Fótbolti

„Vorum með hausinn rétt skrúfaðan á“

Stefán Snær Ágústsson skrifar
Guðni Eiríksson er þjálfari FH.
Guðni Eiríksson er þjálfari FH. FH

Guðni Eiríksson, þjálfari FH í Bestu deild kvenna, var að vonum sáttur eftir að hafa stýrt liði sínu til fyrsta sigurs á tímabilinu gegn Keflavík í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið. FH byrjaði af krafti og tók snemma forystuna en þrátt fyrir ágæta endurkomu gestanna náði heimaliðið að halda út í fyrsta heimaleik tímabilsins, lokatölur 3-1 FH í vil.

„[Ég er] gríðarlega sáttur. Ánægður með vinnuframlag leikmanna. Kærkomin sigur og kærkomin þrjú stig.“

FH byrjaði leikinn á framfæti, settu tvö snögg mörk og skutu tvisvar í þverslána í fyrri hluta leiksins.

„Við vorum með hausinn rétt skrúfaðan á þegar dómarinn flautar leikinn. Liðið var klárlega tilbúið og við hefðum hæglega getað verið fjögur núll eftir tíu mínútur.“

„Ég hef ekkert nema hrós fyrir liðið, það var vel innstillt og fókusað og voru tilbúnar í verkið og að sækja þessi þrjú stig sem voru í boði í kvöld.“

Eftir yfirburða byrjun náði FH ekki að gera endanlega út um leikinn og byrjaði Keflavík að sýna lífsmörk. Gestirnir minnkuðu muninn í seinni hálfleik og hélst spenna í leiknum alveg þar til á loka mínútum.

„Það var algjör óþarfi að gefa þeim einhvern smjörþef af því að þær gætu mögulega náð einhverju hér í kvöld. Liðið var sjálfu sér verst á köflum í fyrri hálfleik að gefa þeim smjörþef.“

„Ekki hjálpaði til að fá mark síðan í andlitið. Þótt þær fengu ekki mörg færi þá vitum við að þegar eitt mark skilur liðin þá þarf lítið út að bregða til að missa það niður. Þess þá heldur var sætt að skora í lokin og mér finnst FH liðið hafi átt það fullkomlega skilið frá A til Ö.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×