Allar líkur á annarri umferð í forsetakosningunum í Tyrklandi Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. maí 2023 06:39 Fylgi Erdogan í fyrri umferð kosninganna hefur komið mörgum á óvart. AP/Amrah Gurel Mestar líkur virðast nú vera á því að önnur umferð muni fara fram í forsetakosningunum í Tyrklandi, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu frambjóðandanna. Eftir 20 ár á valdastólum var Recep Teyyip Erdogan sigurviss í ræðu sinni til stuðningsmanna í nótt og sagðist fullviss um að ná meirihluta atkvæða og tryggja sér embættið. Helsti mótframbjóðandi hans, Kemal Kilicdaroglu, segir hinsvegar ljóst að hann verði með pálmann í höndunum þegar yfir lýkur. Enn á eftir að telja um 10 prósent atkvæða og Erdogan er aðeins með 49,4 prósent atkvæða en Kilicdaroglu kemur næstur með 44,79 prósent. Þriðji frambjóðandinn, sem mun heltast úr lestinni fyrir aðra umferð, er svo með rúm fimm prósent atkvæða. Erdogan hefur verið nær einráður í Tyrklandi um árabil en síðustu misseri hefur hallað undan fæti. Verðbólgan mælist nú um 45 prósent og efnahagsaðgerðir forsetans hafa verið harðlega gagnrýndar. Þá var Erdogan einnig gagnrýndur fyrir lélegt viðbragð ríkisins við jarðskjálftunum í febrúar, þar sem rúmlega fimmtíu þúsund manns fórust. Því bjuggust margir við því að forsetinn myndi tapa kosningunum nú og kemur sumur sérfræðingum nokkuð á óvart hversu mikið fylgi Erdogan fékk í fyrri umferðinni. Síðari umferð forsetakosninganna mun fara fram 28. maí næstkomandi. Tyrkland Tengdar fréttir Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga. 14. maí 2023 20:58 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Eftir 20 ár á valdastólum var Recep Teyyip Erdogan sigurviss í ræðu sinni til stuðningsmanna í nótt og sagðist fullviss um að ná meirihluta atkvæða og tryggja sér embættið. Helsti mótframbjóðandi hans, Kemal Kilicdaroglu, segir hinsvegar ljóst að hann verði með pálmann í höndunum þegar yfir lýkur. Enn á eftir að telja um 10 prósent atkvæða og Erdogan er aðeins með 49,4 prósent atkvæða en Kilicdaroglu kemur næstur með 44,79 prósent. Þriðji frambjóðandinn, sem mun heltast úr lestinni fyrir aðra umferð, er svo með rúm fimm prósent atkvæða. Erdogan hefur verið nær einráður í Tyrklandi um árabil en síðustu misseri hefur hallað undan fæti. Verðbólgan mælist nú um 45 prósent og efnahagsaðgerðir forsetans hafa verið harðlega gagnrýndar. Þá var Erdogan einnig gagnrýndur fyrir lélegt viðbragð ríkisins við jarðskjálftunum í febrúar, þar sem rúmlega fimmtíu þúsund manns fórust. Því bjuggust margir við því að forsetinn myndi tapa kosningunum nú og kemur sumur sérfræðingum nokkuð á óvart hversu mikið fylgi Erdogan fékk í fyrri umferðinni. Síðari umferð forsetakosninganna mun fara fram 28. maí næstkomandi.
Tyrkland Tengdar fréttir Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga. 14. maí 2023 20:58 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga. 14. maí 2023 20:58