Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um nýja skýrslu Ríkislögreglustjóra um svokallaðar fjölþáttaógnir. 

Þar kemdur meðal annars fram að nokkur mál séu nú til rannsóknar þar sem erlendir ríkisborgarar eru grunaðir eru um að hafa komið hingað til lands í þeim tilgangi að stunda njósnir. 

Þá fjöllum við um ÍL sjóðinn en sérstök umræða fer fram á Alþingi síðar í dag um það mál. Þingflokksformaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu í málinu. 

Einnig verður rætt við menningarmálaráðherra sem segir ljóst að ríkið muni rukka þau sveitarfélög sem í sparnaðarskyni hafa ákveðið að flytja skjalasöfn sín til Þjóðskjalasafns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×