Í gæsluvarðhaldi fyrir að falsa að fyrrverandi sambýliskonan væri á lífi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. maí 2023 11:33 Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi þar til á föstudag. Hann á, samkvæmt erlendum lögregluyfirvöldum, það til að láta sig hverfa sporlaust. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni, sem er grunaður um fjársvik og skjalafals. Maðurinn er sagður hafa í áraraðir haldið því fram að fyrrverandi sambýliskona hans væri á lífi en hún lést árið 2014. Maðurinn dvaldi hins vegar í húsnæði Félagsbústaða, sem var skráð á konuna, tók út lyfseðilskyld lyf hennar og notaði fjármuni sem hún fær enn frá Tryggingastofnun. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn síðastliðinn þriðjudag, 2. maí, og sætir maðurinn gæsluvarðhaldi þar til föstudagsins 12. maí. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur að 4. apríl síðastliðinn hafi lögregla verið kölluð á heimili mannsins vegna meints heimilisofbeldis hans gegn núverandi sambýliskonu. Sambýliskonan greindi þar frá því að fyrrverandi sambýliskona mannsins hafi látist fyrir mörgum árum og maðurinn taki enn út lyf í hennar nafni. Þá hafi maðurinn reynt að fá núverandi sambýliskonuna til að nota símanúmer hinnar látnu. Neitaði að konan væri látin Sagðist konan telja að maðurinn væri að reyna að fá hana til að koma fram sem fyrrverandi sambýliskonuna, þar sem íbúðin væri skráð í hennar nafni. Þá hafi hún boðist til að koma dánarvottorði fyrrverandi sambýliskonunnar til Íslands svo hægt væri að ganga frá hennar málum hér á landi. Maðurinn hafi hins vegar reiðst við það og meinað henni að gera það. Í skýrslutöku neitaði maðurinn því að fyrrverandi sambýliskona hans væri látin og kvaðst hafa talað við hana tveimur vikum áður en hún hafi farið erlendis fyrir síðustu jól. Þá kemur fram í úrskurðinum að hin látna sé hjá Félagsbústöðum skráður eigandi að íbúðinni og maðurinn ekki skráður íbúi í eigninni. Þá hafi konan þegið félagsbætur frá Tryggingastofnun ríkisins allt til dagsins í dag. Á sögu um að hverfa sporlaust Þann 19. apríl hafi lögreglan rætt símleiðis við bróður hinnar látnu sem tjáði lögreglu að hún hafi látist árið 2014. Samdægurs, þann 19. apríl, barst lögreglu dánarvottorð. Hinn ákærði er samkvæmt úrskurðinum erlendur ríkisborgari, þó ekki komi fram hvar, og hefur þar langan sakaferil og þekktur fyrir að hverfa sporlaust. 27. apríl síðastliðinn gerði lögregla húsleit á heimilinu þar sem fannst útrunnið vegabréf hinnar látnu og íslykill hennar. Þá fundust tvær stílabækur með innskráningarupplýsingum hennar og mannsins, meðal annars bankaupplýsingar, Paypal upplýsingar og fleiri. Á opinni tölvu á heimilinu fannst reikningur í nafni konunnar á bland.is þar sem verið var að selja vörur. Maðurinn var handtekinn sama dag. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn síðastliðinn þriðjudag, 2. maí, og sætir maðurinn gæsluvarðhaldi þar til föstudagsins 12. maí. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur að 4. apríl síðastliðinn hafi lögregla verið kölluð á heimili mannsins vegna meints heimilisofbeldis hans gegn núverandi sambýliskonu. Sambýliskonan greindi þar frá því að fyrrverandi sambýliskona mannsins hafi látist fyrir mörgum árum og maðurinn taki enn út lyf í hennar nafni. Þá hafi maðurinn reynt að fá núverandi sambýliskonuna til að nota símanúmer hinnar látnu. Neitaði að konan væri látin Sagðist konan telja að maðurinn væri að reyna að fá hana til að koma fram sem fyrrverandi sambýliskonuna, þar sem íbúðin væri skráð í hennar nafni. Þá hafi hún boðist til að koma dánarvottorði fyrrverandi sambýliskonunnar til Íslands svo hægt væri að ganga frá hennar málum hér á landi. Maðurinn hafi hins vegar reiðst við það og meinað henni að gera það. Í skýrslutöku neitaði maðurinn því að fyrrverandi sambýliskona hans væri látin og kvaðst hafa talað við hana tveimur vikum áður en hún hafi farið erlendis fyrir síðustu jól. Þá kemur fram í úrskurðinum að hin látna sé hjá Félagsbústöðum skráður eigandi að íbúðinni og maðurinn ekki skráður íbúi í eigninni. Þá hafi konan þegið félagsbætur frá Tryggingastofnun ríkisins allt til dagsins í dag. Á sögu um að hverfa sporlaust Þann 19. apríl hafi lögreglan rætt símleiðis við bróður hinnar látnu sem tjáði lögreglu að hún hafi látist árið 2014. Samdægurs, þann 19. apríl, barst lögreglu dánarvottorð. Hinn ákærði er samkvæmt úrskurðinum erlendur ríkisborgari, þó ekki komi fram hvar, og hefur þar langan sakaferil og þekktur fyrir að hverfa sporlaust. 27. apríl síðastliðinn gerði lögregla húsleit á heimilinu þar sem fannst útrunnið vegabréf hinnar látnu og íslykill hennar. Þá fundust tvær stílabækur með innskráningarupplýsingum hennar og mannsins, meðal annars bankaupplýsingar, Paypal upplýsingar og fleiri. Á opinni tölvu á heimilinu fannst reikningur í nafni konunnar á bland.is þar sem verið var að selja vörur. Maðurinn var handtekinn sama dag.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira