Erlent

Líkams­leifar týnds manns fundust í krókódíl

Máni Snær Þorláksson skrifar
Líkamsleifar mannsins fundust í krókódíl.
Líkamsleifar mannsins fundust í krókódíl. Getty/Nicky Dowling

Líkamsleifar ástralsks manns sem týndist fundust í krókódíl. Maðurinn hvarf er hann var að veiða með vinum sínum í þjóðgarði í norðanverðri Ástralíu. Leit að manninum hafði staðið yfir í tvo daga þegar líkamsleifarnar fundust í krókódílnum.

Síðast hafði sést til Kevin Darmody, mannsins sem týndist, á laugardaginn. Vinir Darmody höfðu ekki séð er hann hvarf en þeir segjast hafa heyrt hann öskra og svo heyrt í mikilli gusu. „Ég brunaði niður en það voru engin ummerki um hann, bara sandalarnir hans á bakkanum og ekkert annað,“ er haft eftir John Peiti, vini Darmody, í umfjöllun Cape York Weekly um málið.

Þegar búið var að leita að Darmody í tvo daga ákvað lögreglan að svæfa tvo stóra krókódíla. Í öðrum þeirra fundust líkamsleifar sem talið er víst að tilheyra Darmody. Þó á eftir að bera formlega kennsl á líkamsleifarnar.

Krókódílar eru algeng sjón á svæðinu sem Darmody og vinir hans voru á. Það er þó ekki algengt að þeir ráðist á fólk þar. Alls hafa um þrettán látist af völdum krókódíla síðan byrjað var að skrásetja það fyrir tæpum fjörutíu árum síðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×