Íslenski boltinn

Sjáðu gull­fal­legt mark Óskars Arnar fyrir aftan miðju gegn Val

Aron Guðmundsson skrifar
Óskar Örn gekk til liðs við Grindavík undir lok síðasta árs. 
Óskar Örn gekk til liðs við Grindavík undir lok síðasta árs.  Knattspyrnudeild Grindavíkur

Knatt­spyrnu­maðurinn Óskar Örn Hauks­son, leik­maður Grinda­víkur, minnti ræki­lega á sig í gær er hann skoraði gull­fal­legt mark gegn Bestu deildar liði Vals, með skoti fyrir aftan miðju.

Lengju­deildar­lið Grinda­víkur gerði sér lítið fyrir í gær og sló Val úr Mjólkur­bikarnum í knatt­spyrnu eftir öruggan sigur á Origo-vellinum. Loka­tölur urðu 3-1 úti­sigur Grinda­víkur sem hefur þar með tryggt sér sæti í 8-liða úr­slitum keppninnar.

Mark Óskars Arnar, sem sneri aftur til Grinda­víkur undir lok síðasta árs eftir 17 ára fjar­veru, leit dagsins ljós á 74. mínútu en á þeim tíma­punkti hafði Grinda­vík gert mjög vel og var tveimur mörkum yfir.

Reyndist þetta síðasta mark Grinda­víkur í leiknum en um leið gerði það út um vonir Vals á endur­komu. Tryggvi Hrafn Haralds­son náði að klóra í bakkann fyrir Hlíðar­enda­pilta í upp­bóta­tíma venju­legs leik­tíma en nær komust þeir rauð­klæddu ekki.

Mark Óskars Arnar má sjá hér fyrir neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×