Segir að Mourinho gæti verið rétti maðurinn fyrir PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2023 23:31 Gæti Mourinho verið á leið til Parísar? Alessandro Sabattini/Getty Images José Mourinho, þjálfari Roma, hefur verið orðaður við stjórastöðu París Saint-Germain. Franska liðinu dreymir um árangur í Evrópu og þar eru fáir betri en Mourinho. Hinn sextugi Mourinho er við það að stýra Roma í úrslit Evrópudeildarinnar en liðið sigraði Bayer Leverkusen 1-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum á fimmtudaginn var. Á síðustu leiktíð fóru Rómverjar alla leið í Sambandsdeild Evrópu og var Mourinho í kjölfarið „krýndur“ keisari Rómar. Þó Roma hafi ekki gengið nægilega vel heima fyrir þá telur James Horncastle, blaðamaður sem veit meira en flestir um ítalskan fótbolta, að Mourinho gæti verið rétti maðurinn fyrir PSG. „Ég tel að Mourinho horfi á Roma sem stökkpall í annað stórt starf,“ sagði Horncastle í hlaðvarpi á dögunum. Mourinho, sem hefur þjálfað Chelsea, Inter, Real Madríd og Manchester United á ferli sínum var spurður út í áhuga PSG á dögunum. Hann hló einfaldlega og sagði að ef franska liðið myndi hringja þá myndi enginn svara. José Mourinho: Paris Saint-Germain are calling to appoint me? If they're looking for me, they didn't find me because they haven't talked to me , told Sky Sport. #PSG pic.twitter.com/VICGRpZ9J8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2023 Það er hins vegar talið næsta öruggt að Portúgalinn vilji komast að hjá liði sem getur unnið fjölda titla á nýjan leik. „Mourinho er einhver sem vill vinna hvar sem hann er. Ég tel að honum líði þannig að Roma geti ekki barist um ítalska meistaratitilinn nema þeir breyti áherslum sínum og fari að eyða meiri pening. Hann vill eiga möguleiga á að vinna Meistaradeild Evrópu á nýjan leik,“ sagði Horncastle einnig. Þó Mourinho hafi átt erfitt uppdráttar hjá Man United og hlutabréfin hríðlækkað þá hefur hann sýnt snilli sína hjá Roma. Blaðamaðurinn Guillem Balague telur að ef PSG er alvara með að fara í aðra átt og fækka stórstjörnum þá gæti Mourinho orðið maðurinn sem liðið þarf á að halda. Jose Mourinho's Roma side are one result away from heading back to their second European final in two seasons pic.twitter.com/LVJgARovom— ESPN FC (@ESPNFC) May 11, 2023 „Ef félagið bakkar hann upp og gefur hönum völd þegar kemur að leikmannamálum þá gæti hann verið rétti maðurinn í starfið. Þeir þurfa ekki einhvern sem vill finna upp hjólið, þeir þurfa einhvern sem getur skipulagt og stýrt skútunni í rétta átt,“ bætti Balague við. Þá hjálpar til að Jorge Mendes, umboðsmaður Mourinho, er einn besti vinur Luis Campos, íþróttastjóra PSG. Hvort það sé nóg til að Mourinho verði ráðinn kemur í ljós en sem stendur stefnir hann á að tryggja Rómverjum annan Evróputitil á jafn mörgum árum. Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Hinn sextugi Mourinho er við það að stýra Roma í úrslit Evrópudeildarinnar en liðið sigraði Bayer Leverkusen 1-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum á fimmtudaginn var. Á síðustu leiktíð fóru Rómverjar alla leið í Sambandsdeild Evrópu og var Mourinho í kjölfarið „krýndur“ keisari Rómar. Þó Roma hafi ekki gengið nægilega vel heima fyrir þá telur James Horncastle, blaðamaður sem veit meira en flestir um ítalskan fótbolta, að Mourinho gæti verið rétti maðurinn fyrir PSG. „Ég tel að Mourinho horfi á Roma sem stökkpall í annað stórt starf,“ sagði Horncastle í hlaðvarpi á dögunum. Mourinho, sem hefur þjálfað Chelsea, Inter, Real Madríd og Manchester United á ferli sínum var spurður út í áhuga PSG á dögunum. Hann hló einfaldlega og sagði að ef franska liðið myndi hringja þá myndi enginn svara. José Mourinho: Paris Saint-Germain are calling to appoint me? If they're looking for me, they didn't find me because they haven't talked to me , told Sky Sport. #PSG pic.twitter.com/VICGRpZ9J8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2023 Það er hins vegar talið næsta öruggt að Portúgalinn vilji komast að hjá liði sem getur unnið fjölda titla á nýjan leik. „Mourinho er einhver sem vill vinna hvar sem hann er. Ég tel að honum líði þannig að Roma geti ekki barist um ítalska meistaratitilinn nema þeir breyti áherslum sínum og fari að eyða meiri pening. Hann vill eiga möguleiga á að vinna Meistaradeild Evrópu á nýjan leik,“ sagði Horncastle einnig. Þó Mourinho hafi átt erfitt uppdráttar hjá Man United og hlutabréfin hríðlækkað þá hefur hann sýnt snilli sína hjá Roma. Blaðamaðurinn Guillem Balague telur að ef PSG er alvara með að fara í aðra átt og fækka stórstjörnum þá gæti Mourinho orðið maðurinn sem liðið þarf á að halda. Jose Mourinho's Roma side are one result away from heading back to their second European final in two seasons pic.twitter.com/LVJgARovom— ESPN FC (@ESPNFC) May 11, 2023 „Ef félagið bakkar hann upp og gefur hönum völd þegar kemur að leikmannamálum þá gæti hann verið rétti maðurinn í starfið. Þeir þurfa ekki einhvern sem vill finna upp hjólið, þeir þurfa einhvern sem getur skipulagt og stýrt skútunni í rétta átt,“ bætti Balague við. Þá hjálpar til að Jorge Mendes, umboðsmaður Mourinho, er einn besti vinur Luis Campos, íþróttastjóra PSG. Hvort það sé nóg til að Mourinho verði ráðinn kemur í ljós en sem stendur stefnir hann á að tryggja Rómverjum annan Evróputitil á jafn mörgum árum.
Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira