Leyniþjónusta rússneska hersins talin standa fyrir stórum hluta netárása á Íslandi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2023 18:55 Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. sigurjón ólason Leyniþjónusta rússneska hersins er talin standa fyrir stórum hluta þeirra netárása sem beinst hafa gegn Íslandi og öðrum NATO ríkjum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um fjölþáttaógnir. Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir, en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika, líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni kemur fram að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu og þeir taldir ábyrgir fyrir netárásum og tilraunum til ólöglegrar upplýsingaöflunar á Íslandi. Fram kemur að frá innrás Rússa í Úkraínu hafi tíðni netárása margfaldast hér á landi. Árið 2020 fékk netöryggissveitin CERTIS 266 tilkynningar um netárásir en árið 2022 voru þær fleiri en 700. Tilkynningum hefur fjölgað gríðarlega.grafík/sara Má þar nefna gagnaleka hjá Reykjavíkurborg, netárás á Lyfjastofnun og fjögur hundruð þúsund árásir á Neyðarlínuna á einum sólarhring. Þá er leyniþjónusta rússneska hersins talin standa fyrir stórum hluta árása sem beinast gegn NATO-ríkjum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir það mat lögreglunnar að samtal þurfi að eiga sér stað á hinu pólitíska sviði um auknar varnir. „Hvort íslenska lögreglan eigi að hafa frekari heimildir til að sporna gegn þessari starfsemi? Við sjáum að það er sett sérstök löggjöf utan um starfsemi öryggisþjónustu á Norðurlöndunum sem hafa sérstakar heimildir og þetta tiltekna hlutverk, að sporna gegn þessari ólöglegu upplýsingaöflun,“ segir Runólfur Þórhallsson. Alvarlegar árásir árið 2022 þar sem spilliforritum var beitt.grafík/sara Ríkislögreglustjóri skoðar nú nokkur mál þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir, en Runólfur segist ekki geta tjáð sig um fjölda þeirra mála. Hann bendir á að önnur NATO ríki hafi gripið til þess að vísa sendiráðsstarfsmönnum á brott til að draga úr hættunni á netárásum og njósnum. „Við höfum ekki gripið til þeirra ráðstöfunar hér á landi. Við erum, ólíkt öðrum löndum sem við erum í samstarfi við, ekki með her hér þannig við metum það að við séum ekki mjög hátt í forgangsröðuninni en engu að síður teljum við mjög líklegt að þessi starfsemi sé stunduð hér á landi.“ Netöryggi Rússland Netglæpir Öryggis- og varnarmál NATO Lögreglumál Tengdar fréttir Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. 10. maí 2023 12:12 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir, en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika, líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni kemur fram að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu og þeir taldir ábyrgir fyrir netárásum og tilraunum til ólöglegrar upplýsingaöflunar á Íslandi. Fram kemur að frá innrás Rússa í Úkraínu hafi tíðni netárása margfaldast hér á landi. Árið 2020 fékk netöryggissveitin CERTIS 266 tilkynningar um netárásir en árið 2022 voru þær fleiri en 700. Tilkynningum hefur fjölgað gríðarlega.grafík/sara Má þar nefna gagnaleka hjá Reykjavíkurborg, netárás á Lyfjastofnun og fjögur hundruð þúsund árásir á Neyðarlínuna á einum sólarhring. Þá er leyniþjónusta rússneska hersins talin standa fyrir stórum hluta árása sem beinast gegn NATO-ríkjum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir það mat lögreglunnar að samtal þurfi að eiga sér stað á hinu pólitíska sviði um auknar varnir. „Hvort íslenska lögreglan eigi að hafa frekari heimildir til að sporna gegn þessari starfsemi? Við sjáum að það er sett sérstök löggjöf utan um starfsemi öryggisþjónustu á Norðurlöndunum sem hafa sérstakar heimildir og þetta tiltekna hlutverk, að sporna gegn þessari ólöglegu upplýsingaöflun,“ segir Runólfur Þórhallsson. Alvarlegar árásir árið 2022 þar sem spilliforritum var beitt.grafík/sara Ríkislögreglustjóri skoðar nú nokkur mál þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir, en Runólfur segist ekki geta tjáð sig um fjölda þeirra mála. Hann bendir á að önnur NATO ríki hafi gripið til þess að vísa sendiráðsstarfsmönnum á brott til að draga úr hættunni á netárásum og njósnum. „Við höfum ekki gripið til þeirra ráðstöfunar hér á landi. Við erum, ólíkt öðrum löndum sem við erum í samstarfi við, ekki með her hér þannig við metum það að við séum ekki mjög hátt í forgangsröðuninni en engu að síður teljum við mjög líklegt að þessi starfsemi sé stunduð hér á landi.“
Netöryggi Rússland Netglæpir Öryggis- og varnarmál NATO Lögreglumál Tengdar fréttir Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. 10. maí 2023 12:12 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira
Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. 10. maí 2023 12:12