Elfar Árni: Rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn Árni Gísli Magnússon skrifar 3. maí 2023 21:20 Elfar Árni skoraði sigurmarkið KA vann góðan 4-2 sigur á FH á Greifavellinum á Akureyri í dag í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Fimm mörk litu dagsins ljós í seinni hálfleik eftir rólegan fyrri hálfleik. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fjórða mark KA í dag með glæsilegu skot í vinkilinn fjær og var ánægður að leik loknum. „Er mjög sáttur. Við ætluðum að koma hérna og taka stigin og það er geggjað að þau hafi dottið í hús.” Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en mörkunum rigndi inn í seinni hálfleik, hvernig stóð á því? „Sennilega út af því að fyrri hálfleikurinn var svo leiðinlegur að það þurfti eitthvað undan að láta”, sagði Elfar glettinn og hélt áfram. „Fyrri hálfleikurinn var bara rosalega daufur fannst mér. Það var lítið um færi á báða bága og almennt svona slen yfir mönnum en svo lifnaði heldur betur yfir þessu í seinni hálfleik.” KA var einungis með fjögur skoruð mörk fyrir leikinn en bættu fjórum mörkum við í leiknum í dag. Er búið að leggja mikla áherslu á sóknarleikinn? „Já við erum búnir að fara aðeins yfir þetta í vikunni og ætluðum að skerpa á sóknarleiknum og það kom aðeins betur í seinni hálfleik og það er vonandi það sem koma skal.” Elfar skoraði glæsilegt mark í leiknum og undirritaður fékk hann til að lýsa markinu: „Hrannar finnur mig í lappir eins og hann gerir yfirleitt og þá tók ég bara snúninginn og setti hann í vinkilinn. Svoleiðis á þetta að vera”, sagði Elfar eins og ekkert væri sjálfsagðara. Elfar hefur verið að glíma við töluvert af meiðslum og var markið í dag kærkomið. „Veturinn hefur verið erfiður. Ég hef eiginlega ekkert getað hlaupið eða spilað í fótbolta í að verða þrjá mánuði þannig það er rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn og vonandi bara er þetta það sem koma skal hjá mér.” „Núna er ég að fá fleiri og fleiri mínútur og vonandi bara verða þær fleiri á næstunni”, sagði Elfar að endingu. Íslenski boltinn Besta deild karla KA FH Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
„Er mjög sáttur. Við ætluðum að koma hérna og taka stigin og það er geggjað að þau hafi dottið í hús.” Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en mörkunum rigndi inn í seinni hálfleik, hvernig stóð á því? „Sennilega út af því að fyrri hálfleikurinn var svo leiðinlegur að það þurfti eitthvað undan að láta”, sagði Elfar glettinn og hélt áfram. „Fyrri hálfleikurinn var bara rosalega daufur fannst mér. Það var lítið um færi á báða bága og almennt svona slen yfir mönnum en svo lifnaði heldur betur yfir þessu í seinni hálfleik.” KA var einungis með fjögur skoruð mörk fyrir leikinn en bættu fjórum mörkum við í leiknum í dag. Er búið að leggja mikla áherslu á sóknarleikinn? „Já við erum búnir að fara aðeins yfir þetta í vikunni og ætluðum að skerpa á sóknarleiknum og það kom aðeins betur í seinni hálfleik og það er vonandi það sem koma skal.” Elfar skoraði glæsilegt mark í leiknum og undirritaður fékk hann til að lýsa markinu: „Hrannar finnur mig í lappir eins og hann gerir yfirleitt og þá tók ég bara snúninginn og setti hann í vinkilinn. Svoleiðis á þetta að vera”, sagði Elfar eins og ekkert væri sjálfsagðara. Elfar hefur verið að glíma við töluvert af meiðslum og var markið í dag kærkomið. „Veturinn hefur verið erfiður. Ég hef eiginlega ekkert getað hlaupið eða spilað í fótbolta í að verða þrjá mánuði þannig það er rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn og vonandi bara er þetta það sem koma skal hjá mér.” „Núna er ég að fá fleiri og fleiri mínútur og vonandi bara verða þær fleiri á næstunni”, sagði Elfar að endingu.
Íslenski boltinn Besta deild karla KA FH Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira