Kjaradeilan harðnar: BSRB gerir sveitarfélögum upp leit að meðvirku starfsfólki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. maí 2023 14:55 BSRB er nokkuð harðort í auglýsingunum sem beinast að íbúum sveitarfélaganna. BSRB BSRB hóf í dag óvenjulega auglýsingaherferð vegna kjaradeilu sinnar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samskiptastjóri BSRB segir markmiðið að upplýsa íbúa sveitarfélaganna sem mismuni starfsfólki sínu. Deiluaðilar munu funda hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 á morgun. Auglýsingar BSRB líta út eins og um starfsauglýsingar sveitarfélaganna sé um að ræða. Virðist Kópavogsbær meðal annars óska eftir starfskrafti og býður óþægilega stemningu á vinnustað sem fríðindi. Seltjarnarnesbær býður lægri laun og skýra mismunun í auglýsingu BSRB á meðan Garðabær virðist óska eftir meðvirkum starfskrafti. Herferðin nær til auglýsingaskilta, samfélagsmiðla og útvarps. „Markmiðið með herferðinni er að upplýsa íbúa sveitarfélaganna sem eru að mismuna starfsfólki sínu um stöðuna,“ segir Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB. „Það er mikilvægt að almenningur skynji óréttlætið sem felst í því þegar starfsfólki í sömu störfum, á sömu vinnustöðum, séu ekki greidd sömu laun - og það hjálpi okkur í BSRB að þrýsta á bæjar- og sveitarstjórnir að láta af þessari óbilgirni.“ Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB. BSRB Segist skynja stuðning við baráttuna Aðspurð segist Freyja skynja stuðning meðal almennings við baráttu og verkfallsaðgerðir, meðal annars hjá þeim sem aðgerðirnar bitni á. Aðgerðir BSRB munu ná til tíu sveitarfélaga ef af verður. „Meira að segja fólk sem aðgerðirnar bitna á eins og foreldra leik- og grunnskólabarna er skilningsríkt og vill ekki að fóllkinu sem sinnir börnum þeirra sé mismunað svona.“ Verkföll hefjast að óbreyttu hjá starfsfólki BSRB á leikskólum og grunnskólum þann 15. maí næstkomandi. Fara starfsmenn leikskóla í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ í verkfall ef af verður auk starfsfólks í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Kjaramál Stéttarfélög Ölfus Vinnumarkaður Hafnarfjörður Hveragerði Árborg Reykjanesbær Auglýsinga- og markaðsmál Seltjarnarnes Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Auglýsingar BSRB líta út eins og um starfsauglýsingar sveitarfélaganna sé um að ræða. Virðist Kópavogsbær meðal annars óska eftir starfskrafti og býður óþægilega stemningu á vinnustað sem fríðindi. Seltjarnarnesbær býður lægri laun og skýra mismunun í auglýsingu BSRB á meðan Garðabær virðist óska eftir meðvirkum starfskrafti. Herferðin nær til auglýsingaskilta, samfélagsmiðla og útvarps. „Markmiðið með herferðinni er að upplýsa íbúa sveitarfélaganna sem eru að mismuna starfsfólki sínu um stöðuna,“ segir Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB. „Það er mikilvægt að almenningur skynji óréttlætið sem felst í því þegar starfsfólki í sömu störfum, á sömu vinnustöðum, séu ekki greidd sömu laun - og það hjálpi okkur í BSRB að þrýsta á bæjar- og sveitarstjórnir að láta af þessari óbilgirni.“ Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB. BSRB Segist skynja stuðning við baráttuna Aðspurð segist Freyja skynja stuðning meðal almennings við baráttu og verkfallsaðgerðir, meðal annars hjá þeim sem aðgerðirnar bitni á. Aðgerðir BSRB munu ná til tíu sveitarfélaga ef af verður. „Meira að segja fólk sem aðgerðirnar bitna á eins og foreldra leik- og grunnskólabarna er skilningsríkt og vill ekki að fóllkinu sem sinnir börnum þeirra sé mismunað svona.“ Verkföll hefjast að óbreyttu hjá starfsfólki BSRB á leikskólum og grunnskólum þann 15. maí næstkomandi. Fara starfsmenn leikskóla í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ í verkfall ef af verður auk starfsfólks í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar.
Kjaramál Stéttarfélög Ölfus Vinnumarkaður Hafnarfjörður Hveragerði Árborg Reykjanesbær Auglýsinga- og markaðsmál Seltjarnarnes Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira