjaldið. Sá var nefnilega Frans, bróðir Eyþórs Arons. „Bara á Íslandi væri bróðir þess sem þú braust á í gæslunni að passa þig eftir að þú fékkst rautt spjald,“ sagði Guðmundur léttur í bragði. Karl Friðleifur Gunnarsson kominn af velli eftir rauða spjaldið, í gæslu hjá bróður þess sem hann braut á.Stöð 2 Sport Höfum allir lent í að fá olnboga í andlitið Sérfræðingarnir skoðuðu einnig olnbogaskot Nikolaj Hansen í Eið Atla Rúnarsson þegar þeir voru í skallabaráttu. Guðmundur spurði hvort að þessu atviki yrði vísað til aganefndar, eins og olnbogaskoti Kjartans Henrys Finnbogasonar í Hansen á dögunum, en Baldur og Atli Viðar Björnsson töldu að það ætti ekki að gera. „Við vitum það náttúrulega ekki en ég myndi ekki gera það. Mér finnst í rauninni galið að einhverjir Hafnfirðingar séu að líkja þessu saman. Mér finnst vera mikill stigsmunur á þessum tveimur atvikum. Nikolaj Hansen lítur aldrei aftur á bak, hann er að nota hendurnar til að stökkva upp, hann er á undan upp. Því miður, þetta gerist bara. Við höfum allir lent í þessu, að fá olnboga í andlitið. Menn fara upp með hendurnar. Sumir dómarar gefa gult á þetta en þetta er heiðarleg barátta sem því miður endar svona fyrir Eið Atla,“ sagði Baldur og Atli Viðar tók undir: „Það að menn fái aðeins á lúðurinn er bara því miður óhjákvæmilegur hluti af leiknum, þegar reglurnar eru eins og þær eru.“ „Eyþór á náttúrulega bara að hætta þessu“ Loks var farið yfir fyrrnefndan leikaraskap Eyþórs Arons sem Baldur sagði vera ljóð á ráði hans: „Eyþór á náttúrulega bara að hætta þessu. Spilaðu eins og þú spilar, og vertu óþolandi, en hættu að kasta þér niður. Þetta er í annað sinn sem við sjáum þetta.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla HK Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Víkingar unnu leikinn þrátt fyrir að vera manni færri síðasta korterið eftir að Karl Friðleifur Gunnarsson var rekinn af velli fyrir brot á Eyþóri Aroni Wöhler. Eyþór hafði skömmu áður fengið gult spjald eftir furðuleg viðskipti við Gunnar Vatnhamar þar sem Eyþór kastaði sér niður í gervigrasið. Sérfræðingarnir í Stúkunni byrjuðu á að skorað rauða spjaldið sem Karl Friðleifur fékk en dómari leiksins virtist fyrst ætla að gefa gult spjald. Alla umræðuna og atvikin má sjá í klippunni hér að neðan. Klippa: Stúkan: Lætin í Kórnum „Dómarinn virðist hafa gott sjónarhorn. Virðist sjá þetta alveg „clean“. Ég held að hann hafi endað á réttri ákvörðun. Ég skil ekki hvað Karl Friðleifur er að gera. Hann í rauninni sest á rassinn, fer reyndar ekki á neitt ofboðslegum hraða inn í þetta, en hann fer niður með báðar lappir beinar, aðra uppi, og samkvæmt bókinni þá held ég að þetta sé bara rétt ákvörðun,“ sagði Baldur Sigurðsson. Guðmundur Benediktsson, stjórnandi þáttarins, benti svo á skemmtilega staðreynd þegar hann sýndi mynd af gæslumanninum sem „gætti“ Karls Friðleifs utan vallar eftir rauða spjaldið. Sá var nefnilega Frans, bróðir Eyþórs Arons. „Bara á Íslandi væri bróðir þess sem þú braust á í gæslunni að passa þig eftir að þú fékkst rautt spjald,“ sagði Guðmundur léttur í bragði. Karl Friðleifur Gunnarsson kominn af velli eftir rauða spjaldið, í gæslu hjá bróður þess sem hann braut á.Stöð 2 Sport Höfum allir lent í að fá olnboga í andlitið Sérfræðingarnir skoðuðu einnig olnbogaskot Nikolaj Hansen í Eið Atla Rúnarsson þegar þeir voru í skallabaráttu. Guðmundur spurði hvort að þessu atviki yrði vísað til aganefndar, eins og olnbogaskoti Kjartans Henrys Finnbogasonar í Hansen á dögunum, en Baldur og Atli Viðar Björnsson töldu að það ætti ekki að gera. „Við vitum það náttúrulega ekki en ég myndi ekki gera það. Mér finnst í rauninni galið að einhverjir Hafnfirðingar séu að líkja þessu saman. Mér finnst vera mikill stigsmunur á þessum tveimur atvikum. Nikolaj Hansen lítur aldrei aftur á bak, hann er að nota hendurnar til að stökkva upp, hann er á undan upp. Því miður, þetta gerist bara. Við höfum allir lent í þessu, að fá olnboga í andlitið. Menn fara upp með hendurnar. Sumir dómarar gefa gult á þetta en þetta er heiðarleg barátta sem því miður endar svona fyrir Eið Atla,“ sagði Baldur og Atli Viðar tók undir: „Það að menn fái aðeins á lúðurinn er bara því miður óhjákvæmilegur hluti af leiknum, þegar reglurnar eru eins og þær eru.“ „Eyþór á náttúrulega bara að hætta þessu“ Loks var farið yfir fyrrnefndan leikaraskap Eyþórs Arons sem Baldur sagði vera ljóð á ráði hans: „Eyþór á náttúrulega bara að hætta þessu. Spilaðu eins og þú spilar, og vertu óþolandi, en hættu að kasta þér niður. Þetta er í annað sinn sem við sjáum þetta.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla HK Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti