Kristrún vill að minnsta kosti Landsbankann eftir sem áður í eigu ríkisins Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2023 10:46 Kristrún var mætt á fund um stöðu launafólks á Íslandi í morgun. Fulltrúar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, ASÍ og BSRB stóðu fyrir fundinum. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fákeppnismarkað eins og Ísland þurfi að regluvæða: „Ástæðan fyrir því að ég og fleiri höfum talað fyrir því og fleiri að við höldum að minnsta kosti Landsbankanum í opinberri eigu er að við séum þá með einn banka sem er með opinbert viðmið um eðlilega arðsemi, eðlileg kostnaðarhlutföll.“ Í þessu má greina óbeina gagnrýni á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og heldur klúðurslega bankasölu þegar eignarhluti ríkisins í Íslandsbankinn var seldur. Kristrún mætti í Bíti Bylgjunnar í morgun, í sitt fyrsta opinbera viðtal eftir fæðingarorlof og var í miklu stuði. Hún sagðist ekki hafa verið í fríi, hún hafi verið að sinna flokknum inn á við en haldið fjölmiðlum fjarri. Samfylkingin hefur flogið með himinskautum í skoðanakönnunum; er orðinn stærsti flokkurinn og mælist með 28 prósenta fylgi. Þetta er samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup og eykur flokkurinn enn forskotið á Sjálfstæðisflokkinn. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aldrei verið minni og mælist nú 38 prósent. Kristrún var innt eftir þessu mikla flugi flokksins. „Já, ég veit ekki hvort ég er rétta manneskjan til að svara þessu. En þetta eru auðvitað skilaboð til okkar um að við verðum að standa okkur, svona fylgi fylgja væntingar. Vonandi jákvæðar væntingar fremur en að þetta sé óánægjufylgi.“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar segist vona að hið mikla fylgi við flokkinn sem sýnir sig í skoðanakönnunum sé ekki óánægjufylgi. Hún gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir fálmkennd og sein viðbrögð í baráttunni við verðbólguna.Vísir/Vilhelm Kristrún segir að slíkt fylgi skili sér, þangað hafi verið stefnt og að Samfylkingin sé rétt að byrja. Í samtalinu var rætt um stöðuna í samfélaginu eins og hún birtist í ræðum verkalýðsleiðtoga 1. maí. Þar gæti verulegrar óánægju með stöðuna. Kristrún var spurð hvað hún hefði gert öðru vísi en þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra? Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við fyrirsjáanlegri verðbólgu klén Kristrún sagði að það væri ýmislegt. Hún vildi vera sanngjörn og sagði það vissulega svo að hið opinbera og fjármálakerfið – kerfið – væri svolítið eins og olíuskip sem ekki yrði snúið í snatri. Það taki tíma að breyta. „En ef við tökum bara stöðuna eins og hún blasti við í upphafi síðasta árs þá voru strax komin fram merki um að það stefndi í mikla verðbólgu. Ég veit að fólk er ekkert að fylgjast með því í smáatriðum hvað einstaka þingmenn eru að gera, en stór partur af þeim málflutningi sem ég og við í Samfylkingunni vorum með sneri að því að grípa í taumana áður en verðbólgan færi úr böndunum,“ segir Kristrún. Formaður Samfylkingarinnar benti á að mikill orsakavaldur þar væri húsnæðismarkaðurinn. Kostnaður þar þrýsti á launakröfur og þá smiti það út annars staðar. Auðvitað væri það svo að ytri þættir hefðu áhrif svo sem stríð í Úkraínu en það hefði þurft að bregðast við þeim innlendu þáttum. „Það hefði þurft að bregðast með því að reyna að dempa höggið sem almenn heimili fá sem hefði þá mögulega dregið úr launaþrýstingi og almennum verðkostnaði innanlands.“ Afnám bankaskatts skilaði sér aldrei til neytenda Kristrún nefnir í því sambandi að ríkið hefði þurft að setja meira í barnabætur, meira í húsnæðisbætur og vaxtabætur. „Slíka tilfærslu á kostnaði er auðveldara að festa við ákveðna hópa en launahækkanir. Þær eiga það til að fréttast; ég fékk sjö prósent og þá vilt þú fá sjö prósent og svo framvegis.“ Með þeim hætti væri hægt að styðja betur við þá hópa sem þurfa mest á því að halda. Kristrún segir að ríkisstjórnin hafi brugðist seint og illa við fyrirsjáanlegum vanda. Grípa hefði þurft til hvalrekaskatta til að fjármagna útgjöld ríkissjóðs. Á erfiðum tímum sem þessum þurfi að gera það. „Og fjármagnsskattar og það sé einfaldlega tekið á þenslunni þar sem þenslan er. Til dæmis bankaskatturinn sem var afnuminn að hluta á sínum tíma – það átti að skila sér allt til neytenda. Það hefur ekkert skilað sér til neytenda!“ Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Salan á Íslandsbanka Fjármálamarkaðir Verðlag Bítið Alþingi Landsbankinn Tengdar fréttir Samfylkingin komin í 26 prósent Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um tæp sextán prósentustig frá Alþingiskosningum í september 2021. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins. 21. apríl 2023 10:32 Samfylkingin fengi 19 þingmenn kjörna Samfylkingin er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þriðja mánuðinn í röð í könnunum Maskínu fyrir fréttastofuna. Flokkurinn sækir fylgi tiltölulega jafnt til allra aldurshópa en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar meira til eldri kynslóða en þeirra yngri. 21. mars 2023 19:51 Kristrún búin að eiga Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og eiginmaður hennar, Einar B. Ingvarsson, eignuðust dóttur í byrjun febrúar. Þetta er þeirra annað barn en fyrir eiga þau dóttur sem fæddist árið 2019. Dóttirin hefur fengið nafnið Ragnhildur Steinunn. 27. febrúar 2023 11:33 Kristrún farin í fæðingarorlof Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar er farin í fæðingarorlof og hefur kallað inn varaþingmann á Alþingi. 30. janúar 2023 17:18 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Í þessu má greina óbeina gagnrýni á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og heldur klúðurslega bankasölu þegar eignarhluti ríkisins í Íslandsbankinn var seldur. Kristrún mætti í Bíti Bylgjunnar í morgun, í sitt fyrsta opinbera viðtal eftir fæðingarorlof og var í miklu stuði. Hún sagðist ekki hafa verið í fríi, hún hafi verið að sinna flokknum inn á við en haldið fjölmiðlum fjarri. Samfylkingin hefur flogið með himinskautum í skoðanakönnunum; er orðinn stærsti flokkurinn og mælist með 28 prósenta fylgi. Þetta er samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup og eykur flokkurinn enn forskotið á Sjálfstæðisflokkinn. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aldrei verið minni og mælist nú 38 prósent. Kristrún var innt eftir þessu mikla flugi flokksins. „Já, ég veit ekki hvort ég er rétta manneskjan til að svara þessu. En þetta eru auðvitað skilaboð til okkar um að við verðum að standa okkur, svona fylgi fylgja væntingar. Vonandi jákvæðar væntingar fremur en að þetta sé óánægjufylgi.“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar segist vona að hið mikla fylgi við flokkinn sem sýnir sig í skoðanakönnunum sé ekki óánægjufylgi. Hún gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir fálmkennd og sein viðbrögð í baráttunni við verðbólguna.Vísir/Vilhelm Kristrún segir að slíkt fylgi skili sér, þangað hafi verið stefnt og að Samfylkingin sé rétt að byrja. Í samtalinu var rætt um stöðuna í samfélaginu eins og hún birtist í ræðum verkalýðsleiðtoga 1. maí. Þar gæti verulegrar óánægju með stöðuna. Kristrún var spurð hvað hún hefði gert öðru vísi en þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra? Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við fyrirsjáanlegri verðbólgu klén Kristrún sagði að það væri ýmislegt. Hún vildi vera sanngjörn og sagði það vissulega svo að hið opinbera og fjármálakerfið – kerfið – væri svolítið eins og olíuskip sem ekki yrði snúið í snatri. Það taki tíma að breyta. „En ef við tökum bara stöðuna eins og hún blasti við í upphafi síðasta árs þá voru strax komin fram merki um að það stefndi í mikla verðbólgu. Ég veit að fólk er ekkert að fylgjast með því í smáatriðum hvað einstaka þingmenn eru að gera, en stór partur af þeim málflutningi sem ég og við í Samfylkingunni vorum með sneri að því að grípa í taumana áður en verðbólgan færi úr böndunum,“ segir Kristrún. Formaður Samfylkingarinnar benti á að mikill orsakavaldur þar væri húsnæðismarkaðurinn. Kostnaður þar þrýsti á launakröfur og þá smiti það út annars staðar. Auðvitað væri það svo að ytri þættir hefðu áhrif svo sem stríð í Úkraínu en það hefði þurft að bregðast við þeim innlendu þáttum. „Það hefði þurft að bregðast með því að reyna að dempa höggið sem almenn heimili fá sem hefði þá mögulega dregið úr launaþrýstingi og almennum verðkostnaði innanlands.“ Afnám bankaskatts skilaði sér aldrei til neytenda Kristrún nefnir í því sambandi að ríkið hefði þurft að setja meira í barnabætur, meira í húsnæðisbætur og vaxtabætur. „Slíka tilfærslu á kostnaði er auðveldara að festa við ákveðna hópa en launahækkanir. Þær eiga það til að fréttast; ég fékk sjö prósent og þá vilt þú fá sjö prósent og svo framvegis.“ Með þeim hætti væri hægt að styðja betur við þá hópa sem þurfa mest á því að halda. Kristrún segir að ríkisstjórnin hafi brugðist seint og illa við fyrirsjáanlegum vanda. Grípa hefði þurft til hvalrekaskatta til að fjármagna útgjöld ríkissjóðs. Á erfiðum tímum sem þessum þurfi að gera það. „Og fjármagnsskattar og það sé einfaldlega tekið á þenslunni þar sem þenslan er. Til dæmis bankaskatturinn sem var afnuminn að hluta á sínum tíma – það átti að skila sér allt til neytenda. Það hefur ekkert skilað sér til neytenda!“
Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Salan á Íslandsbanka Fjármálamarkaðir Verðlag Bítið Alþingi Landsbankinn Tengdar fréttir Samfylkingin komin í 26 prósent Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um tæp sextán prósentustig frá Alþingiskosningum í september 2021. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins. 21. apríl 2023 10:32 Samfylkingin fengi 19 þingmenn kjörna Samfylkingin er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þriðja mánuðinn í röð í könnunum Maskínu fyrir fréttastofuna. Flokkurinn sækir fylgi tiltölulega jafnt til allra aldurshópa en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar meira til eldri kynslóða en þeirra yngri. 21. mars 2023 19:51 Kristrún búin að eiga Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og eiginmaður hennar, Einar B. Ingvarsson, eignuðust dóttur í byrjun febrúar. Þetta er þeirra annað barn en fyrir eiga þau dóttur sem fæddist árið 2019. Dóttirin hefur fengið nafnið Ragnhildur Steinunn. 27. febrúar 2023 11:33 Kristrún farin í fæðingarorlof Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar er farin í fæðingarorlof og hefur kallað inn varaþingmann á Alþingi. 30. janúar 2023 17:18 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Samfylkingin komin í 26 prósent Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um tæp sextán prósentustig frá Alþingiskosningum í september 2021. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins. 21. apríl 2023 10:32
Samfylkingin fengi 19 þingmenn kjörna Samfylkingin er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þriðja mánuðinn í röð í könnunum Maskínu fyrir fréttastofuna. Flokkurinn sækir fylgi tiltölulega jafnt til allra aldurshópa en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar meira til eldri kynslóða en þeirra yngri. 21. mars 2023 19:51
Kristrún búin að eiga Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og eiginmaður hennar, Einar B. Ingvarsson, eignuðust dóttur í byrjun febrúar. Þetta er þeirra annað barn en fyrir eiga þau dóttur sem fæddist árið 2019. Dóttirin hefur fengið nafnið Ragnhildur Steinunn. 27. febrúar 2023 11:33
Kristrún farin í fæðingarorlof Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar er farin í fæðingarorlof og hefur kallað inn varaþingmann á Alþingi. 30. janúar 2023 17:18