Innlent

Katrín og von der Leyen funda á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Getty

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu eiga tvíhliða fund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík á morgun.

Von der Leyen kemur hingað til lands í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík á morgun, þriðjudag, og miðvikudag.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að haldinn verði blaðamannafundur í loknum fundi þeirra Katrínar og von der Leyen og hefst hann klukkan 14:45.

Leiðtogafundurinn í Reykjavík er sá fjórði í sögu Evrópuráðsins. Fyrir fundinum liggur að samþykkja formlega gerð sérstakrar skrár vegna þess tjóns sem innrás Rússlands hefur valdið Úkraínu og árétta mikilvægi þeirra gilda sem Evrópuráðið stendur vörð um.

Ákveðið var í nóvember að boða til fundarins og var ákveðið að halda hann í Reykjavík þar sem Ísland færi með formennsku í ráðinu. Tilefni fundarins er sagt vera sú alvarlega staða sem ríki í Evrópu vegna innrásar Rússlands í Úkraínu og að tryggja að ráðið geti áfram unnið að sínum grunngildum innan álfunnar – lýðræði, mannréttindum og réttarríki.


Tengdar fréttir

Þessi hafa boðað komu sína á leiðtogafundinn

Mikill fjöldi fólks hefur boðað komu sína á leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu í vikunni. Forsetar, forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og kardínáli eru á meðal þeirra sem eru á gestalistanum. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhver frá Úkraínu komi á fundinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×