Íslenski boltinn

Sjáðu „Vindinn“ gefa þrjár stoð­sendingar og öll mörkin þegar Valur lék sér að KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmenn fagna einu af fimm mörkum sínum á móti KR á Hlíðarenda í gærkvöldi.
Valsmenn fagna einu af fimm mörkum sínum á móti KR á Hlíðarenda í gærkvöldi. Vísir/Diego

Valsmenn fóru illa með nágranna sína í KR í Bestu deild karla í fótbolta í gær og héldu þar áfram að raða inn mörkum.

Valur vann leikinn 5-0 og KR-liðið er því bæði markalaust og stigalaust í fjórum leikjum í röð.

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö síðustu mörk Valsmanna eftir að hafa komið inn á sem varamaður en áður höfðu þeir Kristinn Freyr Sigurðsson, Guðmundur Andri Tryggvason og Aron Jóhannsson komið Val 3-0 yfir.

Hinn 38 ára gamli Birkir Már Sævarsson, oft kallaður vindurinn, fór á kostum í hægri bakverðinum og átti þrjár stoðsendingar í leiknum.

Hinum megin lagði Sigurður Egill Lárusson upp tvö mörk. Valsliðið hefur nú skorað ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum og er komið á toppinn í deildinni með fimmtán stig og tólf mörk í plús.

Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leiknum.

Klippa: Mörkin úr stórsigri Valsmanna á KR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×