Rúnar: Áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 23:17 Rúnar ásamt aðstoðarmanni sínum. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni. „Það er lítið hægt að segja, við nýtum ekki færin okkar og það er það sama í síðasta leik. Við fáum fullt af dauðafærum. Við erum ekki að nýta þau og fáum á okkur slæmt mark snemma í leiknum sem kannski breytti aðeins þessu mómenti sem var í gangi þá“, sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Okkur leið vel og við reyndum að spila þann fótbolta sem við vildum spila. Hann varð þvingaðri sem eftir leið á fyrri hálfleik. Svo finnst mér við vera mjög góðir í síðari hálfleik þrátt fyrir að vera einum færri og við sköpuðum fullt. Við náðum ekki að skora og töpuðum þar af leiðandi,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð og hafa ekki náð að skora síðan í annarri umferð á móti Keflavík. „Það er áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum. Við þurfum að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum lagað. Við vonuðumst til að geta laga það hér í dag en færanýtingin okkar er mjög léleg. Við sköpuðum nóg og erum nóg með boltann en auðvitað átti HK sín upphlaup einnig sérstaklega eftir þeir voru einum færri. Við áttum þó mjög stór færi til að jafna leikinn.“ Það virtist koma meiri andi í KR-inga eftir að Jakobi Franz var vikið af velli og telur Rúnar að það hafi mögulega losnað um stress hjá sínum mönnum eftir spjaldið. „Ég held að menn hafi sleppt sér aðeins meira lausum eftir það. Kannski eitthvað stress í liðinu eftir tvo tapleiki í röð, þá verða menn kannski hræddir að gera mistök og þora ekki að spila sinn leik. Það kannski létti örlítið þegar við vorum einum færri og náðum að spila kraftmeiri bolta. Við tókum auðvitað mikla áhættu en nýtum ekki færin,“ sagði Rúnar að lokum eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn Besta deild karla KR HK Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
„Það er lítið hægt að segja, við nýtum ekki færin okkar og það er það sama í síðasta leik. Við fáum fullt af dauðafærum. Við erum ekki að nýta þau og fáum á okkur slæmt mark snemma í leiknum sem kannski breytti aðeins þessu mómenti sem var í gangi þá“, sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Okkur leið vel og við reyndum að spila þann fótbolta sem við vildum spila. Hann varð þvingaðri sem eftir leið á fyrri hálfleik. Svo finnst mér við vera mjög góðir í síðari hálfleik þrátt fyrir að vera einum færri og við sköpuðum fullt. Við náðum ekki að skora og töpuðum þar af leiðandi,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð og hafa ekki náð að skora síðan í annarri umferð á móti Keflavík. „Það er áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum. Við þurfum að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum lagað. Við vonuðumst til að geta laga það hér í dag en færanýtingin okkar er mjög léleg. Við sköpuðum nóg og erum nóg með boltann en auðvitað átti HK sín upphlaup einnig sérstaklega eftir þeir voru einum færri. Við áttum þó mjög stór færi til að jafna leikinn.“ Það virtist koma meiri andi í KR-inga eftir að Jakobi Franz var vikið af velli og telur Rúnar að það hafi mögulega losnað um stress hjá sínum mönnum eftir spjaldið. „Ég held að menn hafi sleppt sér aðeins meira lausum eftir það. Kannski eitthvað stress í liðinu eftir tvo tapleiki í röð, þá verða menn kannski hræddir að gera mistök og þora ekki að spila sinn leik. Það kannski létti örlítið þegar við vorum einum færri og náðum að spila kraftmeiri bolta. Við tókum auðvitað mikla áhættu en nýtum ekki færin,“ sagði Rúnar að lokum eftir leikinn í kvöld.
Íslenski boltinn Besta deild karla KR HK Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira