Rúnar: Áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 23:17 Rúnar ásamt aðstoðarmanni sínum. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni. „Það er lítið hægt að segja, við nýtum ekki færin okkar og það er það sama í síðasta leik. Við fáum fullt af dauðafærum. Við erum ekki að nýta þau og fáum á okkur slæmt mark snemma í leiknum sem kannski breytti aðeins þessu mómenti sem var í gangi þá“, sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Okkur leið vel og við reyndum að spila þann fótbolta sem við vildum spila. Hann varð þvingaðri sem eftir leið á fyrri hálfleik. Svo finnst mér við vera mjög góðir í síðari hálfleik þrátt fyrir að vera einum færri og við sköpuðum fullt. Við náðum ekki að skora og töpuðum þar af leiðandi,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð og hafa ekki náð að skora síðan í annarri umferð á móti Keflavík. „Það er áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum. Við þurfum að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum lagað. Við vonuðumst til að geta laga það hér í dag en færanýtingin okkar er mjög léleg. Við sköpuðum nóg og erum nóg með boltann en auðvitað átti HK sín upphlaup einnig sérstaklega eftir þeir voru einum færri. Við áttum þó mjög stór færi til að jafna leikinn.“ Það virtist koma meiri andi í KR-inga eftir að Jakobi Franz var vikið af velli og telur Rúnar að það hafi mögulega losnað um stress hjá sínum mönnum eftir spjaldið. „Ég held að menn hafi sleppt sér aðeins meira lausum eftir það. Kannski eitthvað stress í liðinu eftir tvo tapleiki í röð, þá verða menn kannski hræddir að gera mistök og þora ekki að spila sinn leik. Það kannski létti örlítið þegar við vorum einum færri og náðum að spila kraftmeiri bolta. Við tókum auðvitað mikla áhættu en nýtum ekki færin,“ sagði Rúnar að lokum eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn Besta deild karla KR HK Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Sjá meira
„Það er lítið hægt að segja, við nýtum ekki færin okkar og það er það sama í síðasta leik. Við fáum fullt af dauðafærum. Við erum ekki að nýta þau og fáum á okkur slæmt mark snemma í leiknum sem kannski breytti aðeins þessu mómenti sem var í gangi þá“, sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Okkur leið vel og við reyndum að spila þann fótbolta sem við vildum spila. Hann varð þvingaðri sem eftir leið á fyrri hálfleik. Svo finnst mér við vera mjög góðir í síðari hálfleik þrátt fyrir að vera einum færri og við sköpuðum fullt. Við náðum ekki að skora og töpuðum þar af leiðandi,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð og hafa ekki náð að skora síðan í annarri umferð á móti Keflavík. „Það er áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum. Við þurfum að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum lagað. Við vonuðumst til að geta laga það hér í dag en færanýtingin okkar er mjög léleg. Við sköpuðum nóg og erum nóg með boltann en auðvitað átti HK sín upphlaup einnig sérstaklega eftir þeir voru einum færri. Við áttum þó mjög stór færi til að jafna leikinn.“ Það virtist koma meiri andi í KR-inga eftir að Jakobi Franz var vikið af velli og telur Rúnar að það hafi mögulega losnað um stress hjá sínum mönnum eftir spjaldið. „Ég held að menn hafi sleppt sér aðeins meira lausum eftir það. Kannski eitthvað stress í liðinu eftir tvo tapleiki í röð, þá verða menn kannski hræddir að gera mistök og þora ekki að spila sinn leik. Það kannski létti örlítið þegar við vorum einum færri og náðum að spila kraftmeiri bolta. Við tókum auðvitað mikla áhættu en nýtum ekki færin,“ sagði Rúnar að lokum eftir leikinn í kvöld.
Íslenski boltinn Besta deild karla KR HK Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Sjá meira