Elfar Árni: Rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn Árni Gísli Magnússon skrifar 3. maí 2023 21:20 Elfar Árni skoraði sigurmarkið KA vann góðan 4-2 sigur á FH á Greifavellinum á Akureyri í dag í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Fimm mörk litu dagsins ljós í seinni hálfleik eftir rólegan fyrri hálfleik. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fjórða mark KA í dag með glæsilegu skot í vinkilinn fjær og var ánægður að leik loknum. „Er mjög sáttur. Við ætluðum að koma hérna og taka stigin og það er geggjað að þau hafi dottið í hús.” Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en mörkunum rigndi inn í seinni hálfleik, hvernig stóð á því? „Sennilega út af því að fyrri hálfleikurinn var svo leiðinlegur að það þurfti eitthvað undan að láta”, sagði Elfar glettinn og hélt áfram. „Fyrri hálfleikurinn var bara rosalega daufur fannst mér. Það var lítið um færi á báða bága og almennt svona slen yfir mönnum en svo lifnaði heldur betur yfir þessu í seinni hálfleik.” KA var einungis með fjögur skoruð mörk fyrir leikinn en bættu fjórum mörkum við í leiknum í dag. Er búið að leggja mikla áherslu á sóknarleikinn? „Já við erum búnir að fara aðeins yfir þetta í vikunni og ætluðum að skerpa á sóknarleiknum og það kom aðeins betur í seinni hálfleik og það er vonandi það sem koma skal.” Elfar skoraði glæsilegt mark í leiknum og undirritaður fékk hann til að lýsa markinu: „Hrannar finnur mig í lappir eins og hann gerir yfirleitt og þá tók ég bara snúninginn og setti hann í vinkilinn. Svoleiðis á þetta að vera”, sagði Elfar eins og ekkert væri sjálfsagðara. Elfar hefur verið að glíma við töluvert af meiðslum og var markið í dag kærkomið. „Veturinn hefur verið erfiður. Ég hef eiginlega ekkert getað hlaupið eða spilað í fótbolta í að verða þrjá mánuði þannig það er rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn og vonandi bara er þetta það sem koma skal hjá mér.” „Núna er ég að fá fleiri og fleiri mínútur og vonandi bara verða þær fleiri á næstunni”, sagði Elfar að endingu. Íslenski boltinn Besta deild karla KA FH Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
„Er mjög sáttur. Við ætluðum að koma hérna og taka stigin og það er geggjað að þau hafi dottið í hús.” Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en mörkunum rigndi inn í seinni hálfleik, hvernig stóð á því? „Sennilega út af því að fyrri hálfleikurinn var svo leiðinlegur að það þurfti eitthvað undan að láta”, sagði Elfar glettinn og hélt áfram. „Fyrri hálfleikurinn var bara rosalega daufur fannst mér. Það var lítið um færi á báða bága og almennt svona slen yfir mönnum en svo lifnaði heldur betur yfir þessu í seinni hálfleik.” KA var einungis með fjögur skoruð mörk fyrir leikinn en bættu fjórum mörkum við í leiknum í dag. Er búið að leggja mikla áherslu á sóknarleikinn? „Já við erum búnir að fara aðeins yfir þetta í vikunni og ætluðum að skerpa á sóknarleiknum og það kom aðeins betur í seinni hálfleik og það er vonandi það sem koma skal.” Elfar skoraði glæsilegt mark í leiknum og undirritaður fékk hann til að lýsa markinu: „Hrannar finnur mig í lappir eins og hann gerir yfirleitt og þá tók ég bara snúninginn og setti hann í vinkilinn. Svoleiðis á þetta að vera”, sagði Elfar eins og ekkert væri sjálfsagðara. Elfar hefur verið að glíma við töluvert af meiðslum og var markið í dag kærkomið. „Veturinn hefur verið erfiður. Ég hef eiginlega ekkert getað hlaupið eða spilað í fótbolta í að verða þrjá mánuði þannig það er rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn og vonandi bara er þetta það sem koma skal hjá mér.” „Núna er ég að fá fleiri og fleiri mínútur og vonandi bara verða þær fleiri á næstunni”, sagði Elfar að endingu.
Íslenski boltinn Besta deild karla KA FH Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira