Fótbolti

PSG hárs­breidd frá meistara­titlinum | Dort­mund heldur í við Bayern

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mbappé skoraði tvö í kvöld.
Mbappé skoraði tvö í kvöld. Ibrahim Ezzat/Getty Images

París Saint-Germain vann öruggan 5-0 sigur á AC Ajaccio í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu i kvöld. Í Þýskalandi vann Borussia Dortmund 5-2 sigur á Gladbach og er því enn í harðri baráttu við Bayern um meistaratitilinn.

París Saint-Germain vann öruggan 5-0 sigur á AC Ajaccio í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu i kvöld.

Það hefur mikið gengið á hjá PSG að undanförnu en þó liðið verði franskur meistari er ljóst að um mikið vonbrigða tímabil er að ræða. Takist liðinu að henda frá sér meistaratitlinum má reikna með óeirðum í París.

Liðið vann einkar öruggan sigur í kvöld þar sem Fabian Ruiz og Achraf Hakimi skoruðu í fyrri hálfleik. Í þeim síðari skoraði Kylian Mbappé tvívegis áður en leikmaður gestanna varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Hakimi fékk beint rautt spjald þegar 13 mínútur lifðu leiks. Leikmaður gestanna fór sömu leið skömmu síðar. Það hafði engin áhrif á lokatölur en PSG vann 5-0 sigur.

Þegar PSG og Lens eiga þrjá leiki eftir er Parísarliðið með 81 stig og Lens 75 stig. Marseille er svo í 3. sæti með 70 stig eftir 34 leiki.

Í Þýskalandi heldur Dortmund í topplið Bayern eftir 5-2 sigur á Gladbach. Donyell Malen, Jude Bellingam og Sebastian Haller skoruðu allir í fyrri hálfleik, staðan 4-0 Dortmudn í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Ramy Bensebaini og Lars Stindl minnkuðu muninn áður en Giovanni Reyna skoraði fimmta mark Dortmund, lokatölur 5-2.

Þegar sex umferðir eru eftir af þýsku úrvalsdeildinni er Dortmund með 67 stig eða aðeins stigi minna en topplið Bayern. Gladbach er í 11. sæti með 39 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×