Íslenski boltinn

Arnar þakkar Heimi fyrir | „Vorum al­gjörar píkur í fyrra“

Aron Guðmundsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Vísir/Hulda Margrét

Arnar Gunn­laugs­son, þjálfari Víkings Reykja­víkur í Bestu deild karla, er þakk­látur Heimi Guð­jóns­syni þjálfara FH eftir að sá síðar­nefndi sagði lið Víkings vera það grófasta í deildinni. Arnar segir þetta hrós fyrir sína menn því þeir hafi verið „al­gjörar píkur í fyrra.“

Arnar svaraði ummælum Heimis í viðtali við Fótbolti.net í dag.

Eftir sigur Víkinga á FH í Bestu deild karla í gær sagði Arnar, í við­tali við Vísi, að FH-ingar hefðu komið út í síðari hálf­leik með það sem mark­mið að meiða leik­menn Víkings en Hafn­firðingarnir voru þá tveimur mörkum undir.

Heimir svaraði þessum um­mælum Arnars í við­tali við Vísi í kjöl­farið. Hann sagði Arnar tala oft mikið

„Víkingur er grófasta liðið í deildinni. Þeir fara bara betur með það heldur en önnur lið...Ég skil ekkert í honum að vera væla, þeir vældu á bekknum lát­laust. Mér fannst við spila góðan fót­bolta í seinni hálf­leik. Pablo [Punyed] átti aldrei að klára þennan leik. Þannig að, eitt og annað sem féll ekki með okkur. Fannst líka Nikola­j [Han­sen] setja hendurnar í marki númer tvö.“

„Þakklátur Heimi fyrir þessi orð“

Arnar var spurður út í um­mæli Heimis í við­tali við Fót­bolti.net í dag og þar segist hann taka um­mælum Heimis, þess efnis að Víkingur Reykja­vík sé grófasta lið deildarinnar, sem hrósi í garð sinna manna.

„Af því við vorum al­­gjörar píkur í fyrra,“ sagði Arnar í við­tali við Fót­bolti.net. „Eðli­­lega, þetta fer bara eftir mann­­skap. Í fyrra vorum við með hrika­­lega flott lið, áttum mjög gott tíma­bil og spiluðum skemmti­­legan fót­­bolta.

Pablo, Niko og Halli voru meiddir, vorum ekki með Matta (Matthías Vil­hjálms­­son), þá er þetta að­eins öðru­­vísi. Núna erum við 'tough', látum finna fyrir okkur og ér bara þakk­látur Heimi fyrir þessi orð, virki­­lega hrærður, því mín lið hafa ekki verið kennd við svo­­leiðis hingað til. Bara frá­bært."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×