Rúnar: Áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 23:17 Rúnar ásamt aðstoðarmanni sínum. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni. „Það er lítið hægt að segja, við nýtum ekki færin okkar og það er það sama í síðasta leik. Við fáum fullt af dauðafærum. Við erum ekki að nýta þau og fáum á okkur slæmt mark snemma í leiknum sem kannski breytti aðeins þessu mómenti sem var í gangi þá“, sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Okkur leið vel og við reyndum að spila þann fótbolta sem við vildum spila. Hann varð þvingaðri sem eftir leið á fyrri hálfleik. Svo finnst mér við vera mjög góðir í síðari hálfleik þrátt fyrir að vera einum færri og við sköpuðum fullt. Við náðum ekki að skora og töpuðum þar af leiðandi,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð og hafa ekki náð að skora síðan í annarri umferð á móti Keflavík. „Það er áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum. Við þurfum að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum lagað. Við vonuðumst til að geta laga það hér í dag en færanýtingin okkar er mjög léleg. Við sköpuðum nóg og erum nóg með boltann en auðvitað átti HK sín upphlaup einnig sérstaklega eftir þeir voru einum færri. Við áttum þó mjög stór færi til að jafna leikinn.“ Það virtist koma meiri andi í KR-inga eftir að Jakobi Franz var vikið af velli og telur Rúnar að það hafi mögulega losnað um stress hjá sínum mönnum eftir spjaldið. „Ég held að menn hafi sleppt sér aðeins meira lausum eftir það. Kannski eitthvað stress í liðinu eftir tvo tapleiki í röð, þá verða menn kannski hræddir að gera mistök og þora ekki að spila sinn leik. Það kannski létti örlítið þegar við vorum einum færri og náðum að spila kraftmeiri bolta. Við tókum auðvitað mikla áhættu en nýtum ekki færin,“ sagði Rúnar að lokum eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn Besta deild karla KR HK Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Sjá meira
„Það er lítið hægt að segja, við nýtum ekki færin okkar og það er það sama í síðasta leik. Við fáum fullt af dauðafærum. Við erum ekki að nýta þau og fáum á okkur slæmt mark snemma í leiknum sem kannski breytti aðeins þessu mómenti sem var í gangi þá“, sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Okkur leið vel og við reyndum að spila þann fótbolta sem við vildum spila. Hann varð þvingaðri sem eftir leið á fyrri hálfleik. Svo finnst mér við vera mjög góðir í síðari hálfleik þrátt fyrir að vera einum færri og við sköpuðum fullt. Við náðum ekki að skora og töpuðum þar af leiðandi,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð og hafa ekki náð að skora síðan í annarri umferð á móti Keflavík. „Það er áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum. Við þurfum að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum lagað. Við vonuðumst til að geta laga það hér í dag en færanýtingin okkar er mjög léleg. Við sköpuðum nóg og erum nóg með boltann en auðvitað átti HK sín upphlaup einnig sérstaklega eftir þeir voru einum færri. Við áttum þó mjög stór færi til að jafna leikinn.“ Það virtist koma meiri andi í KR-inga eftir að Jakobi Franz var vikið af velli og telur Rúnar að það hafi mögulega losnað um stress hjá sínum mönnum eftir spjaldið. „Ég held að menn hafi sleppt sér aðeins meira lausum eftir það. Kannski eitthvað stress í liðinu eftir tvo tapleiki í röð, þá verða menn kannski hræddir að gera mistök og þora ekki að spila sinn leik. Það kannski létti örlítið þegar við vorum einum færri og náðum að spila kraftmeiri bolta. Við tókum auðvitað mikla áhættu en nýtum ekki færin,“ sagði Rúnar að lokum eftir leikinn í kvöld.
Íslenski boltinn Besta deild karla KR HK Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Sjá meira