Lærisveinar Guardiola fóru illa með lærisveina Carlo Ancelotti á Etihad-vellinum í Manchester. Eftir fyrri leik liðanna í Madríd var staðan í einvíginu jöfn 1-1 en heimamenn fóru einfaldlega á kostum í gær.
Sigurinn var sá 100. hjá Guardiola í Meistaradeildinni sem þýðir að hann er kominn í hóp með Sir Alex Ferguson og Ancelotti.
Allir þrír hafa stýrt liðum sínum til sigurs í 100 leikjum í deild þeirra bestu. Gæti Guardiola gert gott betur þegar Man City mætir Inter í úrslitum í júní. Yrði það hans fyrsti sigur í Meistaradeildinni síðan 2011 þegar hann þjálfaði Barcelona.
Pep Guardiola joins Sir Alex Ferguson and Carlo Ancelotti as the only managers with 100 Champions League wins pic.twitter.com/uUkNbxFKmW
— B/R Football (@brfootball) May 17, 2023
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu hefst kl. 10.00 þann 10. júní næstkomandi og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.