PSG hársbreidd frá meistaratitlinum | Dortmund heldur í við Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2023 21:31 Mbappé skoraði tvö í kvöld. Ibrahim Ezzat/Getty Images París Saint-Germain vann öruggan 5-0 sigur á AC Ajaccio í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu i kvöld. Í Þýskalandi vann Borussia Dortmund 5-2 sigur á Gladbach og er því enn í harðri baráttu við Bayern um meistaratitilinn. París Saint-Germain vann öruggan 5-0 sigur á AC Ajaccio í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu i kvöld. Það hefur mikið gengið á hjá PSG að undanförnu en þó liðið verði franskur meistari er ljóst að um mikið vonbrigða tímabil er að ræða. Takist liðinu að henda frá sér meistaratitlinum má reikna með óeirðum í París. Liðið vann einkar öruggan sigur í kvöld þar sem Fabian Ruiz og Achraf Hakimi skoruðu í fyrri hálfleik. Í þeim síðari skoraði Kylian Mbappé tvívegis áður en leikmaður gestanna varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. 2 6 * @KMbappe #PSGACA 4-0 https://t.co/p3MlyquZkb pic.twitter.com/9Ug25KXrq8— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) May 13, 2023 Hakimi fékk beint rautt spjald þegar 13 mínútur lifðu leiks. Leikmaður gestanna fór sömu leið skömmu síðar. Það hafði engin áhrif á lokatölur en PSG vann 5-0 sigur. Þegar PSG og Lens eiga þrjá leiki eftir er Parísarliðið með 81 stig og Lens 75 stig. Marseille er svo í 3. sæti með 70 stig eftir 34 leiki. Í Þýskalandi heldur Dortmund í topplið Bayern eftir 5-2 sigur á Gladbach. Donyell Malen, Jude Bellingam og Sebastian Haller skoruðu allir í fyrri hálfleik, staðan 4-0 Dortmudn í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. pic.twitter.com/9UttrK7Y4L— Jude Bellingham (@BellinghamJude) May 13, 2023 Ramy Bensebaini og Lars Stindl minnkuðu muninn áður en Giovanni Reyna skoraði fimmta mark Dortmund, lokatölur 5-2. Þegar sex umferðir eru eftir af þýsku úrvalsdeildinni er Dortmund með 67 stig eða aðeins stigi minna en topplið Bayern. Gladbach er í 11. sæti með 39 stig. Fótbolti Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira
París Saint-Germain vann öruggan 5-0 sigur á AC Ajaccio í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu i kvöld. Það hefur mikið gengið á hjá PSG að undanförnu en þó liðið verði franskur meistari er ljóst að um mikið vonbrigða tímabil er að ræða. Takist liðinu að henda frá sér meistaratitlinum má reikna með óeirðum í París. Liðið vann einkar öruggan sigur í kvöld þar sem Fabian Ruiz og Achraf Hakimi skoruðu í fyrri hálfleik. Í þeim síðari skoraði Kylian Mbappé tvívegis áður en leikmaður gestanna varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. 2 6 * @KMbappe #PSGACA 4-0 https://t.co/p3MlyquZkb pic.twitter.com/9Ug25KXrq8— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) May 13, 2023 Hakimi fékk beint rautt spjald þegar 13 mínútur lifðu leiks. Leikmaður gestanna fór sömu leið skömmu síðar. Það hafði engin áhrif á lokatölur en PSG vann 5-0 sigur. Þegar PSG og Lens eiga þrjá leiki eftir er Parísarliðið með 81 stig og Lens 75 stig. Marseille er svo í 3. sæti með 70 stig eftir 34 leiki. Í Þýskalandi heldur Dortmund í topplið Bayern eftir 5-2 sigur á Gladbach. Donyell Malen, Jude Bellingam og Sebastian Haller skoruðu allir í fyrri hálfleik, staðan 4-0 Dortmudn í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. pic.twitter.com/9UttrK7Y4L— Jude Bellingham (@BellinghamJude) May 13, 2023 Ramy Bensebaini og Lars Stindl minnkuðu muninn áður en Giovanni Reyna skoraði fimmta mark Dortmund, lokatölur 5-2. Þegar sex umferðir eru eftir af þýsku úrvalsdeildinni er Dortmund með 67 stig eða aðeins stigi minna en topplið Bayern. Gladbach er í 11. sæti með 39 stig.
Fótbolti Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira