Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýjustu skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála hér á landi. 

Sendinefnd sjóðsins telur að auka þurfi aðhald í efnahagsstjórninni þrátt fyrir að hagvaxtarhorfur séu framur jákvæðar. 

Þá verður rætt við sérfræðing í fólksfjöldafræðum um þá staðreynd að frjósemi hefur aldrei verið minni hér á landi frá upphafi mælinga, eða frá árinu 1853. 

Einnig tölum við við formann Viðreisnar sem hafnar því algerlega að matvælaráðherra hafi ekki tök á því að banna hvalveiðar næsta sumar, í ljósi nýrrar skýrslu Mast. Hún segir það bæði ósiðlegt og óverjandi að grípa ekki tafarlaust til aðgerða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×