Innlent

Týndist á Hellu og fannst í bíla­kjallara í Reykja­vík

Bjarki Sigurðsson skrifar
Beyglu verður komið aftur heim til Hellu.
Beyglu verður komið aftur heim til Hellu. Villikettir

Kötturinn Beygla hvarf frá Hellu fyrir rúmum tíu dögum síðan. Í gær fannst Beygla í bílakjallara í Reykjavík og verður henni komið aftur heim á næstu dögum. Fannst Beygla tæplega níutíu kílómetrum frá heimili sínu. 

Frá þessu greina samtökin Villikettir í færslu á Facebook-síðu sinni. Þeim hafði borist ábending um kött í bílakjallara í Katrínartúni í Reykjavík. Þar fannst Beygla og var hún glorhungruð. Þannig tókst að sannfæra hana um að fara í ferðabúr og borða nammi en tóku þær aðgerðir um klukkutíma. 

Þegar tókst að skanna örmerki Beyglu kom í ljós að hún væri frá Hellu og hafði verið týnd í tíu daga. Er hún nú í góðu yfirlæti hjá Villiköttum og fær far austur við fyrsta tækifæri. 

„Takk þið öll sem látið ykkur kisur varða, þið hjálpið kisum eins og Beyglu að komast heim til sín. Allt er gott sem endar vel og við hjá Villiköttum förum svo sannarlega ánægð inn í helgina,“ segir í Facebook-færslu Villikatta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×