Öryggisverðir forsetans segja að enginn hafi slasast og að ekkert sprengiefni hafi fundist í bílnum við nánari skoðun. Rannsóknin er þó sögð benda til þess að maðurinn hafi ekið bílnum viljandi á öryggistálmana en fjölmiðlar hafa eftir vitnum að hann hafi gert atrennu að þeim í tvígang.
Loka þurfti vegum og almenningsgörðum í nágrenninu um tíma vegna málsins í gærkvöldi og nokkur hótel á svæðinu voru rýmd til öryggis. Nafn ökumannsins hefur ekki verið gert opinbert.
Investigation over truck crash near White House https://t.co/NFbUaWwDJu
— BBC News (World) (@BBCWorld) May 23, 2023